Innlent

Maður fannst látinn í Laxá í Aðal­dal

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn fannst látinn um klukkan 3 í nótt.
Maðurinn fannst látinn um klukkan 3 í nótt. Getty

Maður fannst látinn í Laxá í Aðaldal um klukkan 3 í nótt, en hans hafði verið saknað síðan í gærkvöldi eftir að hann skilaði sér ekki til baka úr veiði.

Frá þessu greinir lögreglan á Norðurlandi eyrsta. Lögreglu barst tilkynning um málið laust fyrir miðnætti en hann hafði ekki skilað sér til baka að veiðitíma loknum um klukkan 22. Voru björgunarsveitir á Norður- og Austurlandi þá kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

„Laust eftir kl. 03:00 fannst maðurinn, sem leitað var að, látinn í ánni skammt frá þeim stað sem síðast var vitað um ferðir hans. Ekki er vitað um dánarorsök að svo stöddu.

Lögreglan vill þakka öllum þeim viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir þeirra störf," segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×