Enn mikill erill hjá lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 07:18 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, eins og daginn áður. Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar frá fimm í gær til fimm í morgun og ellefu aðilar voru vistaðir í fangageymslu. Flest öll málin virðast hafa átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur og nærliggjandi hverfum. Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn vegna líkamsárásar og eignaspjalla við bar. Sá var vistaður í fangageymslu en sá sem hann mun hafa ráðist á hlaut minni háttar áverka. Upp úr miðnætti var svo tilkynnt um rán þar sem tveir menn réðust á einn og rændu af honum tösku og heyrnartólum. Sjá einnig: Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni Lögreglan handtók konu í Laugardalnum sem grunuð er um vörslu og framleiðslu fíkniefna. Þá var maður handtekinn í miðbænum í nótt fyrir að brjótast inn í bíla. Annar var handtekinn á athafnasvæði Eimskipa í gærkvöldi og er hann grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Samkvæmt dagbók lögreglu var nokkuð um slys í gær. Um klukkan sex meiddist kona á höfði í rennibraut í sundlaug. Sú var flutt til aðhlynningar. Skömmu fyrir miðnætti barst tilkynning um slys á Hlíðarenda. Þar hafði maður dottið á andlitið niður steyptar tröppur. Hann rotaðist og hlaut mikla áverka og var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Þá datt kona í stiga á veitingahúsi í miðbænum skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Hún er talin hafa misst meðvitund og var illa áttuð. Því var hún einnig flutt á Bráðadeild til aðhlynningar. Um tvö leytið í nótt barst tilkynning um mann sem ók rafskútu á bifreið og braut hann mögulega tönn. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði bíl á 105 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi en þar er 80 km hámarkshraði. Þar að auki er ökumaðurinn grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði einnig númeralausan og ótryggðan bíl í nótt. Ökumaður hans er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað án réttinda. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, eins og daginn áður. Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar frá fimm í gær til fimm í morgun og ellefu aðilar voru vistaðir í fangageymslu. Flest öll málin virðast hafa átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur og nærliggjandi hverfum. Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn vegna líkamsárásar og eignaspjalla við bar. Sá var vistaður í fangageymslu en sá sem hann mun hafa ráðist á hlaut minni háttar áverka. Upp úr miðnætti var svo tilkynnt um rán þar sem tveir menn réðust á einn og rændu af honum tösku og heyrnartólum. Sjá einnig: Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni Lögreglan handtók konu í Laugardalnum sem grunuð er um vörslu og framleiðslu fíkniefna. Þá var maður handtekinn í miðbænum í nótt fyrir að brjótast inn í bíla. Annar var handtekinn á athafnasvæði Eimskipa í gærkvöldi og er hann grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Samkvæmt dagbók lögreglu var nokkuð um slys í gær. Um klukkan sex meiddist kona á höfði í rennibraut í sundlaug. Sú var flutt til aðhlynningar. Skömmu fyrir miðnætti barst tilkynning um slys á Hlíðarenda. Þar hafði maður dottið á andlitið niður steyptar tröppur. Hann rotaðist og hlaut mikla áverka og var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Þá datt kona í stiga á veitingahúsi í miðbænum skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Hún er talin hafa misst meðvitund og var illa áttuð. Því var hún einnig flutt á Bráðadeild til aðhlynningar. Um tvö leytið í nótt barst tilkynning um mann sem ók rafskútu á bifreið og braut hann mögulega tönn. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði bíl á 105 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi en þar er 80 km hámarkshraði. Þar að auki er ökumaðurinn grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði einnig númeralausan og ótryggðan bíl í nótt. Ökumaður hans er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað án réttinda.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira