Íslenski boltinn

Kristall Máni mun spila með Víking í Pepsi Max deildinni í sumar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristall Máni mun ekki leika í hvítu í sumar.
Kristall Máni mun ekki leika í hvítu í sumar. Vísir/Aðsend mynd

Unglingalandsliðsmaðurinn Kristall Máni Ingason mun leika með Víking í Pepsi Max deildinni í sumar. Kristall, sem er uppalinn í Fjölni, verður lánaður til Víkings frá danska félaginu FC Kaupmannahöfn.

Kristall er aðeins 18 ára gamall og leikur oftast á vængnum eða sem fremsti maður. Þá hefur hann einnig leikið sem hægri bakvörður í U19 ára liði FCK. 

Fótbolti.net staðfesti félagaskiptin fyrr í dag eftir samtal við Harald Haraldsson, formann Víkings.

Kristall hefur spilað 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk.  Er hann einn fjölmargra ungra atvinnumanna sem koma til Víkings til að leika undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. 

Kristall er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Víkinga en markvörðurinn Ingvar Jónsson kom heim úr atvinnumennsku. Sömu sögu er að segj aaf Atla Barkarsyni og þá kom Helgi Guðjónsson frá Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×