Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 23:56 Mótmælendur í Chicago standa hér andspænis lögregluþjónum. Nam Y. Huh/AP Sex ríki Bandaríkjanna hið minnsta, auk Washington D.C., hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna vegna óeirða og mótmæla í kjölfar dauða George Floyd, svarts manns sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir morð. Andlát Floyd hefur vakið gríðarleg viðbrögð um gervöll Bandaríkin og ýtt undir háværa umræðu um ofbeldi lögreglunnar, sérstaklega gagnvart svörtu fólki. Ríkin sex sem hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðsins eru Minnesota, Georgia, Ohio, Colorado, Denver og Kentucky. George Floyd lést í haldi lögreglunnar í borginni Minneapolis í fyrstnefnda ríkinu. Búið er að koma á útgöngubanni víða, meðal annars í Minneapolis. Þar verður íbúum ekki leyft að fara út úr húsi frá átta í kvöld og verður þeim gert að halda sig innandyra til sólarupprásar. Eins verður íbúum Philadelphia-borgar í Pennsylvaníu gert að halda sig heima yfir nóttina, sem og íbúum Los Angeles í Kaliforníu. Sömu sögu er að sega í Atlanta í Georgíuríki. Hér að neðan má sjá ástandið í Philadelphia fyrr í dag. Stór hópur mótmælenda hafði komið saman og svartan reyk lagði yfir stórt svæði fyrir framan ráðhús borgarinnar. View this post on Instagram A post shared by •JayKountree• (@jaykountree) on May 30, 2020 at 3:18pm PDT Viðbúnaður í Minneapolis þrefaldaður Búist er við að óeirðir síðustu daga haldi áfram, eins og útgöngubönn og aðrar varúðarráðstafanir sem gripið hefur verið til kunna að gefa til kynna. Raunar eru mótmæli í gangi víða um Bandaríkin þegar þetta er skrifað, en þau hafa alla jafna færst í aukana eftir því sem liðið hefur á kvöldin. Mótmælendur í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, unnu til að mynda í dag skemmdarverk á þremur bílum leyniþjónustunnar í grennd við Hvíta húsið, bústað forsetans. Mótmælendur brutu rúður og stóðu á þökum bílsins og kyrjuðu baráttuorð á borð við „Svört líf skipta máli!“ (e. Black lives matter) og „Ekkert réttæti, enginn friður!“ (e. No justice, no peace). Mótmælendur í Washington standa hér á bíl leyniþjónustunnar.Manuel Balce Ceneta/AP Viðbúnaður í Minneapolis í kvöld verður mun meiri en síðustu daga. Búið er að loka þó nokkrum hraðbrautum inn í borgina, þar sem yfirvöld óttast að utanaðkomandi aðilar ætli sér að fjölmenna í borgina og valda auknum usla og taka þátt í óeirðunum. Þá hefur almannavarnastofnun Minnesota sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem fram kemur að með hjálp þjóðvarðliðsins muni fjöldi löggæslumanna í borginni þrefaldast miðað við það sem sést hefur hingað til. Þannig séu viðbragðsaðilar tilbúnir að takast á við „flókið net skæruliðahernaðar,“ og er þar vísað til þeirra mótmælenda sem farið hafa fram með ofbeldi og skemmdarverkum síðustu kvöld. Mótmælandi heldur svínshöfði á lofti í Minneapolis. „Svín“ er níðyrði yfir lögreglumenn, sem einkum hefur verið notað yfir þá í tengslum við ofbeldi af þeirra hálfu í garð svartra Bandaríkjamanna.Star Tribune/Getty „Ekki drepa mig!“ Eins og áður segir var kveikja óeirðanna andlát George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu lögreglumennirnir Derek Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum Chauvin. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndband af atvikinu hefur farið um netið eins og eldur í sinu. Það má nálgast hér, en rétt er að vara við efni myndbandsins. Það er vægast sagt sláandi og gæti reynst viðkvæmari lesendum erfitt áhorfs. Mynd af lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á George Floyd.RCSO/AP Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Sex ríki Bandaríkjanna hið minnsta, auk Washington D.C., hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna vegna óeirða og mótmæla í kjölfar dauða George Floyd, svarts manns sem lést þegar hvítur lögreglumaður hélt honum niðri með hné sitt á hálsi hans í tæpar níu mínútur. Lögreglumaðurinn hefur nú verið ákærður fyrir morð. Andlát Floyd hefur vakið gríðarleg viðbrögð um gervöll Bandaríkin og ýtt undir háværa umræðu um ofbeldi lögreglunnar, sérstaklega gagnvart svörtu fólki. Ríkin sex sem hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðsins eru Minnesota, Georgia, Ohio, Colorado, Denver og Kentucky. George Floyd lést í haldi lögreglunnar í borginni Minneapolis í fyrstnefnda ríkinu. Búið er að koma á útgöngubanni víða, meðal annars í Minneapolis. Þar verður íbúum ekki leyft að fara út úr húsi frá átta í kvöld og verður þeim gert að halda sig innandyra til sólarupprásar. Eins verður íbúum Philadelphia-borgar í Pennsylvaníu gert að halda sig heima yfir nóttina, sem og íbúum Los Angeles í Kaliforníu. Sömu sögu er að sega í Atlanta í Georgíuríki. Hér að neðan má sjá ástandið í Philadelphia fyrr í dag. Stór hópur mótmælenda hafði komið saman og svartan reyk lagði yfir stórt svæði fyrir framan ráðhús borgarinnar. View this post on Instagram A post shared by •JayKountree• (@jaykountree) on May 30, 2020 at 3:18pm PDT Viðbúnaður í Minneapolis þrefaldaður Búist er við að óeirðir síðustu daga haldi áfram, eins og útgöngubönn og aðrar varúðarráðstafanir sem gripið hefur verið til kunna að gefa til kynna. Raunar eru mótmæli í gangi víða um Bandaríkin þegar þetta er skrifað, en þau hafa alla jafna færst í aukana eftir því sem liðið hefur á kvöldin. Mótmælendur í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna, unnu til að mynda í dag skemmdarverk á þremur bílum leyniþjónustunnar í grennd við Hvíta húsið, bústað forsetans. Mótmælendur brutu rúður og stóðu á þökum bílsins og kyrjuðu baráttuorð á borð við „Svört líf skipta máli!“ (e. Black lives matter) og „Ekkert réttæti, enginn friður!“ (e. No justice, no peace). Mótmælendur í Washington standa hér á bíl leyniþjónustunnar.Manuel Balce Ceneta/AP Viðbúnaður í Minneapolis í kvöld verður mun meiri en síðustu daga. Búið er að loka þó nokkrum hraðbrautum inn í borgina, þar sem yfirvöld óttast að utanaðkomandi aðilar ætli sér að fjölmenna í borgina og valda auknum usla og taka þátt í óeirðunum. Þá hefur almannavarnastofnun Minnesota sent frá sér yfirlýsingu á Twitter þar sem fram kemur að með hjálp þjóðvarðliðsins muni fjöldi löggæslumanna í borginni þrefaldast miðað við það sem sést hefur hingað til. Þannig séu viðbragðsaðilar tilbúnir að takast á við „flókið net skæruliðahernaðar,“ og er þar vísað til þeirra mótmælenda sem farið hafa fram með ofbeldi og skemmdarverkum síðustu kvöld. Mótmælandi heldur svínshöfði á lofti í Minneapolis. „Svín“ er níðyrði yfir lögreglumenn, sem einkum hefur verið notað yfir þá í tengslum við ofbeldi af þeirra hálfu í garð svartra Bandaríkjamanna.Star Tribune/Getty „Ekki drepa mig!“ Eins og áður segir var kveikja óeirðanna andlát George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis. Verið var að setja Floyd í lögreglubíl þegar hann stífnaði upp og féll til jarðar. Floyd sagðist vera með innilokunarkennd og vildi ekki fara inn í bílinn. Þá komu lögreglumennirnir Derek Chauvin og Tou Thoa á vettvang og reyndu að koma Floyd í bílinn. Að endingu lögðu þeir hann flatan á jörðina, í handjárnum, og héldu honum þar. Chauvin setti hné sitt á háls Floyd og eftir nokkurn tíma spurði annar lögregluþjónn hvort ekki væri réttast að velta Floyd á hliðina. Chauvin vildi það ekki. Floyd heyrist hrópa: „Ég næ ekki andanum,“ og „ekki drepa mig!“ þar sem hann liggur á jörðinni í tökum Chauvin. Vegfarendur sem fylgdust með báðu lögreglumanninn um að létta á takinu og bentu á að Floyd lægi hreyfingarlaus. Myndband af atvikinu hefur farið um netið eins og eldur í sinu. Það má nálgast hér, en rétt er að vara við efni myndbandsins. Það er vægast sagt sláandi og gæti reynst viðkvæmari lesendum erfitt áhorfs. Mynd af lögreglumanninum Derek Chauvin, eftir að hann var handtekinn. Hann hefur nú verið ákærður fyrir morðið á George Floyd.RCSO/AP
Bandaríkin Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Black Lives Matter Tengdar fréttir Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48
Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga. 30. maí 2020 08:00