Segir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla aldrei hafa verið fjandsamlegra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. maí 2020 13:28 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir vaxandi hlutdeild erlendra miðla í auglýsingatekjum vera áhyggjuefni og bregðast þurfi strax við fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Visir/AP Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sjá nánar: Fimm milljarðar í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Hagstofa Íslands birti í morgun tölulegar upplýsingar um tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum fyrir árið 2018. Tölurnar varpa ljósi á áframhaldandi þróun niður á við þar sem auglýsingatekjur einkarekinna miðla dragast saman og fjármagn fer í auknum mæli úr landi og til vefmiðla í eigu erlendra stórfyrirtækja sem ekki borga virðisaukaskatt hér á landi. Greiðslur fyrir birtingu auglýsinga námu í heild 13,4 milljörðum króna árið 2018, tveimur prósentum lægri upphæð en árið 2017, reiknað á föstu verðlagi. Sama ár greiddu íslensk fyrirtæki og stofnanir erlendum vefmiðlum eins og Facebook og Google því sem nemur yfir sjötíu prósentum af heildarupphæðinni sem fór í auglýsingar á netinu. Páll var spurður hvort honum fyndist forsvaranlegt að ríki og sveitarfélög skiptu við erlenda risa á markaði á borð við Facebook og Google. „Það kemur mér á óvart að Hagstofan áætlar að yfir fimm milljarðar hafi farið í erlenda netmiðla. Við getum borið þetta saman við þessa rúmlega þrettán milljarða sem auglýst er fyrir á íslenskum miðlum. Ég hefði haldið að þessi tala væri ekki orðin svona há, að hún væri talsvert lægri en fimm milljarðar. En það setur þetta auðvitað í talsvert nýtt samhengi. Ég tel ekki forsvaranlegt að ríki og sveitarfélög séu að beina viðskiptum í miklu mæli til þessara miðla sem greiða hvorki skatta né skyldur hér á Íslandi.“ Risar á markaði eins og Facebook og Google sópa til sín æ stærri hlutdeild af auglýsingatekjum. Ríki og sveitarfélög hafa auglýst hjá Facebook, sem greiðir ekki virðisaukaskatt hér á landi, en það hefur vettvangur falsfrétta sem stjórnvöld hafa reynt að koma böndum á til dæmis með starfshópi þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu sem er nokkurs konar sannleiksnefnd.mynd/AP Tekjur innlendra miðla af birtingu auglýsinga árið 2018 voru sambærilegar við auglýsingatekjurnar árið 2004. „Sem þýðir að öll aukningin – stækkun auglýsingakökunnar um fimm milljarðar á þessu árabili, hefur farið í erlenda netmiðla og þetta er mikið umhugsunarefni, ekki síst fyrir opinbera aðila sem eru að auglýsa á þessum vettvangi.“ Páll segir, aðspurður, að um mikla óheillaþróun sé að ræða. „Sérstaklega fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi sem trúlega hafa aldrei verið í fjandsamlegra rekstrarumhverfi en akkúrat núna, bara frá því ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir á Íslandi og einokunin afnumin. Þannig að ég held að þetta sýni fram á nauðsyn þess að ef á að breyta einhverju til betra og réttlátari vegar fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi að þá verður einfaldlega að draga úr umfangi Ríkisútvarpsins á þeim vettvangi.“ „Þetta sýnir fram á að það sé orðið meira en tímabært að það verði hugað að þessu. Það kemur reyndar ekki fram í nýjum tölum Hagstofunnar, en ég geri ráð fyrir að hlutfallið hafi ekki breyst mjög mikið, að Ríkisútvarpið hirði um það bil tuttugu prósent af heildarauglýsingamagninu í íslenskum miðlum og kannski nærri því helminginn af auglýsingum í ljósvakamiðlum.“ Páll segir að ofan á annað sem geri stöðu einkarekinna fjölmiðla slæma sé ofboðsleg fyrirferð Ríkisúvarpsins á auglýsingamarkaði. „Það verður ekki fram hjá því litið lengur. Ekki ef menn ætla að skapa einhvern eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir einkarekna fjölmiðla.“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur óskað eftir því að fjármála- og efnahagsráðuneytið kanni möguleika á skattlagningu kaupa á auglýsingum í erlendum netmiðlum.vísir/vilhelm Menntamálaráðherra segist treysta á stuðning þingmanna Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, að hún hafi óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það athugi möguleika á skattlagningu kaupa á auglýsingum í erlendum netmiðlum. Mikil umræða hafi verið, síðustu misseri, í alþjóðastofnunum og ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins um skattlagningu á stafrænni þjónustu yfir landamæri. „Þá er ljóst að ríki í Evrópu eru að athuga ýmsar leiðir í þessum efnum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur m.a. lagt áherslu á að kynna sér þær aðgerðir sem helst þykja koma til greina. Vegna þessarar þróunar er verið er að koma á stuðningskerfi til frambúðar, sem ég tel mjög brýnt til að tryggja lýðræðislega umræðu og ég treysti á þingmenn að leggjast á árarnar í þeirri vinnu,“ segir í svari Lilju. Fjölmiðlar Google Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsingamarkaður Tengdar fréttir Fimm milljarðar króna í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. 27. maí 2020 11:37 Auglýsingabirtingar á krepputímum og innlendir og erlendir valkostir Samfélagsmiðlar og Google njóta góðs af því að vera ekki skattlagðir á Íslandi en umræða um hvort ríki og sveitarfélög eigi að auglýsa þar, getur ýtt undir að frekar er auglýst á innlendum miðlum. 27. maí 2020 11:00 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Auglýsingatekjur innlendra miðla árið 2018 voru ríflega fjórðungi lægri en þær voru árið 2007. Páll Magnússon, formaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis, segir rekstrarumhverfi einkarekna fjölmiðla á Íslandi aldrei hafa verið fjandsamlegra síðan ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir. Ekki verði lengur hægt að líta fram hjá fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Sjá nánar: Fimm milljarðar í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Hagstofa Íslands birti í morgun tölulegar upplýsingar um tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum fyrir árið 2018. Tölurnar varpa ljósi á áframhaldandi þróun niður á við þar sem auglýsingatekjur einkarekinna miðla dragast saman og fjármagn fer í auknum mæli úr landi og til vefmiðla í eigu erlendra stórfyrirtækja sem ekki borga virðisaukaskatt hér á landi. Greiðslur fyrir birtingu auglýsinga námu í heild 13,4 milljörðum króna árið 2018, tveimur prósentum lægri upphæð en árið 2017, reiknað á föstu verðlagi. Sama ár greiddu íslensk fyrirtæki og stofnanir erlendum vefmiðlum eins og Facebook og Google því sem nemur yfir sjötíu prósentum af heildarupphæðinni sem fór í auglýsingar á netinu. Páll var spurður hvort honum fyndist forsvaranlegt að ríki og sveitarfélög skiptu við erlenda risa á markaði á borð við Facebook og Google. „Það kemur mér á óvart að Hagstofan áætlar að yfir fimm milljarðar hafi farið í erlenda netmiðla. Við getum borið þetta saman við þessa rúmlega þrettán milljarða sem auglýst er fyrir á íslenskum miðlum. Ég hefði haldið að þessi tala væri ekki orðin svona há, að hún væri talsvert lægri en fimm milljarðar. En það setur þetta auðvitað í talsvert nýtt samhengi. Ég tel ekki forsvaranlegt að ríki og sveitarfélög séu að beina viðskiptum í miklu mæli til þessara miðla sem greiða hvorki skatta né skyldur hér á Íslandi.“ Risar á markaði eins og Facebook og Google sópa til sín æ stærri hlutdeild af auglýsingatekjum. Ríki og sveitarfélög hafa auglýst hjá Facebook, sem greiðir ekki virðisaukaskatt hér á landi, en það hefur vettvangur falsfrétta sem stjórnvöld hafa reynt að koma böndum á til dæmis með starfshópi þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu sem er nokkurs konar sannleiksnefnd.mynd/AP Tekjur innlendra miðla af birtingu auglýsinga árið 2018 voru sambærilegar við auglýsingatekjurnar árið 2004. „Sem þýðir að öll aukningin – stækkun auglýsingakökunnar um fimm milljarðar á þessu árabili, hefur farið í erlenda netmiðla og þetta er mikið umhugsunarefni, ekki síst fyrir opinbera aðila sem eru að auglýsa á þessum vettvangi.“ Páll segir, aðspurður, að um mikla óheillaþróun sé að ræða. „Sérstaklega fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi sem trúlega hafa aldrei verið í fjandsamlegra rekstrarumhverfi en akkúrat núna, bara frá því ljósvakamiðlar voru gefnir frjálsir á Íslandi og einokunin afnumin. Þannig að ég held að þetta sýni fram á nauðsyn þess að ef á að breyta einhverju til betra og réttlátari vegar fyrir einkarekna fjölmiðla á Íslandi að þá verður einfaldlega að draga úr umfangi Ríkisútvarpsins á þeim vettvangi.“ „Þetta sýnir fram á að það sé orðið meira en tímabært að það verði hugað að þessu. Það kemur reyndar ekki fram í nýjum tölum Hagstofunnar, en ég geri ráð fyrir að hlutfallið hafi ekki breyst mjög mikið, að Ríkisútvarpið hirði um það bil tuttugu prósent af heildarauglýsingamagninu í íslenskum miðlum og kannski nærri því helminginn af auglýsingum í ljósvakamiðlum.“ Páll segir að ofan á annað sem geri stöðu einkarekinna fjölmiðla slæma sé ofboðsleg fyrirferð Ríkisúvarpsins á auglýsingamarkaði. „Það verður ekki fram hjá því litið lengur. Ekki ef menn ætla að skapa einhvern eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir einkarekna fjölmiðla.“ Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur óskað eftir því að fjármála- og efnahagsráðuneytið kanni möguleika á skattlagningu kaupa á auglýsingum í erlendum netmiðlum.vísir/vilhelm Menntamálaráðherra segist treysta á stuðning þingmanna Í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, að hún hafi óskað eftir því við fjármála- og efnahagsráðuneytið að það athugi möguleika á skattlagningu kaupa á auglýsingum í erlendum netmiðlum. Mikil umræða hafi verið, síðustu misseri, í alþjóðastofnunum og ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins um skattlagningu á stafrænni þjónustu yfir landamæri. „Þá er ljóst að ríki í Evrópu eru að athuga ýmsar leiðir í þessum efnum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur m.a. lagt áherslu á að kynna sér þær aðgerðir sem helst þykja koma til greina. Vegna þessarar þróunar er verið er að koma á stuðningskerfi til frambúðar, sem ég tel mjög brýnt til að tryggja lýðræðislega umræðu og ég treysti á þingmenn að leggjast á árarnar í þeirri vinnu,“ segir í svari Lilju.
Fjölmiðlar Google Facebook Samfélagsmiðlar Auglýsingamarkaður Tengdar fréttir Fimm milljarðar króna í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. 27. maí 2020 11:37 Auglýsingabirtingar á krepputímum og innlendir og erlendir valkostir Samfélagsmiðlar og Google njóta góðs af því að vera ekki skattlagðir á Íslandi en umræða um hvort ríki og sveitarfélög eigi að auglýsa þar, getur ýtt undir að frekar er auglýst á innlendum miðlum. 27. maí 2020 11:00 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fimm milljarðar króna í auglýsingakaup til Google, Facebook og erlendra miðla Ætla má að íslenskir auglýsendur hafi greitt Google, Facebook og öðrum útlenskum miðlum 5,2 milljarða fyrir birtingu auglýsinga árið 2018 samkvæmt varfærnu mati Hagstofunnar. 27. maí 2020 11:37
Auglýsingabirtingar á krepputímum og innlendir og erlendir valkostir Samfélagsmiðlar og Google njóta góðs af því að vera ekki skattlagðir á Íslandi en umræða um hvort ríki og sveitarfélög eigi að auglýsa þar, getur ýtt undir að frekar er auglýst á innlendum miðlum. 27. maí 2020 11:00
Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42
Skora á ráðherra að styðja einkarekna fjölmiðla Forsvarsmenn helstu einkareknu fjölmiðla á Íslandi skora á menntamála- og forsætisráðherra að styrkja rekstrargrundvöll þeirra svo þeir hafi möguleika á að standa af sér tekjutap vegna samdráttar í samfélaginu í heimsfaraldrinum. 15. apríl 2020 17:42