Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 11:11 Mikið mæðir nú á ríkisstjórn Boris Johnson. Fjöldi látinna í faraldrinum nálgast verstu spár stjórnvalda og nánasti ráðgjafi Johnson sætir harðri gagnrýni fyrir að hunsa fyrirmæli stjórnvalda. Vísir/EPA Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. Samkvæmt tölum Hagstofu Bretlands höfðu 42.173 látist á Englandi og Wales vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. maí. Fjöldinn nær 47.343 þegar talin eru með fyrri tölfræði frá Skotlandi, Norður-Írlandi og sjúkrahúsum á Englandi undanfarið. Reuters-fréttastofan segir að fjöldi dauðsfalla sé engu að síður vanmetinn. Aðalvísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagðist telja að 20.000 dauðsföll í faraldrinum yrði „góð útkoma“ í mars. Verstu spár ríkisstjórnarinnar hljóðuðu upp á um 50.000 dauðsföll í apríl. Ríkisstjórn Johnson liggur undir harðri gagnrýni vegna viðbragðanna við faraldrinum. Hún kom á takmörkunum til að hefta útbreiðslu veirunnar síðar en mörg önnur Evrópuríki. Dominic Cummings, nánasti ráðgjafi Boris Johnson, var afar umdeildur jafnvel áður en upp komst að hann hunsaði fyrirmæli stjórnvalda í faraldrinum. Hann er talinn einn af arkítektum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Dominic Cummings Dominic Cummings, the top aide to Britain's Prime Minister Boris Johnson, arrives at Downing Street the day after he gave a press conference over allegations he breached coronavirus lockdown restrictions in London, Tuesday, May 26, 2020. (AP Photo/Frank Augstein)AP/Frank Augstein Segir af sér vegna óánægju með gjörðir Cummings Undanfarna daga hefur þrýstingurinn á ríkisstjórnina enn aukist eftir að upp komst að Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnson, ferðaðist hundruð kílómetra frá London til að koma barni í pössun hjá foreldrum sínum á sama tíma og stjórnvöld brýndu fyrir almenningi að yfirgefa ekki heimili sín í lok mars. Cummings segist hafa gert það vegna þess að hann og konan hans voru mögulega smituð af veirunni. Skömmu síðar veiktist Johnson forsætisráðherra heiftarlega. Málið hefur vakið upp spurningur um hvort aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en fyrir almenning. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins er á meðal þeirra sem kröfðust afsagnar Cummings um helgina. Johnson og fleiri ráðherrar hafa aftur á móti varið Cummings með kjafti og klóm og haldið því fram að ráðgjafinn hafi aðeins fylgt „föðureðli“ sínu. Cummings þvertók fyrir að hann ætlaði að segja af sér á blaðamannafundi í gær. Taldi hann sig ekki hafa gert neitt rangt. Skýringar hans á ferðalaginu hafa þó verið dregnar í efa í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið tilkynnti Douglas Ross, aðstoðarráðherra ríkisstjórnarinnar í málefnum Skotlands, um afsögn sína. Í yfirlýsingunni sagðist hann samþykkja skýringar Cummings um að hann hafi gert það sem hann taldi fjölskyldu sinni fyrir bestu. „Hins vegar voru þetta ákvarðanir sem margir aðrir töldu að stæðu þeim ekki til boða,“ sagði Ross sem vísaði til kjósenda í kjördæmi sínu sem hefðu ekki fengið að kveðja ástvini eða heimsækja veika ættingja vegna fyrirmæla stjórnvalda. „Ég get ekki sagt þeim í góðri trú að þau hafi öll haft á röngu að standa en einn háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafi haft á réttu að standa,“ sagði Ross sem var ósáttur við að Johnson hefði ekki látið Cummings taka poka sinn. Douglas Ross (t.v.) með Boris Johnson forsætisráðherra þegar betur áraði í nóvember. Ross sagði af sér í dag til að mótmæla því að Johnson hefði ekki rekið Cummings fyrir að brjóta gegn fyrirmælum um að fólk héldi sig heima í faraldrinum.AP/Stefan Rousseau Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. Samkvæmt tölum Hagstofu Bretlands höfðu 42.173 látist á Englandi og Wales vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur, 15. maí. Fjöldinn nær 47.343 þegar talin eru með fyrri tölfræði frá Skotlandi, Norður-Írlandi og sjúkrahúsum á Englandi undanfarið. Reuters-fréttastofan segir að fjöldi dauðsfalla sé engu að síður vanmetinn. Aðalvísindaráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar sagðist telja að 20.000 dauðsföll í faraldrinum yrði „góð útkoma“ í mars. Verstu spár ríkisstjórnarinnar hljóðuðu upp á um 50.000 dauðsföll í apríl. Ríkisstjórn Johnson liggur undir harðri gagnrýni vegna viðbragðanna við faraldrinum. Hún kom á takmörkunum til að hefta útbreiðslu veirunnar síðar en mörg önnur Evrópuríki. Dominic Cummings, nánasti ráðgjafi Boris Johnson, var afar umdeildur jafnvel áður en upp komst að hann hunsaði fyrirmæli stjórnvalda í faraldrinum. Hann er talinn einn af arkítektum útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Dominic Cummings Dominic Cummings, the top aide to Britain's Prime Minister Boris Johnson, arrives at Downing Street the day after he gave a press conference over allegations he breached coronavirus lockdown restrictions in London, Tuesday, May 26, 2020. (AP Photo/Frank Augstein)AP/Frank Augstein Segir af sér vegna óánægju með gjörðir Cummings Undanfarna daga hefur þrýstingurinn á ríkisstjórnina enn aukist eftir að upp komst að Dominic Cummings, aðalráðgjafi Johnson, ferðaðist hundruð kílómetra frá London til að koma barni í pössun hjá foreldrum sínum á sama tíma og stjórnvöld brýndu fyrir almenningi að yfirgefa ekki heimili sín í lok mars. Cummings segist hafa gert það vegna þess að hann og konan hans voru mögulega smituð af veirunni. Skömmu síðar veiktist Johnson forsætisráðherra heiftarlega. Málið hefur vakið upp spurningur um hvort aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en fyrir almenning. Hópur þingmanna Íhaldsflokksins er á meðal þeirra sem kröfðust afsagnar Cummings um helgina. Johnson og fleiri ráðherrar hafa aftur á móti varið Cummings með kjafti og klóm og haldið því fram að ráðgjafinn hafi aðeins fylgt „föðureðli“ sínu. Cummings þvertók fyrir að hann ætlaði að segja af sér á blaðamannafundi í gær. Taldi hann sig ekki hafa gert neitt rangt. Skýringar hans á ferðalaginu hafa þó verið dregnar í efa í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið tilkynnti Douglas Ross, aðstoðarráðherra ríkisstjórnarinnar í málefnum Skotlands, um afsögn sína. Í yfirlýsingunni sagðist hann samþykkja skýringar Cummings um að hann hafi gert það sem hann taldi fjölskyldu sinni fyrir bestu. „Hins vegar voru þetta ákvarðanir sem margir aðrir töldu að stæðu þeim ekki til boða,“ sagði Ross sem vísaði til kjósenda í kjördæmi sínu sem hefðu ekki fengið að kveðja ástvini eða heimsækja veika ættingja vegna fyrirmæla stjórnvalda. „Ég get ekki sagt þeim í góðri trú að þau hafi öll haft á röngu að standa en einn háttsettur ráðgjafi ríkisstjórnarinnar hafi haft á réttu að standa,“ sagði Ross sem var ósáttur við að Johnson hefði ekki látið Cummings taka poka sinn. Douglas Ross (t.v.) með Boris Johnson forsætisráðherra þegar betur áraði í nóvember. Ross sagði af sér í dag til að mótmæla því að Johnson hefði ekki rekið Cummings fyrir að brjóta gegn fyrirmælum um að fólk héldi sig heima í faraldrinum.AP/Stefan Rousseau
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 „Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11 Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Hörð viðbrögð við ræðu Johnson: „Það er verið að hafa okkur að fíflum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kom ráðgjafa sínum Dominic Cummings til varnar á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar vegna faraldurs kórónuveirunnar. 24. maí 2020 20:21
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59
„Ég sætti mig ekki við eina reglu fyrir þessa trúða og aðra fyrir okkur hin“ Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan er verulega ósáttur við fréttir af ferðalögum helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands á meðan útgöngubanni stóð. 23. maí 2020 19:11
Kalla eftir afsögn ráðgjafa Johnson eftir brot á sóttvarnareglum Kallað hefur verið eftir afsögn Dominic Cummings, helsta ráðgjafa forsætisráðherra Bretlands, eftir að Cummings ferðaðist frá Lundúnum til Durham eftir að hafa verið gert að einangra sjálfan sig eftir að hafa fundið fyrir einkennum kórónuveirusmits. 23. maí 2020 09:41