„Vonandi fær strákurinn þinn veiruna“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2020 22:00 Troy Deeney hefur ríka ástæðu til að vilja fara varlega enda með heilsu sonar síns í huga. VÍSIR/GETTY Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Troy Deeney, fyrirliði Watford, segist hafa orðið fyrir miklu aðkasti, bæði á netinu og í raunheimum, eftir að hann lýsti yfir áhyggjum af því að hefja ætti keppni að nýju í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn. Deeney á fimm mánaða gamlan son, sem glímt hefur við öndunarerfiðleika, og kvaðst fyrr í þessum mánuði ekki ætla að mæta strax til æfinga af ótta við veiruna. Þessi afstaða hans varð til þess að Deeney fékk send skelfileg skilaboð á netinu og úti á götu var kallað á hann og honum sagt að „fara aftur í vinnuna“. „Ég sá sumt af því sem sagt var varðandi son minn, fólk að segja; „Ég vona að strákurinn þinn fái kórónuveiruna.“ Það var erfiðast fyrir mig. Ef að maður svara slíku þá hugsar þetta fólk; „Ah, við náðum honum,“ og heldur áfram með sama hætti,“ sagði Deeney við CNN Sport. Hann kvaðst óttast að einmitt þau viðbrögð sem hann hefði fengið væru ástæða þess að fáir leikmenn vildu tjá sig um þessi mál. Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykktu einróma í dag að hefja á ný æfingar án takmarkana, það er að segja með snertingu og í venjulegri hópastærð. Fjórir leikmenn eða starfsmenn hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum greindust með smit í dag og í gær, í rúmlega þúsund prófum.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00 Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11 Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33 Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Fjögur smit hjá ensku úrvalsdeildarliðunum Fjórir af 1.008 einstaklingum greindust með kórónuveiruna í þriðju umferðinni af prófum hjá ensku úrvalsdeildarliðunum í fótbolta karla en prófað var í dag og í gær. 27. maí 2020 20:00
Ensku liðin mega æfa með snertingum Núna mega liðin í ensku úrvalsdeildinni æfa með snertingum. 27. maí 2020 12:11
Varnarmaður Watford með veiruna Einn leikmaður og tveir úr starfsliðinu greindust með kórónuveiruna. 20. maí 2020 14:33
Fyrirliði Watford mætir ekki til æfinga af ótta við veiruna Fyrirliði Watford hefur miklar áhyggjur af því að smita fjölskyldu sína af kórónuveirunni og ætlar því ekki að mæta aftur til æfinga í vikunni. 19. maí 2020 10:30