Innlent

Bein útsending: Svefnvenjur ungmenna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga en niðurstöðurnar sýna að 17 ára unglingar sofa minna en sex tíma skóladögum.
Átta klukkustundir er ráðlagður svefntími fyrir 14 til 17 ára unglinga en niðurstöðurnar sýna að 17 ára unglingar sofa minna en sex tíma skóladögum. vísir/getty

Dr. Erla Björnsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í svefnrannsóknum hjá Betri svefn og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, kennari við íþróttafræðideild HR og sérfræðingur hjá R&G, munu í hádeginu í dag fjalla um svefnvenjur ungmenna í ljósi niðurstaðna úr nýjustu Ungt fólk rannsókninni sem lögð var fyrir meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla nýverið.

Fyrirlesturinn er sá fyrsti af fimm fyrirlestrum sem greina frá afmörkuðum þáttum rannsóknarinnar Ungt fólk sem gerð hefur verið með reglulegu millibili af R&G frá aldamótum.

Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á að rannsaka svefnvenjur hjá ungmennum í efstu bekkjum grunnskóla með tilliti til ólíkra þátta í umhverfi þeirra.

Streymi frá fyrirlestrinum má sjá að neðan en hann hefst klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×