Erlent

Lögreglumaður varð fyrir skoti í óeirðum í Las Vegas

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan bregst við mótmælum í Las Vegas. Myndin er frá 30. maí síðastliðnum.
Lögreglan bregst við mótmælum í Las Vegas. Myndin er frá 30. maí síðastliðnum. John Locher)/AP

Lögreglumaður er annar tveggja sem urðu fyrir skoti í kjölfar mótmæla og óeirða í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum í nótt. Þetta kemur fram á vef BBC. Mikil mótmælaalda hefur risið í Bandaríkjunum eftir morðið á George Floyd, sem lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í tæpar níu mínútur.

Þar segir að tveir lögreglumenn hafi verið tengdir tveimur aðskildum atvikum þar sem skotum var hleypt af. Annars vegar varð lögreglumaður fyrir skoti nálægt hótelinu og spilavítinu Circus Circus í borginni.

Á Las Vegas Boulevard, rúmum þremur kílómetrum frá staðnum þar sem lögreglumaðurinn var skotinn, skaut lögregla síðan vopnaðan mann. Samkvæmt sjónarvottum hleypti maðurinn af skotum áður en lögreglan skaut hann.

Haft er eftir Steve Sisolak, ríkisstjóra Nevada, að vel sé fylgst með gangi mála. Hvorki hefur verið upplýst um ástand lögreglumannsins né hins mannsins sem var skotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×