Pabbi týndist og er nú farinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2020 15:00 Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun