Ævintýramaðurinn sem vill verða forseti Íslands Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2020 09:00 Umfjöllun um Guðmund Franklín í Frjálsri verslun í desember 1990. Skjáskot af Tímarit.is Ferill Guðmundar Franklíns Jónssonar hótelstjóra, sem býður sig fram til forseta Íslands í komandi forsetakosningum, er ævintýralegur. Og ekkert lát á. Kosningarnar fara fram 27. júní næstkomandi en fram hefur komið að Guðmundur hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta og skilað inn framboði sínu. Óhætt er að segja að framboð hans hafi skapað nokkurn usla nú þegar. Áhugi Guðmundar Franklíns á íslenskum stjórnmálum – landsstjórninni – virðist ódrepandi en hann hefur ekki enn fundið fjölina sína eða komist í þá stöðu að geta haft áhrif á gang mála. Guðmundur Franklín hefur orðað það svo nýlega, í samtali við Vísi, að hann sé að skora Guðna Th. Jóhannesson forseta á hólm. Fyrir liggur að honum þykir ekki mikið til frammistöðu Guðna á Bessastöðum koma. Guðmundi Franklín er tíðrætt um 3. orkupakkann, þingsályktunartillögu sem hann telur að forseti Íslands hefði ekki átt að staðfesta. En Miðflokkurinn stóð í langvinnu málþófi vegna þess máls og reyndi einkum á Sjálfstæðisflokkinn í því en mjög skiptar skoðanir eru uppi meðal gegnheilla gamalgróinna flokksmanna. Dæmi um það er að Bolli Kristinsson kaupmaður sagði sig úr flokkunum vegna málsins. Margir ævintýramenn hafa leitast eftir því að verða forsetar Íslands. Enginn þeirra á þó eins litríkan feril og Guðmundur Franklín.visir/vilhelm Hvað vill Guðmundur Franklín með framboði sínu? Guðmundur Franklín, sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin árin, vill meina að forsetinn eigi að vera miklu atkvæðameiri og skipta sér meira af stjórnmálunum en hann gerir og hefur gert. Engin hefð er fyrir slíku ef frá eru taldar fáeinar embættisfærslur Ólafs Ragnars Grímssonar; þegar hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar þá forsætisráherra sem við það koðnuðu niður og fóru aldrei í þjóðaatkvæðagreiðslu eins neitun undirritunar forseta hefði átt að leiða til og svo þegar hann vísaði Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gjörningur sem þeir sem heitastir voru í því máli sjá í rósrauðum bjarma. Að öðru leyti hafði Ólafur Ragnar hægara um sig í embætti forsetans en margur hafði reiknað með í ljósi þess að hann var alræmdur vígamaður af þinginu áður en hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Guðmundur Franklín hefur límt ýmsa merkimiða á einkennismynd sína á Facebook og segja þeir sitthvað um skoðanir forsetaframbjóðandans á hinum ýmsu málum. Víst er að einörð andstaða við Evrópusambandið er undirliggjandi í allri hans afstöðu. Ýmsir velta því fyrir sér hvað það er nákvæmlega sem Guðmundur Franklín vill með framboði sínu en engin dæmi eru um að tekist hafi að fella sitjandi forseta í forsetakjöri á Íslandi. Trúir Guðmundur Franklín því að honum muni takast að verða fyrstur til þess í sögunni? Reynsla hans af framboðsmálum ættu ekki endilega að vera til þess fallin að styrkja hann í þeirri trú. En víst er að algórythmar samfélagsmiðla, sem virka þannig að þar eru helst leiddir saman já-bræður, og sú staðreynd að ekki þykir það lengur dyggð að vera sá er til vamms segir getur hæglega orðið til að styrkja menn í tiltekinni trú án þess að innistæða sé fyrir henni. Um það eru fjölmörg dæmi. Eflaust hefur það komið Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, rækilega á óvart að hafa einungis haft rúm 13 prósent upp úr krafsinu í forsetakosningunum 2016. Og stuðningsmenn Sturlu Jónssonar vörubílsstjóra urðu þrumulostnir vegna slæms gengist hans í þeim sömu kosningum. Vill Guðmundur Franklín vekja á sjálfum sér athygli þá ef til vill með það fyrir augum að stefna á Alþingi í næstu Alþingiskosningum? Með einum hætti eða öðrum? Vill hann koma tilteknum málum á dagskrá með framboði sínu? Er hann að koma forsetaframboði á ferilskrá sína með það fyrir augum að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi, þá sem sá athafnamaður sem hann hefur verið? Víst er að það að hafa verið forsetaframbjóðandi hefur aðra merkingu í huga þeirra sem tilheyra stærri þjóðum en örríkinu Íslandi. Þessu og öðrum möguleikum velta menn fyrir sér á samfélagsmiðlum. Og þessum spurningum mun Guðmundur Franklín eðli máls samkvæmt svara neitandi. Hann er einarður í framboðsbaráttu sinni hvað svo sem kann að hanga á spýtunni. Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars Guðmundur Franklín, sem er menntaður viðskipta- og hagfræðingur, hefur boðið sig fram áður, bæði til forseta og til Alþingis. Nokkur dæmi eru um slíkt, að menn bjóði sig fram til forseta og snúi sér svo að Alþingi. Til dæmis reimaði Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG á sig framboðsskóna í forsetaframboði en sneri sér þá að því að koma sér á lista Vinstri grænna fyrir Alþingiskosningar. Sem tókst. Guðmundur Franklín var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Í þættinum Forystusætið hjá Ríkissjónvarpinu gerðu spyrlar sér mat úr því áður en þau sneru sér að því að ræða hugmyndir Guðmundar Franklín um endurreisn efnahagslífsins. Víst er að Guðmundur Franklín talaði þar fyrir daufum eyrum. Spyrlar Ríkissjónvarpsins og líklega flestir áhorfendur botnuðu ekkert í manninum. En svo virðist sem hann hafi kannski verið mörgum árum á undan sinni samtíð því þær aðgerðir sem hann talaði þarna fyrir eru aðgerðir sem nú er verið að ræða af nokkurri alvöru meðal þjóða heims svo sem hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, þær að láta Seðlabankann einfaldleg prenta peninga til að koma hjólum efnahagslífsins af stað og afskrifa skuldir. Brokkgengur framboðsferill Hægri grænir höfðu ekki erindi sem erfiði. Hlutu 1,7 prósent í kosningunum og var flokkurinn lagður niður árið 2016. En það ár var Guðmundur einnig meðal frambjóðenda í forsetakosningunum. Hann dró framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Nokkur óvissa ríkti um hvort Ólafur Ragnar myndi sækjast eftir endurkjöri en hann steig fram og lýsti því yfir að þjóðin þyrfti á sér að halda á þeim óvissutímum sem uppi voru þá að mati forsetans. Guðmundur Franklín er yfirlýstur hægri maður en eindreginn stuðningsmaður Ólafs Ragnars en það má segja einkennandi fyrir feril Ólafs, sem kemur að forsetaembættinu sem vinstri maður eftir þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið, að með tímanum urðu helstu aðdáendur hans einarðir hægri menn. Guðmundur Franklín er ljómandi gott dæmi um þetta. Eins og áður sagði var Guðmundur Franklín formaður Hægri Grænna; hugmyndafræðingur og helsta sprautan í starfinu. En þó flokkurinn væri allur var Guðmundur Franklín langt í frá af baki dottinn. Árið 2016 gaf hann kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Hann sóttist eftir 4. til 6. sæti á lista. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálum og tel mig hafa öðlast nauðsynlega reynslu til þess að sinna því verkefni af heilum hug. Ég verð alltaf talsmaður atvinnulífsins, lágra skatta og umhverfisverndar, en þessir málaflokkar hafa sjaldan verið eins mikilvægir og einmitt nú, þá sérstaklega ferðaþjónustan sem er að glíma við mikla vaxtarverki,“ sagði Guðmundur Franklín við það tækifæri. Guðmundur Franklín komst ekki á lista. Strákur úr Vogunum sem vildi verða ríkur En úr hvaða jarðvegi er Guðmundur Franklín sprottinn? Hann er 57 ára gamall, fæddur og uppalinn í Vogahverfinu í Reykjavík, sonur Jóns Bjarnasonar sem lengi starfaði hjá Kaupmannasamtökunum, og Guðbjargar Lilju Maríusdóttur. Guðmundur gekk í Vogaskóla og þaðan fór hann Verslunarskóla Íslands. Guðmundur Franklín Jónsson skilar inn forsetaframboði sínu í ráðuneytinu.Vísir/Egill „Eftir tvo vetur þar bauðst honum að fara til Flórída í Bandaríkjunum. Ætlaði fyrst að fara sem skiptinemi en endaði í vinnu hjá gardínuverksmiðju Hilmars Skagfjörð í Tallahassee. Meðfram þeirri vinnu var hann einnig í skóla. „Þarna varð ég veikur fyrir Ameríku en kom heim og kláraði stúdentsprófið frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla,“ segir hann. Hér heima hafði hann unnið nokkur sumur og með námi á veturna í matvöruversluninni Víði í Starmýri,“ segir í grein í Morgunblaðinu 2009 sem fjallaði þá um Guðmund Franklín sem farinn var að vekja athygli verulega athygli vegna forvitnilegs ferils sem verðbréfasali á Wall Street. Vildi verða verðbréfasali á Wall Street Guðmundur Franklín lagði stund á lögfræði við Háskóla Íslands en hann fékk þá inngöngu í Johnson & Wales University í Rhode Island. Þaðan lauk hann BA-prófi í viðskiptafræðum vorið 1989. Þá var stefnan orðin skýr, verðbréfamiðlun í Bandaríkjunum skyldi það verða. Svo enn sé vitnað í grein Morgunblaðsins: „Hann skrifaði öllum helstu verðbréfafyrirtækjunum bréf og sótti um vinnu. Með óvæntri aðstoð Íslandsvinarins Daniels Slotts, sem var meðal hluthafa Bear Sterns, fékk Guðmundur vinnu hjá Bersec International. Var þar í tvö ár, eða þar til hann var ráðinn til starfa hinum megin götunnar hjá verðbréfafyrirtækinu Oppenheimer & Co., sem þá var meðal virtustu fyrirtækjanna á Wall Street. Starfaði þar í tvö ár en undir lok árs 1993 fór Guðmundur ásamt nokkrum fleiri starfsmönnum Oppenheimer til Burnham Securities. Gerðist hann hluthafi og var ráðinn aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Um þetta leyti var hluti starfsins hjá Oppenheimer og síðar Burnham að komast í kynni við íslenska fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, og kynna þeim fjárfestingakosti á bandaríska verðbréfamarkaðnum. Með EES-samningnum var Íslendingum þá heimilt að flytja fé úr landi og fjárfesta í erlendum verðbréfum.“ Guðmundur var hjá Burnham til ársins 2003, segir tímann á Wall Street hafa verið skemmtilegan en allt breyttist eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Markaðurinn tók á sig mikið högg. Árið 2008 kom svo bankahrunið. Guðmundur Franklín tilkynnti blaðamanni Morgunblaðsins það að fjölskyldan værireiðubúin að setjast að á Íslandi en allt eins geti hún snúið aftur til Bandaríkjanna. „Ég er enn með gilt leyfi sem verðbréfamiðlari og get farið í þann rekstur aftur ef ég vil,“ sagði Guðmundur. Umsvif á Vestfjörðum Einhverjum hefði þótt vel í lagt að vera á bólakafi í verðbréfaviðskiptum á Wall Street en Guðmundur Franklín hugsar og hugsaði stærra. Þannig var mikil umfjöllun og viðtal við hann í DV í nóvember 1997 sem Reynir Traustason, nú ritstjóri Mannlífs, skrifaði en því lýkur með orðunum „… segir Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfasali í Wall Street, sem höndlar jöfnum höndum með gull í Rússlandi og þorska á Íslandi. Árið 1997 kynnti DV Guðmund Franklín fyrir lesendum sínum, mann sem lifði ævintýralegu lífi í New York hvar hann höndlaði með verðbréf á Wall Street auk þess sem hann lagði drög að því að gerast umsvifamikill í atvinnulífi Vestfirðinga.timarit punktur is Tilefni forsíðuviðtalsins eru afskipti hans af vestfirsku atvinnulífi. „Á síðustu mánuðum hefur hann ásamt félögum sínum, undir merkjum Rauðsíðu, Rauðfelds og Rauðhamars, lagt undir sig aðalatvinnufyrirtækin í fjórum byggðarlögum á Vestfjörðum og þeir eru með aðra hönd á því fimmtu.“ Þegar þetta var skrifað var Guðmundur Franklín 34 ára gamall; hluthafi og „hugmyndafræðingur Rauða hersins svokallaða sem er á góðri leið með að leggja undir sig Vestfirði,“ skrifar Reynir. Guðmundur er af vestfirskum ættum og stoltur af þeim uppruna sínum: „Millinafn mitt er þannig til komið að Benjamín Franklin, sá frægi ameríski uppfinninga- og stjórnmálamaður, sem fann upp gleraugu, eldingavarann, ruggustólinn og fleiri góða hluti, var hetja í vestfirsku samfélagi og víðar. Hann var svo elskaður vestur á fjörðum að fólk tók að skíra börnin í höfuðið á honum. Þar má finna nokkra Franklína og Benjamína sem margir eru þó óskyldir eða lítt skyldir,“ segir Guðmundur Franklín. Þá er viðtalið tekið er Guðmundur Franklín er búsettur á Manhattan og birtist mynd af honum og þáverandi eiginkonu hans, Ásdísi Helgu Árnadóttur á svölum íbúðar þeirra ásamt börnum þeirra Veroníku fjögurra mánaða og Árna Franklín fjögurra ára. Tapaði öllu Árið 2014 er Guðmundur Franklín aftur mættur í forsíðuviðtal við DV. Þá er hann skilinn og búinn að tapa öllu. „Ég er búinn að lifa rosalegu viðburðaríku lífi,“ segir hann í samtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Þar kemur fram að Guðmundur Franklín sé braskari í eðli sínu, hann hafi snemma byrjað að vinna og leita leiða til að græða peninga. Þannig stofnaði hann ungur götumálningarfyrirtæki; hann málaði fyrir bílastæðum ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni og fleirum. Þá komst Guðmundur í fréttirnar þegar vinkona hans Sonja Zorrilla lést árið 2002. Sú var milljarðamæringur og voru Guðmundur Birgisson á Núpum, frændi Sonju, og bandarískur lögfræðingur að nafni John Ferguson skipaðir í sjóðstjórnina. Guðmundur vakti athygli á því að ekkert bólaði á milljörðunum sem Sonja hafði viljað gefa til langveikra barna.Skjáskot af Tímarit.is úr frétt DV Í ítarlegu viðtali gerir Guðmundur Franklín upp árin í New York, segir af kynnum sínum við Zonju Zorrilla en svo kom að því að hann tapaði öllu. „Ég segi bara eins og Bjöggi: Peningarnir fóru til „money heaven“. Þetta brann allt upp í hruninu.“ Að sögn Guðmundar var hið sorglega í því öllu það að hann hafði einsett sér að hætta viðskiptum eftir tíu ár. „En ég var orðinn svo gráðugur að ég gerði þau mistök að fylgja ekki eigin sannfæringu. Ég ætlaði mér aldrei að daga þarna uppi,“ segir Guðmundur Franklín. En hann ánetjaðist lífsstílnum. Árið 2014 var Guðmundur Franklín enn mættur á forsíðu DV, hann greindi opinskátt frá ferli sínum, skilnaði og því að hann hafi tapað öllu.Tímarit punktur is Í gegnum viðskiptasamning atvikaðist það að hótel í miðborg Prag endaði í höndum Guðmundar og þau hjónin tóku að reka hótel í Tékklandi. En eftir sjö ár þar tók að halla undan fæti, árið 2008 létu túristarnir sig hverfa vegna hrunsins. Eftir það fluttust þau heim og Guðmundur Franklín tók að skipta sér af stjórnmálum af fullri alvöru. Hann stofnaði Hægri græna. En í kjölfarið kom skilnaður og óyndi sótti að Guðmundi á Íslandi. „Málið er bara að ég funkera ekki í þessu þjóðfélagi. Mér finnst alveg of boðslega erfitt að búa á Íslandi. Heimsmynd Íslendinga er svo skökk. Við höldum alltaf að allir séu alltaf að tala um okkur og að við skiptum máli, þegar við gerum það ekki. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er vegna þess að agaleysið er algjört. Við höldum alltaf að allt reddist. Spillingin og viðbjóðurinn sem viðgengst hér er djöfullegur,“ sagði Guðmundur Franklín í viðtali við DV árið 2014. Umdeildur forsetaframbjóðandi Allslaus, eftir að hafa flogið hátt í heimsborginni og svo sem hóteleigandi í Prag, fór Guðmundur Franklín til Danmerkur og hefur undanfarin árin starfað sem hótelstjóri á Hotel Klippen í Danmörku. Þaðan hefur hann sent ávörp til vina sinna á Facebook með myndbandsbrotum auk þess sem hann hefur verið fastagestur á Útvarpi Sögu. Guðmundur Franklín liggur ekki á skoðunum sínum eins og af þessari samantekt má sjá. Hann hefur strokið ýmsum persónum og leikendum í íslensku samfélagi öfugt og fær nú að súpa seyðið af því en víða er að honum sótt, einmitt á samfélagsmiðlum þar sem hann fær að heyra það. Þannig hefur til dæmis Stefán Pálsson sagnfræðingur og helstur kappi Vinstri grænna kallað Guðmund Franklín rugludall og glataðan frambjóðanda. Og gjarnan vísað til viðskiptaferils hans sem mörgum þykir ekki traustvekjandi: Guðmundur var stjórnarformaður í verðbréfafyrirtækinu Burnham International á Íslandi. Viðskiptaráðuneytið afturkallaði starfsleyfi þess árið 2001 og félagið varð gjaldþrota árið 2002. „Var gjaldþrotið að hluta rekið til kaupa á bresku netfyrirtæki sem hrundi í verði. Kröfur í þrotabúið námu hátt í hálfan milljarð króna og áttu íslenskir lífeyrissjóðir háar kröfur í það. Lítið var af eignum í búinu og fóru langvinn dómsmál af stað í kjölfar gjaldþrotsins. Á meðal þeirra sem sátu í stjórn Burnham þann tíma sem félagið starfaði var Bjarni Benediktsson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, en hann vék úr stjórn um aldamótin,“ segir í umfjöllun Stundarinnar sem birtist fyrr í vikunni. Burnham fer í þrot Krafist var kyrrsetningar á húseign Guðmundar vegna ógreiddra skuldbréfa frá Lífeyrissjóði Austurlands að upphæð 80 milljóna króna. Í framhaldinu kærðu sjóðsfélagar lífeyrissjóðinn. „Alls voru afskrifaðar 270 milljónir króna vegna viðskipta sjóðsins við Burnham. Vegna þessa og annarra fjárfestinga sjóðsins þurfti að skerða réttindi sjóðsfélaga,“ segir í Stundinni. Guðmundur Franklín safnar undirskriftum fyrir forsetaframboð sitt í Kringlunni fyrir nokkrum dögum.visir/vilhelm Guðmundur Franklín hefur sjálfur greint frá þessu skipsbroti á Facebook-síðu sinni. Fyrir liggur að hann telur þessi skakkaföll ekki þess eðlis að þau eigi að útiloka hann frá forsetaframboði. Eiginlega þvert á móti, hann er reynslunni ríkari. Félag var og hét Handsal en það félag lenti í miklum fjárhagslegum hremmingum. Meðal hluthafa í félaginu voru lífeyrissjóðir sem áttu meira en 70 prósent af hlutafélaginu. „Mér var boðið að kaupa félagið á hrakvirði og reyna að bjarga því frá gjaldþroti sem ég og gerði. Ég gekkst þar í persónulegar skuldbindingar,“ segir Guðmundur Franklín og heldur áfram Handsal var endurskírt Burnham International gekk ágætlega að sögn Guðmundar fyrstu tvö árin eftir að hann keypti það. Sjálfur var hann persónulega með þriðjung hlutafjár í félaginu. „Restin af hlutafélaginu var í eigu annarra hluthafa en þar voru engir lífeyrissjóðir. Þeir voru á þessum tíma búnir að selja allan sinn hlut.“ Gjaldþrotið reyndist Guðmundi þungbært Vegna mikils uppgangs á mörkuðum og sérstaklega í nýjabruminu af netfyrirtækjum gekk vel til að byrja með. En eftir aldamótin kom bankakreppa þegar fyrirtækjamarkaðurinn með internetfyrirtæki hrundi. „Þar sem fjárfestingabók félagsins Burnham var að mestu leyti byggð á slíkum félögum þá hrundi hún með og varð Burnham gjaldþrota skömmu síðar,“ segir Guðmundur. Persónulegar ábyrgðir urðu til þess að gjaldþrotið skall harkalega á honum sjálfum. „Tekið hafði verið veð í mínum helmingi í heimili okkar hjóna sem varð til þess að við urðum að selja ofan af okkur. Þetta var mjög erfið lífsreynsla fyrir mig og mína fjölskyldu. Segja má að ég hafi lent í lífsins ólgusjó og eftir á að hyggja þá hefði ég gert margt öðruvísi en það þýðir víst ekki að gráta Björn bónda. Ég kenni engum öðrum en sjálfum mér um ófarir Burnham Int. en þessi reynsla kenndi það mér þá lexíu að ef menn ætla að vera í viðskiptum á Íslandi þá er eins gott að vera við gufugatið en ekki í annarri heimsálfu. Ég tel mig koma margs vísari eftir þessa reynslu og veitir hún mér m.a. skilning á þeim erfiðleikum sem samlandar mínir í fyrirtækjarekstri upplifa nú.“ Líkast til mun Guðmundur Franklín, þó opinskár sé, vilja haga orðum sínum þannig að þau séu ekki eins afgerandi þar sem hann sækist nú eftir því að verða sameiningartákn þjóðarinnar. En víst er að menn sem sækjast eftir slíkum vegtyllum hljóta að gera sér grein fyrir því að hverjum steini verður velt við áður en menn koma til álita sem slíkir. Stjórnsýsla Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Telur orkupakkamálið vera stærstu mistök Guðna Guðmundur Franklín segist vera dolfallinn yfir stuðningi í nýrri könnun Reykjavík síðdegis sem sýndi hann með 43 prósenta stuðning á móti 57 prósentum Guðna. 22. maí 2020 23:20 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 „Ég er að fara að taka þetta“ Guðmundur Franklín Jónsson er fyrir löngu kominn með tilskilinn fjölda undirskrifta. 19. maí 2020 14:42 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ferill Guðmundar Franklíns Jónssonar hótelstjóra, sem býður sig fram til forseta Íslands í komandi forsetakosningum, er ævintýralegur. Og ekkert lát á. Kosningarnar fara fram 27. júní næstkomandi en fram hefur komið að Guðmundur hefur safnað tilskildum fjölda undirskrifta og skilað inn framboði sínu. Óhætt er að segja að framboð hans hafi skapað nokkurn usla nú þegar. Áhugi Guðmundar Franklíns á íslenskum stjórnmálum – landsstjórninni – virðist ódrepandi en hann hefur ekki enn fundið fjölina sína eða komist í þá stöðu að geta haft áhrif á gang mála. Guðmundur Franklín hefur orðað það svo nýlega, í samtali við Vísi, að hann sé að skora Guðna Th. Jóhannesson forseta á hólm. Fyrir liggur að honum þykir ekki mikið til frammistöðu Guðna á Bessastöðum koma. Guðmundi Franklín er tíðrætt um 3. orkupakkann, þingsályktunartillögu sem hann telur að forseti Íslands hefði ekki átt að staðfesta. En Miðflokkurinn stóð í langvinnu málþófi vegna þess máls og reyndi einkum á Sjálfstæðisflokkinn í því en mjög skiptar skoðanir eru uppi meðal gegnheilla gamalgróinna flokksmanna. Dæmi um það er að Bolli Kristinsson kaupmaður sagði sig úr flokkunum vegna málsins. Margir ævintýramenn hafa leitast eftir því að verða forsetar Íslands. Enginn þeirra á þó eins litríkan feril og Guðmundur Franklín.visir/vilhelm Hvað vill Guðmundur Franklín með framboði sínu? Guðmundur Franklín, sem hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarin árin, vill meina að forsetinn eigi að vera miklu atkvæðameiri og skipta sér meira af stjórnmálunum en hann gerir og hefur gert. Engin hefð er fyrir slíku ef frá eru taldar fáeinar embættisfærslur Ólafs Ragnars Grímssonar; þegar hann neitaði að samþykkja fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar þá forsætisráherra sem við það koðnuðu niður og fóru aldrei í þjóðaatkvæðagreiðslu eins neitun undirritunar forseta hefði átt að leiða til og svo þegar hann vísaði Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gjörningur sem þeir sem heitastir voru í því máli sjá í rósrauðum bjarma. Að öðru leyti hafði Ólafur Ragnar hægara um sig í embætti forsetans en margur hafði reiknað með í ljósi þess að hann var alræmdur vígamaður af þinginu áður en hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Guðmundur Franklín hefur límt ýmsa merkimiða á einkennismynd sína á Facebook og segja þeir sitthvað um skoðanir forsetaframbjóðandans á hinum ýmsu málum. Víst er að einörð andstaða við Evrópusambandið er undirliggjandi í allri hans afstöðu. Ýmsir velta því fyrir sér hvað það er nákvæmlega sem Guðmundur Franklín vill með framboði sínu en engin dæmi eru um að tekist hafi að fella sitjandi forseta í forsetakjöri á Íslandi. Trúir Guðmundur Franklín því að honum muni takast að verða fyrstur til þess í sögunni? Reynsla hans af framboðsmálum ættu ekki endilega að vera til þess fallin að styrkja hann í þeirri trú. En víst er að algórythmar samfélagsmiðla, sem virka þannig að þar eru helst leiddir saman já-bræður, og sú staðreynd að ekki þykir það lengur dyggð að vera sá er til vamms segir getur hæglega orðið til að styrkja menn í tiltekinni trú án þess að innistæða sé fyrir henni. Um það eru fjölmörg dæmi. Eflaust hefur það komið Davíð Oddssyni ritstjóra Morgunblaðsins, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, rækilega á óvart að hafa einungis haft rúm 13 prósent upp úr krafsinu í forsetakosningunum 2016. Og stuðningsmenn Sturlu Jónssonar vörubílsstjóra urðu þrumulostnir vegna slæms gengist hans í þeim sömu kosningum. Vill Guðmundur Franklín vekja á sjálfum sér athygli þá ef til vill með það fyrir augum að stefna á Alþingi í næstu Alþingiskosningum? Með einum hætti eða öðrum? Vill hann koma tilteknum málum á dagskrá með framboði sínu? Er hann að koma forsetaframboði á ferilskrá sína með það fyrir augum að styrkja stöðu sína á alþjóðavettvangi, þá sem sá athafnamaður sem hann hefur verið? Víst er að það að hafa verið forsetaframbjóðandi hefur aðra merkingu í huga þeirra sem tilheyra stærri þjóðum en örríkinu Íslandi. Þessu og öðrum möguleikum velta menn fyrir sér á samfélagsmiðlum. Og þessum spurningum mun Guðmundur Franklín eðli máls samkvæmt svara neitandi. Hann er einarður í framboðsbaráttu sinni hvað svo sem kann að hanga á spýtunni. Einn helsti stuðningsmaður Ólafs Ragnars Guðmundur Franklín, sem er menntaður viðskipta- og hagfræðingur, hefur boðið sig fram áður, bæði til forseta og til Alþingis. Nokkur dæmi eru um slíkt, að menn bjóði sig fram til forseta og snúi sér svo að Alþingi. Til dæmis reimaði Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG á sig framboðsskóna í forsetaframboði en sneri sér þá að því að koma sér á lista Vinstri grænna fyrir Alþingiskosningar. Sem tókst. Guðmundur Franklín var formaður stjórnmálaflokksins Hægri-Grænna sem bauð fram í þingkosningum 2013, hann reyndist hins vegar ekki kjörgengur sökum búsetu erlendis. Í þættinum Forystusætið hjá Ríkissjónvarpinu gerðu spyrlar sér mat úr því áður en þau sneru sér að því að ræða hugmyndir Guðmundar Franklín um endurreisn efnahagslífsins. Víst er að Guðmundur Franklín talaði þar fyrir daufum eyrum. Spyrlar Ríkissjónvarpsins og líklega flestir áhorfendur botnuðu ekkert í manninum. En svo virðist sem hann hafi kannski verið mörgum árum á undan sinni samtíð því þær aðgerðir sem hann talaði þarna fyrir eru aðgerðir sem nú er verið að ræða af nokkurri alvöru meðal þjóða heims svo sem hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar, þær að láta Seðlabankann einfaldleg prenta peninga til að koma hjólum efnahagslífsins af stað og afskrifa skuldir. Brokkgengur framboðsferill Hægri grænir höfðu ekki erindi sem erfiði. Hlutu 1,7 prósent í kosningunum og var flokkurinn lagður niður árið 2016. En það ár var Guðmundur einnig meðal frambjóðenda í forsetakosningunum. Hann dró framboð sitt til baka í apríl 2016 og lýsti yfir stuðningi við þáverandi Forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Nokkur óvissa ríkti um hvort Ólafur Ragnar myndi sækjast eftir endurkjöri en hann steig fram og lýsti því yfir að þjóðin þyrfti á sér að halda á þeim óvissutímum sem uppi voru þá að mati forsetans. Guðmundur Franklín er yfirlýstur hægri maður en eindreginn stuðningsmaður Ólafs Ragnars en það má segja einkennandi fyrir feril Ólafs, sem kemur að forsetaembættinu sem vinstri maður eftir þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið, að með tímanum urðu helstu aðdáendur hans einarðir hægri menn. Guðmundur Franklín er ljómandi gott dæmi um þetta. Eins og áður sagði var Guðmundur Franklín formaður Hægri Grænna; hugmyndafræðingur og helsta sprautan í starfinu. En þó flokkurinn væri allur var Guðmundur Franklín langt í frá af baki dottinn. Árið 2016 gaf hann kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Hann sóttist eftir 4. til 6. sæti á lista. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á stjórnmálum og tel mig hafa öðlast nauðsynlega reynslu til þess að sinna því verkefni af heilum hug. Ég verð alltaf talsmaður atvinnulífsins, lágra skatta og umhverfisverndar, en þessir málaflokkar hafa sjaldan verið eins mikilvægir og einmitt nú, þá sérstaklega ferðaþjónustan sem er að glíma við mikla vaxtarverki,“ sagði Guðmundur Franklín við það tækifæri. Guðmundur Franklín komst ekki á lista. Strákur úr Vogunum sem vildi verða ríkur En úr hvaða jarðvegi er Guðmundur Franklín sprottinn? Hann er 57 ára gamall, fæddur og uppalinn í Vogahverfinu í Reykjavík, sonur Jóns Bjarnasonar sem lengi starfaði hjá Kaupmannasamtökunum, og Guðbjargar Lilju Maríusdóttur. Guðmundur gekk í Vogaskóla og þaðan fór hann Verslunarskóla Íslands. Guðmundur Franklín Jónsson skilar inn forsetaframboði sínu í ráðuneytinu.Vísir/Egill „Eftir tvo vetur þar bauðst honum að fara til Flórída í Bandaríkjunum. Ætlaði fyrst að fara sem skiptinemi en endaði í vinnu hjá gardínuverksmiðju Hilmars Skagfjörð í Tallahassee. Meðfram þeirri vinnu var hann einnig í skóla. „Þarna varð ég veikur fyrir Ameríku en kom heim og kláraði stúdentsprófið frá Fjölbrautaskólanum í Ármúla,“ segir hann. Hér heima hafði hann unnið nokkur sumur og með námi á veturna í matvöruversluninni Víði í Starmýri,“ segir í grein í Morgunblaðinu 2009 sem fjallaði þá um Guðmund Franklín sem farinn var að vekja athygli verulega athygli vegna forvitnilegs ferils sem verðbréfasali á Wall Street. Vildi verða verðbréfasali á Wall Street Guðmundur Franklín lagði stund á lögfræði við Háskóla Íslands en hann fékk þá inngöngu í Johnson & Wales University í Rhode Island. Þaðan lauk hann BA-prófi í viðskiptafræðum vorið 1989. Þá var stefnan orðin skýr, verðbréfamiðlun í Bandaríkjunum skyldi það verða. Svo enn sé vitnað í grein Morgunblaðsins: „Hann skrifaði öllum helstu verðbréfafyrirtækjunum bréf og sótti um vinnu. Með óvæntri aðstoð Íslandsvinarins Daniels Slotts, sem var meðal hluthafa Bear Sterns, fékk Guðmundur vinnu hjá Bersec International. Var þar í tvö ár, eða þar til hann var ráðinn til starfa hinum megin götunnar hjá verðbréfafyrirtækinu Oppenheimer & Co., sem þá var meðal virtustu fyrirtækjanna á Wall Street. Starfaði þar í tvö ár en undir lok árs 1993 fór Guðmundur ásamt nokkrum fleiri starfsmönnum Oppenheimer til Burnham Securities. Gerðist hann hluthafi og var ráðinn aðstoðarforstjóri fyrirtækisins. Um þetta leyti var hluti starfsins hjá Oppenheimer og síðar Burnham að komast í kynni við íslenska fjárfesta, einkum lífeyrissjóði, og kynna þeim fjárfestingakosti á bandaríska verðbréfamarkaðnum. Með EES-samningnum var Íslendingum þá heimilt að flytja fé úr landi og fjárfesta í erlendum verðbréfum.“ Guðmundur var hjá Burnham til ársins 2003, segir tímann á Wall Street hafa verið skemmtilegan en allt breyttist eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Markaðurinn tók á sig mikið högg. Árið 2008 kom svo bankahrunið. Guðmundur Franklín tilkynnti blaðamanni Morgunblaðsins það að fjölskyldan værireiðubúin að setjast að á Íslandi en allt eins geti hún snúið aftur til Bandaríkjanna. „Ég er enn með gilt leyfi sem verðbréfamiðlari og get farið í þann rekstur aftur ef ég vil,“ sagði Guðmundur. Umsvif á Vestfjörðum Einhverjum hefði þótt vel í lagt að vera á bólakafi í verðbréfaviðskiptum á Wall Street en Guðmundur Franklín hugsar og hugsaði stærra. Þannig var mikil umfjöllun og viðtal við hann í DV í nóvember 1997 sem Reynir Traustason, nú ritstjóri Mannlífs, skrifaði en því lýkur með orðunum „… segir Guðmundur Franklín Jónsson, verðbréfasali í Wall Street, sem höndlar jöfnum höndum með gull í Rússlandi og þorska á Íslandi. Árið 1997 kynnti DV Guðmund Franklín fyrir lesendum sínum, mann sem lifði ævintýralegu lífi í New York hvar hann höndlaði með verðbréf á Wall Street auk þess sem hann lagði drög að því að gerast umsvifamikill í atvinnulífi Vestfirðinga.timarit punktur is Tilefni forsíðuviðtalsins eru afskipti hans af vestfirsku atvinnulífi. „Á síðustu mánuðum hefur hann ásamt félögum sínum, undir merkjum Rauðsíðu, Rauðfelds og Rauðhamars, lagt undir sig aðalatvinnufyrirtækin í fjórum byggðarlögum á Vestfjörðum og þeir eru með aðra hönd á því fimmtu.“ Þegar þetta var skrifað var Guðmundur Franklín 34 ára gamall; hluthafi og „hugmyndafræðingur Rauða hersins svokallaða sem er á góðri leið með að leggja undir sig Vestfirði,“ skrifar Reynir. Guðmundur er af vestfirskum ættum og stoltur af þeim uppruna sínum: „Millinafn mitt er þannig til komið að Benjamín Franklin, sá frægi ameríski uppfinninga- og stjórnmálamaður, sem fann upp gleraugu, eldingavarann, ruggustólinn og fleiri góða hluti, var hetja í vestfirsku samfélagi og víðar. Hann var svo elskaður vestur á fjörðum að fólk tók að skíra börnin í höfuðið á honum. Þar má finna nokkra Franklína og Benjamína sem margir eru þó óskyldir eða lítt skyldir,“ segir Guðmundur Franklín. Þá er viðtalið tekið er Guðmundur Franklín er búsettur á Manhattan og birtist mynd af honum og þáverandi eiginkonu hans, Ásdísi Helgu Árnadóttur á svölum íbúðar þeirra ásamt börnum þeirra Veroníku fjögurra mánaða og Árna Franklín fjögurra ára. Tapaði öllu Árið 2014 er Guðmundur Franklín aftur mættur í forsíðuviðtal við DV. Þá er hann skilinn og búinn að tapa öllu. „Ég er búinn að lifa rosalegu viðburðaríku lífi,“ segir hann í samtali við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Þar kemur fram að Guðmundur Franklín sé braskari í eðli sínu, hann hafi snemma byrjað að vinna og leita leiða til að græða peninga. Þannig stofnaði hann ungur götumálningarfyrirtæki; hann málaði fyrir bílastæðum ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni og fleirum. Þá komst Guðmundur í fréttirnar þegar vinkona hans Sonja Zorrilla lést árið 2002. Sú var milljarðamæringur og voru Guðmundur Birgisson á Núpum, frændi Sonju, og bandarískur lögfræðingur að nafni John Ferguson skipaðir í sjóðstjórnina. Guðmundur vakti athygli á því að ekkert bólaði á milljörðunum sem Sonja hafði viljað gefa til langveikra barna.Skjáskot af Tímarit.is úr frétt DV Í ítarlegu viðtali gerir Guðmundur Franklín upp árin í New York, segir af kynnum sínum við Zonju Zorrilla en svo kom að því að hann tapaði öllu. „Ég segi bara eins og Bjöggi: Peningarnir fóru til „money heaven“. Þetta brann allt upp í hruninu.“ Að sögn Guðmundar var hið sorglega í því öllu það að hann hafði einsett sér að hætta viðskiptum eftir tíu ár. „En ég var orðinn svo gráðugur að ég gerði þau mistök að fylgja ekki eigin sannfæringu. Ég ætlaði mér aldrei að daga þarna uppi,“ segir Guðmundur Franklín. En hann ánetjaðist lífsstílnum. Árið 2014 var Guðmundur Franklín enn mættur á forsíðu DV, hann greindi opinskátt frá ferli sínum, skilnaði og því að hann hafi tapað öllu.Tímarit punktur is Í gegnum viðskiptasamning atvikaðist það að hótel í miðborg Prag endaði í höndum Guðmundar og þau hjónin tóku að reka hótel í Tékklandi. En eftir sjö ár þar tók að halla undan fæti, árið 2008 létu túristarnir sig hverfa vegna hrunsins. Eftir það fluttust þau heim og Guðmundur Franklín tók að skipta sér af stjórnmálum af fullri alvöru. Hann stofnaði Hægri græna. En í kjölfarið kom skilnaður og óyndi sótti að Guðmundi á Íslandi. „Málið er bara að ég funkera ekki í þessu þjóðfélagi. Mér finnst alveg of boðslega erfitt að búa á Íslandi. Heimsmynd Íslendinga er svo skökk. Við höldum alltaf að allir séu alltaf að tala um okkur og að við skiptum máli, þegar við gerum það ekki. Það hvernig komið er fyrir þjóðinni er vegna þess að agaleysið er algjört. Við höldum alltaf að allt reddist. Spillingin og viðbjóðurinn sem viðgengst hér er djöfullegur,“ sagði Guðmundur Franklín í viðtali við DV árið 2014. Umdeildur forsetaframbjóðandi Allslaus, eftir að hafa flogið hátt í heimsborginni og svo sem hóteleigandi í Prag, fór Guðmundur Franklín til Danmerkur og hefur undanfarin árin starfað sem hótelstjóri á Hotel Klippen í Danmörku. Þaðan hefur hann sent ávörp til vina sinna á Facebook með myndbandsbrotum auk þess sem hann hefur verið fastagestur á Útvarpi Sögu. Guðmundur Franklín liggur ekki á skoðunum sínum eins og af þessari samantekt má sjá. Hann hefur strokið ýmsum persónum og leikendum í íslensku samfélagi öfugt og fær nú að súpa seyðið af því en víða er að honum sótt, einmitt á samfélagsmiðlum þar sem hann fær að heyra það. Þannig hefur til dæmis Stefán Pálsson sagnfræðingur og helstur kappi Vinstri grænna kallað Guðmund Franklín rugludall og glataðan frambjóðanda. Og gjarnan vísað til viðskiptaferils hans sem mörgum þykir ekki traustvekjandi: Guðmundur var stjórnarformaður í verðbréfafyrirtækinu Burnham International á Íslandi. Viðskiptaráðuneytið afturkallaði starfsleyfi þess árið 2001 og félagið varð gjaldþrota árið 2002. „Var gjaldþrotið að hluta rekið til kaupa á bresku netfyrirtæki sem hrundi í verði. Kröfur í þrotabúið námu hátt í hálfan milljarð króna og áttu íslenskir lífeyrissjóðir háar kröfur í það. Lítið var af eignum í búinu og fóru langvinn dómsmál af stað í kjölfar gjaldþrotsins. Á meðal þeirra sem sátu í stjórn Burnham þann tíma sem félagið starfaði var Bjarni Benediktsson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, en hann vék úr stjórn um aldamótin,“ segir í umfjöllun Stundarinnar sem birtist fyrr í vikunni. Burnham fer í þrot Krafist var kyrrsetningar á húseign Guðmundar vegna ógreiddra skuldbréfa frá Lífeyrissjóði Austurlands að upphæð 80 milljóna króna. Í framhaldinu kærðu sjóðsfélagar lífeyrissjóðinn. „Alls voru afskrifaðar 270 milljónir króna vegna viðskipta sjóðsins við Burnham. Vegna þessa og annarra fjárfestinga sjóðsins þurfti að skerða réttindi sjóðsfélaga,“ segir í Stundinni. Guðmundur Franklín safnar undirskriftum fyrir forsetaframboð sitt í Kringlunni fyrir nokkrum dögum.visir/vilhelm Guðmundur Franklín hefur sjálfur greint frá þessu skipsbroti á Facebook-síðu sinni. Fyrir liggur að hann telur þessi skakkaföll ekki þess eðlis að þau eigi að útiloka hann frá forsetaframboði. Eiginlega þvert á móti, hann er reynslunni ríkari. Félag var og hét Handsal en það félag lenti í miklum fjárhagslegum hremmingum. Meðal hluthafa í félaginu voru lífeyrissjóðir sem áttu meira en 70 prósent af hlutafélaginu. „Mér var boðið að kaupa félagið á hrakvirði og reyna að bjarga því frá gjaldþroti sem ég og gerði. Ég gekkst þar í persónulegar skuldbindingar,“ segir Guðmundur Franklín og heldur áfram Handsal var endurskírt Burnham International gekk ágætlega að sögn Guðmundar fyrstu tvö árin eftir að hann keypti það. Sjálfur var hann persónulega með þriðjung hlutafjár í félaginu. „Restin af hlutafélaginu var í eigu annarra hluthafa en þar voru engir lífeyrissjóðir. Þeir voru á þessum tíma búnir að selja allan sinn hlut.“ Gjaldþrotið reyndist Guðmundi þungbært Vegna mikils uppgangs á mörkuðum og sérstaklega í nýjabruminu af netfyrirtækjum gekk vel til að byrja með. En eftir aldamótin kom bankakreppa þegar fyrirtækjamarkaðurinn með internetfyrirtæki hrundi. „Þar sem fjárfestingabók félagsins Burnham var að mestu leyti byggð á slíkum félögum þá hrundi hún með og varð Burnham gjaldþrota skömmu síðar,“ segir Guðmundur. Persónulegar ábyrgðir urðu til þess að gjaldþrotið skall harkalega á honum sjálfum. „Tekið hafði verið veð í mínum helmingi í heimili okkar hjóna sem varð til þess að við urðum að selja ofan af okkur. Þetta var mjög erfið lífsreynsla fyrir mig og mína fjölskyldu. Segja má að ég hafi lent í lífsins ólgusjó og eftir á að hyggja þá hefði ég gert margt öðruvísi en það þýðir víst ekki að gráta Björn bónda. Ég kenni engum öðrum en sjálfum mér um ófarir Burnham Int. en þessi reynsla kenndi það mér þá lexíu að ef menn ætla að vera í viðskiptum á Íslandi þá er eins gott að vera við gufugatið en ekki í annarri heimsálfu. Ég tel mig koma margs vísari eftir þessa reynslu og veitir hún mér m.a. skilning á þeim erfiðleikum sem samlandar mínir í fyrirtækjarekstri upplifa nú.“ Líkast til mun Guðmundur Franklín, þó opinskár sé, vilja haga orðum sínum þannig að þau séu ekki eins afgerandi þar sem hann sækist nú eftir því að verða sameiningartákn þjóðarinnar. En víst er að menn sem sækjast eftir slíkum vegtyllum hljóta að gera sér grein fyrir því að hverjum steini verður velt við áður en menn koma til álita sem slíkir.
Stjórnsýsla Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Fréttaskýringar Tengdar fréttir Telur orkupakkamálið vera stærstu mistök Guðna Guðmundur Franklín segist vera dolfallinn yfir stuðningi í nýrri könnun Reykjavík síðdegis sem sýndi hann með 43 prósenta stuðning á móti 57 prósentum Guðna. 22. maí 2020 23:20 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 „Ég er að fara að taka þetta“ Guðmundur Franklín Jónsson er fyrir löngu kominn með tilskilinn fjölda undirskrifta. 19. maí 2020 14:42 Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Telur orkupakkamálið vera stærstu mistök Guðna Guðmundur Franklín segist vera dolfallinn yfir stuðningi í nýrri könnun Reykjavík síðdegis sem sýndi hann með 43 prósenta stuðning á móti 57 prósentum Guðna. 22. maí 2020 23:20
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23
„Ég er að fara að taka þetta“ Guðmundur Franklín Jónsson er fyrir löngu kominn með tilskilinn fjölda undirskrifta. 19. maí 2020 14:42
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent