Bandaríkjamaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 18:22 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/vilhelm Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira