Fangelsaður fyrir að klípa í rass flugþjóns á leið til Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2020 10:53 Maðurinn var á leið til Íslands með Easy Jet. Getty/Michael Kappeler Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. Breskir fjölmiðlar greina frá og segja að maðurinn hafi verið til vandræða í fluginu. Hann hafi falið karton af 400 sígarettum undir sæti sínu og brugðist ókvæða við þegar honum var tjáð að hann gæti ekki keypt meira áfengi um borð. Einn af flugþjónunum um borð bað sjómanninn þá um að hafa sig hægan, það endaði með því að maðurinn greip þéttingsfast um aðra rasskinn flugþjónsins. Þegar flugþjónninn lét sjómanninn vita að hann myndi tilkynna atvikið til lögreglu. „Þú ert ekki Breti ef þú heldur að þetta sé kynferðislegt ofbeldi,“ er maðurinn sagður hafa kallað á eftir flugþjóninum er hann var að ganga frá kvörtun vegna málsins. Var hann einnig sakaður um að hafa hreytt ókvæðisorðum að flugþjóninum og að hafa elt hann eftir gangi flugvélarinnar. Sjómaðurinn var handtekinn við komuna til Íslands og sendur rakleiðis aftur til Bretlands þar sem lögregla tók á móti honum í Manchester. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa áreitt flugþjóninn á kynferðislegan hátt. Hefur hann alls verið sakfelldur 30 sinnum fyrir 108 mismunandi brot á löngum sakaferli. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir hegðun sína um borð í flugvélinni auk þess sem að hann verður settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn í sjö ár. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Breskur togarasjómaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í Bretlandi fyrir að hafa kynferðislega áreitt flugþjón í flugi Easy-Jet til Íslands í október á síðasta ári. Breskir fjölmiðlar greina frá og segja að maðurinn hafi verið til vandræða í fluginu. Hann hafi falið karton af 400 sígarettum undir sæti sínu og brugðist ókvæða við þegar honum var tjáð að hann gæti ekki keypt meira áfengi um borð. Einn af flugþjónunum um borð bað sjómanninn þá um að hafa sig hægan, það endaði með því að maðurinn greip þéttingsfast um aðra rasskinn flugþjónsins. Þegar flugþjónninn lét sjómanninn vita að hann myndi tilkynna atvikið til lögreglu. „Þú ert ekki Breti ef þú heldur að þetta sé kynferðislegt ofbeldi,“ er maðurinn sagður hafa kallað á eftir flugþjóninum er hann var að ganga frá kvörtun vegna málsins. Var hann einnig sakaður um að hafa hreytt ókvæðisorðum að flugþjóninum og að hafa elt hann eftir gangi flugvélarinnar. Sjómaðurinn var handtekinn við komuna til Íslands og sendur rakleiðis aftur til Bretlands þar sem lögregla tók á móti honum í Manchester. Fyrir dómi viðurkenndi hann að hafa áreitt flugþjóninn á kynferðislegan hátt. Hefur hann alls verið sakfelldur 30 sinnum fyrir 108 mismunandi brot á löngum sakaferli. Var hann dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir hegðun sína um borð í flugvélinni auk þess sem að hann verður settur á skrá yfir kynferðisbrotamenn í sjö ár.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira