Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 13:16 Síðasta anga Aserta-málsins virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58