„Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 19:06 Dori Levett Baldvinsson og Derek T. Allan, tveir af skipuleggjendum samstöðufundarins. Mynd/Vísir Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar. Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Talið er að yfir þrjú þúsund manns hafi komið saman á samstöðumótmælum á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælin eru skipulögð vegna ástandsins vestanhafs þar sem mótmælt hefur verið í öllum ríkjum Bandaríkjanna vegna dauða George Floyd. „Stemningin var bara allt annað, það er erfitt að lýsa. Það hlýjar hjartanu að sjá svona marga og að þau voru hérna til að hlusta á okkur,“ sagði Derek T. Allan einn af skipuleggjendum mótmælanna í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Meðal annars var haldin átta mínútna þögn þar sem þeir sem voru samankomnir á Austurvelli fengu ráðrúm til að íhuga ástandið sem myndast hefur í Bandaríkjunum, og kynþáttafordóma almennt. „Það var frábært til þess að hugsa um þessi mál, ekki bara um George Floyd, heldur alla sem voru á undan.“ sagði Derek. Þögnin reyndist sumum erfið og sjá mátti tár á hvarmi víða um Austurvöll. „Það á að vera þungt, þetta er ekki auðvelt,“ sagði Derek. „Ég er 23 ára, ég hef þurft að hugsa um þessi mál í 23 ár.“ Nadine Guðrún ræddi einnig nokkra sem voru samankomin á Austurvelli, þar á meðal við einn mótmælenda sem sagðist hafa fundið fyrir kynþáttafordómum hér á landi frá unga aldri. „Það eru kynþáttafordómar alls staðar. Þegar ég var 10 ára gömul að labba út í búð í hverfinu mínu þá var strákur sem var tveimur árum eldri ýtti mér út í vegg. Vinur hans spurði hann af hverju hann væri að þessu. „Æi, hún er svört.“ Það eru alveg hlutir sem eru að gerast sem maður gerir sér kannski ekki grein fyrir og þegar maður er tíu ára, á íslenska mömmu, hvíta fjölskyldu, íslenska fjölskyldu þá er þetta bara sársauki sem enginn getur sér gert grein fyrir sem lendir ekki í þessu. Þetta er mjög sorglegt og þreytt dæmi,“ sagði hún. Einnig var rætt við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sem nýtekin er við sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var viðstödd mótmælin til þess að sýna samstöðu. Sagði hún að þeir sem mættu hafi verið til fyrirmyndar.
Reykjavík Dauði George Floyd Lögreglumál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira