Vara Bandaríkin við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 11:07 Li Keqiang forsætisráðherra Kína, á stórum sjónvarpsskjá í Hong Kong. EPA/JEROME FAVRE Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong. Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Æðstu ráðendur Hong Kong hafa varað Bandaríkin við því að skipta sér af innleiðingu umdeildra öryggislaga sem runnin eru undan rifjum Kommúnistaflokks Kína. Þeir vara Bandaríkin sömuleiðis við því að grafa undan stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöðvar og segja það geta komið í bakið á Bandaríkjunum. Fjölmörg bandarísk fyrirtæki reka útibú í Hong Kong. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna í dag viðbrögð ríkisstjórnar hans við ástandinu í Hong Kong. Meðal annars fela umrædd lög í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Vísað er til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Íhuga að svipta Hong Kong fríðindum Frá bæjardyrum Bandaríkjanna kemur meðal annars til greina að svipta Hong Kong ákveðnum fríðindum frá Bandaríkjunum sem styrkja stöðu Hong Kong sem fjármálamiðstöð í sessi. Það gæti komið niður á efnahagi Kína. Árið 1997, þegar Bretar færðu Kínverjum yfirráð yfir Hong Kong samsvaraði efnahagur eyjunnar 18,4 prósentum af vergri landsframleiðslu Kína. Í dag er hlutfallið um 2,7 prósent. Þrátt fyrir það skiptir Hong Kong miklu máli þar sem eyjan hefur um árabil verið nokkurs konar hlið vestursins til Kína og gífurlegt fjármagn hefur farið þar um. Yfirvöld Kína nota Hong til að laða að erlendar fjárfestingar og alþjóðleg fyrirtæki nota Hong Kong sem stökkpall inn í Kína. Fram kemur í umfjöllun Reuters að árið 2018 komu um 60 prósent af erlendum fjárfestingum í Kína í gegnum Hong Kong. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína segja að öryggislögin muni ekki koma niður á sjálfstæði Hong Kong og að réttindi erlendra fjárfesta yrðu tryggð. Bandaríkin hafa lengi veitt Hong Kong ákveðin fríðindi sem eru þó bundin sjálfstæði eyjunnar. Samkomulagið á milli Bretlands og Kína sagði til um að íbúar Hong Kong myndu áfram njóta réttinda eins og málfrelsis og sjálfstæðra dómstóla, sem íbúar meginlands Kína njóta ekki. Kerfi þetta kallaðist „Eitt ríki, tvö kerfi“. Óttast er að yfirvöld Kína séu að grafa undan þessu fyrirkomulagi og hafa ýmis ríki heims og mannréttindasamtök lýst yfir áhyggjum af stöðu mála í Hong Kong.
Hong Kong Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19 Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57 Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57 Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Vesturveldi mótmæla tilburðum Kína gagnvart Hong Kong Ríkisstjórnir Bretlands, Bandaríkjanna, Ástralíu og Kanada fordæmdu kínversk stjórnvöld vegna nýrra laga sem þau hafa samþykkt sem þrengja að frelsi íbúa Hong Kong. Lögin stangist einnig á við alþjóðlegar skuldbindingar Kína gagnvart sjálfstjórnarsvæðinu. 28. maí 2020 14:19
Kínverjar samþykkja umdeild öryggislög fyrir Hong Kong Kínverska þingið hefur samþykkt ný öryggislög fyrir Hong Kong – lög sem munu hafa víðtæk áhrif á íbúa héraðsins og gera það refsivert að grafa undir yfirráðum Kína þar. 28. maí 2020 07:57
Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. 27. maí 2020 08:57
Ætla að keyra öryggislög áfram í Hong Kong Yfirmenn öryggismála í Hong Kong segja „hryðjuverkastarfsemi“ vaxa ásmegin í borginni. Yfirvöld Hong Kong og Kína vinna nú að því að setja á ný lög varðandi öryggismál og auka umsvif leyniþjónusta og annarra kínverskra öryggisstofnanna á eyjunni. 25. maí 2020 07:21