Íslendingur í New York segir mótmælin hluta af tímabærri samfélagslegri byltingu Andri Eysteinsson skrifar 2. júní 2020 17:19 Kolbrún Rolandsdóttir á bandarískan föður. Hún styður mótmælin 100% og segir hálfbróður sinn, sem er svartur, hafa verið klökkan undanfarna daga yfir öllum stuðningnum sem hann hefur fundið fyrir. Samsett Dauði hins 46-ára gamla George Floyd sem lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis hefur hrundið af stað mótmælaöldu um gervöll Bandaríkin og hafa samstöðumótmæli verið haldin víða um heiminn. Íslendingur sem búsett er í New York segir mótmælin þar í borg hafa farið friðsamlega fram og segist skilja vel viðbrögð svartra Bandaríkjamanna. Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York, borginni sem aldrei sefur, frá árinu 2013. Hún segir mótmælin hluta af samfélagslegri byltingu sem sé orðin tímabær. Haldin séu mótmæli í öllum hverfum borgarinnar sem enn glímir við faraldur kórónuveirunnar. Kolbrún hafði áætlað að taka þátt í mótmælum við ráðhús New York borgar á Manhattan þegar Vísir náði af henni tali. Útgöngubanni hefur verið komið á í borginni og verður því engum heimilt að vera á faraldsfæti eftir klukkan 20 í kvöld. Mótmæli dagsins í dag séu því skipulögð fyrr en ella. Kolbrún segir mótmælin í New York að mestu hafa farið friðsamlega fram. Mótmælt við lögreglustöð í New York.Kolbrún Rolandsdóttir „Það er alltaf eitthvað öfgafólk. Það eru að koma inn anarkistar, anti-fasistasamtök og hvítir þjóðernissinnar sem eru að koma til að eyðileggja málstaðinn. Svo er auðvitað fullt af reiðu svörtu fólki sem er búið að fá nóg af mörg hundruð árum af kynþáttahatri. Maður skilur og styður þau. Það er svo skiljanlegt að fólk sé brjálað og vilji fá byltingu og breytingar,“ segir Kolbrún. Margir þekkja til lögreglunnar í New York (NYPD) og er slagorð stofnunarinnar „New York‘s finest“ þekkt og hefur víða verið fjallað um málefni deildarinnar í sjónvarpi og kvikmyndum. Kolbrún segir að virðing hafi verið borin fyrir lögreglunni en viðhorfið hafi verið að breytast. „Maður er alltaf að heyra Fuck the Police, How do you spell racists, N-Y-P-D og how do you spell murder N-Y-P-D en fólk er líka að mótmæla þessu útgöngubanni,“ segir Kolbrún. Eins og áður segir hefur verið komið á útgöngubanni í mörgum borgum landsins og er New York þar á meðal, Kolbrún segir að henni líði ekki eins og hún sé örugg þegar hún má ekki ganga um götur bæjarins. „Mér finnst ég ekki vera örugg í landinu ef ég heyri bara í sírenum og þyrlum eftir klukkan 20 og ef forsetinn hótar að senda herinn á sitt eigið fólk“ segir Kolbrún. Viðbrögð Donald Trump, Bandaríkjaforseta við mótmælaöldunni hafa verið gagnrýnd harðlega og hafa tíst hans um málið til að mynda verið fjarlægð fyrir að hafa hvatt til ofbeldis. Þá hefur Trump einnig hótað að bandarískir hermenn verði sendir út á götur borga til þess að kveða niður mótmælaölduna. Ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo hefur þó hafnað tilboði Trump og segist Kolbrún þakklát fyrir það. Forsetinn er þó ekki jafnsáttur með Cuomo og gagnrýndi hann harðlega í röð tísta í dag, sagði hann þar að mótmælendur hefðu tætt New York borg í sig. Yesterday was a bad day for the Cuomo Brothers. New York was lost to the looters, thugs, Radical Left, and all others forms of Lowlife & Scum. The Governor refuses to accept my offer of a dominating National Guard. NYC was ripped to pieces. Likewise, Fredo s ratings are down 50%!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 2, 2020 Kolbrún, sem á bandarískan föður segist styðja mótmælin 100% og segir hálfbróður sinn, sem er svartur, hafa verið klökkan undanfarna daga yfir stuðningnum og viðurkenningu sársaukans sem svart fólk í Bandaríkjunum hafa þurft að þola. „Þetta er háalvarlegt vandamál og er svo djúpstætt í þessu landi segir Kolbrún og minnir á að mótmælin snúist ekki gegn einhverjum einum lögreglumanni heldur lögreglunni sem stofnun. Kolbrún Rolandsdóttir „Lögreglan á ekki að vera í þessu hlutverki að standa á móti fólki,“ segir Kolbrún og bætir við að í mótmælum sem hún hefur tekið þátt í hafi borið á því að lögreglumenn hafi viljað sýna mótmælendum stuðning en ekki geta brotið gegn skipunum yfirboðara sinna. Kolbrún segir þá ekki sjá fyrir endann á mótmælaöldunni fyrr en að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hefur verið dæmdur fyrir morðið á George Floyd. „Ef hann verður svo dæmdur saklaus, þá fyrst hef ég áhyggjur af Bandaríkjunum, þá mun allt verða brjálað hérna.“ New York er sú borg heimsins sem hefur farið hvað verst út úr faraldri kórónuveirunnar en Kolbrún segir að þrátt fyrir faraldurinn sé ekki annað hægt en að leggja sitt á vogarskálarnar í baráttunni fyrir mannréttindum. „Þetta er náttúrulega sögulegt augnablik að vera að upplifa þetta á meðan við erum enn þá að berjast við Covid,“ segir Kolbrún og minnist á að hún hafi haldið sig heima og nánast ekki hitt neinn síðustu mánuði vegna faraldursins. Nú sé málstaðurinn það mikilvægur að ekki sé hægt að halda sig heima fyrir.“ „Ef ég fæ Covid og dey, þá dey ég allavega fyrir einhvern málstað sem er liggur við mikilvægari. Mótmælin eru svo ótrúlega mikilvæg og tímabær,“ segir Kolbrún og hvetur Íslendinga til að fjölmenna á samstöðu mótmæli á Austurvelli næsta miðvikudag. Kolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún Rolandsdóttir Dauði George Floyd Bandaríkin Íslendingar erlendis Black Lives Matter Tengdar fréttir Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Dauði hins 46-ára gamla George Floyd sem lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis hefur hrundið af stað mótmælaöldu um gervöll Bandaríkin og hafa samstöðumótmæli verið haldin víða um heiminn. Íslendingur sem búsett er í New York segir mótmælin þar í borg hafa farið friðsamlega fram og segist skilja vel viðbrögð svartra Bandaríkjamanna. Kolbrún Ýrr Rolandsdóttir hefur verið búsett í New York, borginni sem aldrei sefur, frá árinu 2013. Hún segir mótmælin hluta af samfélagslegri byltingu sem sé orðin tímabær. Haldin séu mótmæli í öllum hverfum borgarinnar sem enn glímir við faraldur kórónuveirunnar. Kolbrún hafði áætlað að taka þátt í mótmælum við ráðhús New York borgar á Manhattan þegar Vísir náði af henni tali. Útgöngubanni hefur verið komið á í borginni og verður því engum heimilt að vera á faraldsfæti eftir klukkan 20 í kvöld. Mótmæli dagsins í dag séu því skipulögð fyrr en ella. Kolbrún segir mótmælin í New York að mestu hafa farið friðsamlega fram. Mótmælt við lögreglustöð í New York.Kolbrún Rolandsdóttir „Það er alltaf eitthvað öfgafólk. Það eru að koma inn anarkistar, anti-fasistasamtök og hvítir þjóðernissinnar sem eru að koma til að eyðileggja málstaðinn. Svo er auðvitað fullt af reiðu svörtu fólki sem er búið að fá nóg af mörg hundruð árum af kynþáttahatri. Maður skilur og styður þau. Það er svo skiljanlegt að fólk sé brjálað og vilji fá byltingu og breytingar,“ segir Kolbrún. Margir þekkja til lögreglunnar í New York (NYPD) og er slagorð stofnunarinnar „New York‘s finest“ þekkt og hefur víða verið fjallað um málefni deildarinnar í sjónvarpi og kvikmyndum. Kolbrún segir að virðing hafi verið borin fyrir lögreglunni en viðhorfið hafi verið að breytast. „Maður er alltaf að heyra Fuck the Police, How do you spell racists, N-Y-P-D og how do you spell murder N-Y-P-D en fólk er líka að mótmæla þessu útgöngubanni,“ segir Kolbrún. Eins og áður segir hefur verið komið á útgöngubanni í mörgum borgum landsins og er New York þar á meðal, Kolbrún segir að henni líði ekki eins og hún sé örugg þegar hún má ekki ganga um götur bæjarins. „Mér finnst ég ekki vera örugg í landinu ef ég heyri bara í sírenum og þyrlum eftir klukkan 20 og ef forsetinn hótar að senda herinn á sitt eigið fólk“ segir Kolbrún. Viðbrögð Donald Trump, Bandaríkjaforseta við mótmælaöldunni hafa verið gagnrýnd harðlega og hafa tíst hans um málið til að mynda verið fjarlægð fyrir að hafa hvatt til ofbeldis. Þá hefur Trump einnig hótað að bandarískir hermenn verði sendir út á götur borga til þess að kveða niður mótmælaölduna. Ríkisstjóri New York, Andrew Cuomo hefur þó hafnað tilboði Trump og segist Kolbrún þakklát fyrir það. Forsetinn er þó ekki jafnsáttur með Cuomo og gagnrýndi hann harðlega í röð tísta í dag, sagði hann þar að mótmælendur hefðu tætt New York borg í sig. Yesterday was a bad day for the Cuomo Brothers. New York was lost to the looters, thugs, Radical Left, and all others forms of Lowlife & Scum. The Governor refuses to accept my offer of a dominating National Guard. NYC was ripped to pieces. Likewise, Fredo s ratings are down 50%!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 2, 2020 Kolbrún, sem á bandarískan föður segist styðja mótmælin 100% og segir hálfbróður sinn, sem er svartur, hafa verið klökkan undanfarna daga yfir stuðningnum og viðurkenningu sársaukans sem svart fólk í Bandaríkjunum hafa þurft að þola. „Þetta er háalvarlegt vandamál og er svo djúpstætt í þessu landi segir Kolbrún og minnir á að mótmælin snúist ekki gegn einhverjum einum lögreglumanni heldur lögreglunni sem stofnun. Kolbrún Rolandsdóttir „Lögreglan á ekki að vera í þessu hlutverki að standa á móti fólki,“ segir Kolbrún og bætir við að í mótmælum sem hún hefur tekið þátt í hafi borið á því að lögreglumenn hafi viljað sýna mótmælendum stuðning en ekki geta brotið gegn skipunum yfirboðara sinna. Kolbrún segir þá ekki sjá fyrir endann á mótmælaöldunni fyrr en að lögreglumaðurinn Derek Chauvin hefur verið dæmdur fyrir morðið á George Floyd. „Ef hann verður svo dæmdur saklaus, þá fyrst hef ég áhyggjur af Bandaríkjunum, þá mun allt verða brjálað hérna.“ New York er sú borg heimsins sem hefur farið hvað verst út úr faraldri kórónuveirunnar en Kolbrún segir að þrátt fyrir faraldurinn sé ekki annað hægt en að leggja sitt á vogarskálarnar í baráttunni fyrir mannréttindum. „Þetta er náttúrulega sögulegt augnablik að vera að upplifa þetta á meðan við erum enn þá að berjast við Covid,“ segir Kolbrún og minnist á að hún hafi haldið sig heima og nánast ekki hitt neinn síðustu mánuði vegna faraldursins. Nú sé málstaðurinn það mikilvægur að ekki sé hægt að halda sig heima fyrir.“ „Ef ég fæ Covid og dey, þá dey ég allavega fyrir einhvern málstað sem er liggur við mikilvægari. Mótmælin eru svo ótrúlega mikilvæg og tímabær,“ segir Kolbrún og hvetur Íslendinga til að fjölmenna á samstöðu mótmæli á Austurvelli næsta miðvikudag. Kolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún RolandsdóttirKolbrún Rolandsdóttir
Dauði George Floyd Bandaríkin Íslendingar erlendis Black Lives Matter Tengdar fréttir Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Fleiri fréttir Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Sjá meira
Biden segir Bandaríkin þurfa að taka á kerfisbundnum rasisma Bandaríkin skortir forystu á tíma þegar þau þurfa að taka á kerfisbundinni kynþáttahyggju í kjölfar dauða blökkumanns í haldi lögreglu í síðustu viku, að sögn Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Í fyrstu í Fíladelfíu deildi Biden hart á Donald Trump forseta fyrir viðbrögð hans við mótmælum undanfarinna daga. 2. júní 2020 16:39
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent