Fótbolti

Davíð um á­kvörðun Gróttu: „Vildi ekki að liðið sem ég styð myndi gera þetta“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson og Hjörvar Hafliðason voru í settinu hjá Gumma Ben á miðvikudagskvöldið.
Davíð Þór Viðarsson og Hjörvar Hafliðason voru í settinu hjá Gumma Ben á miðvikudagskvöldið. vísir/s2s

Davíð Þór Viðarsson, nýr sparkspekingur Pepsi Max-markanna, segir að hann hefði viljað sjá Gróttu eyða einhverjum pening í að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsi Max-deildinni.

Grótta er nýliði í Pepsi Max-deild karla eftir að hafa farið upp um tvær deildir á tveimur árum. Þeir tóku þann pól í hæðina að greiða leikmönnum ekki nein laun og hafa haldið því til streitu.

Þeir hafa því verið afar rólegir á leikmannamarkaðnum í vetur og margfaldi Íslandsmeistarinn, Davíð Þór, segir áhugavert að sjá hvort að þetta gangi upp í efstu deild.

„Þetta er spennandi, þó að mér finnist það persónulega skrýtið að þeir hafi ekki reynt að setja aðeins meira í þetta Grótta, af því að þeir eru að fara í efstu deild. Gæðamunurinn er mjög mikill þarna á milli,“ sagði Davíð og hélt áfram.

„Það verður spennandi að fylgjast með því hvort að þetta konsept eigi einhvern möguleika á að ganga upp. Ég myndi ekki vilja að liðið sem ég styð myndi gera þetta en ég er hins vegar mjög spenntur að fylgjast með öðru liði gera þetta.“

Klippa: Pepsi Max-upphitun - Davíð um Gróttu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×