Sigraðist á krabbameini og bankar nú á dyrnar hjá Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2020 15:00 Það verður athyglisvert að fylgjast með Max Taylor hjá Manchester United á næstu árum en hann var að skrifa undir nýjan samning við félagið. Getty/Ash Donelon Max Taylor hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og ætlar sér að komast í aðallið félagsins. Það sem gerir sögu hans merkilegri en flestra annarra unglinga félagsins er að hann sigraðist á krabbameini á síðasta ári. Hinn ungi Max Taylor fékk eistnakrakkamein árið 2018 og sigraðist á því eftir níu vikna lyfjameðferð. Margir innan félagsins hafa hrifist af hugarfari stráksins sem er að koma sterkur til baka. Max Taylor var í stóru hlutverki hjá átján ára liði Manchester United sem vann Englandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki árið 2018. Í því liði voru menn eins og Brandon Williams, Angel Gomes, Tahith Chong og Mason Greenwood. Þetta eru allt leikmenn sem fengu tækifæri hjá Ole Gunnar Solskjær á síðasta tímabili. Max Taylor hefur ekki náð að fylgja þeim eftir upp í aðalliðið enda stóð hann í sinni baráttu. Menn vonast nú til að þessi efnilegi knattspyrnumaður stigi stóra skrefið og fái tækifæri hjá aðalliðinu á næstunni. The story of Max Taylor, the Manchester United kid who beat cancer and is ready to follow his pal Mason Greenwood into the first team https://t.co/O86rIHg9BB— MailOnline Sport (@MailSport) May 24, 2020 Taylor hafði heppnina með sér að krabbameinið fannst en það uppgötvaðist í október 2018. „Blaðran er farin og krabbameinið líka. Hnúturinn var reyndar inn í eistanu og maður hefði því ekki getað fundið hann. Þetta var því blessun,“ sagði Max Taylor við Daily Mail. Taylor fór í uppskurð 4. október þar sem vinstra eistað var fjarlægt og mánuði síðar fór hann síðan í níu vikna krabbameinsmeðferð. United sagði frá því í febrúar 2019 að strákurinn hefði brugðist vel við meðferðinni en hann fór engu að síður í aðra aðgerð nokkrum vikum síðar. „Það var lágpunkturinn því ég gat þá ekki gert venjulega hluti. Ég gat ekki einu sinni setið upp af því að skurðurinn var gerður í gegnum kviðinn,“ sagði Taylor. Taylor er tvítugur og þykir mjög efnilegur varnarmaður. Hann hefur verið hjá Manchester United síðan hann var fjórtán ára gamall og er auk þess fæddur og uppalinn í Manchester. Hann fór að byggja upp þol og styrk að nýju í maí á síðasta ári. Nov 2018: Max Taylor starts chemo after being diagnosed with cancer. Nov 2019: Included in Man Utd first team squad after getting the all clear. May 2020: Signs new contract at United to stay at club for next season.What a great story pic.twitter.com/vtzF0OVDG3— talkSPORT (@talkSPORT) May 20, 2020 Taylor skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Manchester United í janúar 2018 og hann gat byrjað að æfa með liðfélögum sínum haustið 2019. Jose Mourinho hrósaði Max Taylor á sínum tíma fyrir það hvernig strákurinn tókst á við áfallið. Taylor spilaði sex sinnum með U23 liði Mancheter United í Premier League 2 á leiktíðinni og hann var líka í ungum leikmannhópi Manchester United sem fór til Astana í Kasakstan til að spila Evrópudeildarleik í nóvember á síðasta ári. „Það er fullt af fólki þarna úti sem halda, eins og ég, að fólk muni bara eftir þeim af því að þau voru með krabbamein. Fólkið hrósar manni fyrir að hafa sigrast á krabbameininu. Ég held samt að skilaboðin eigi að vera önnur og meiri. Ég vil vera meira en sá sem sigraðist á krabbameininu,“ sagði Max Taylor. Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira
Max Taylor hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United og ætlar sér að komast í aðallið félagsins. Það sem gerir sögu hans merkilegri en flestra annarra unglinga félagsins er að hann sigraðist á krabbameini á síðasta ári. Hinn ungi Max Taylor fékk eistnakrakkamein árið 2018 og sigraðist á því eftir níu vikna lyfjameðferð. Margir innan félagsins hafa hrifist af hugarfari stráksins sem er að koma sterkur til baka. Max Taylor var í stóru hlutverki hjá átján ára liði Manchester United sem vann Englandsmeistaratitilinn í sínum aldursflokki árið 2018. Í því liði voru menn eins og Brandon Williams, Angel Gomes, Tahith Chong og Mason Greenwood. Þetta eru allt leikmenn sem fengu tækifæri hjá Ole Gunnar Solskjær á síðasta tímabili. Max Taylor hefur ekki náð að fylgja þeim eftir upp í aðalliðið enda stóð hann í sinni baráttu. Menn vonast nú til að þessi efnilegi knattspyrnumaður stigi stóra skrefið og fái tækifæri hjá aðalliðinu á næstunni. The story of Max Taylor, the Manchester United kid who beat cancer and is ready to follow his pal Mason Greenwood into the first team https://t.co/O86rIHg9BB— MailOnline Sport (@MailSport) May 24, 2020 Taylor hafði heppnina með sér að krabbameinið fannst en það uppgötvaðist í október 2018. „Blaðran er farin og krabbameinið líka. Hnúturinn var reyndar inn í eistanu og maður hefði því ekki getað fundið hann. Þetta var því blessun,“ sagði Max Taylor við Daily Mail. Taylor fór í uppskurð 4. október þar sem vinstra eistað var fjarlægt og mánuði síðar fór hann síðan í níu vikna krabbameinsmeðferð. United sagði frá því í febrúar 2019 að strákurinn hefði brugðist vel við meðferðinni en hann fór engu að síður í aðra aðgerð nokkrum vikum síðar. „Það var lágpunkturinn því ég gat þá ekki gert venjulega hluti. Ég gat ekki einu sinni setið upp af því að skurðurinn var gerður í gegnum kviðinn,“ sagði Taylor. Taylor er tvítugur og þykir mjög efnilegur varnarmaður. Hann hefur verið hjá Manchester United síðan hann var fjórtán ára gamall og er auk þess fæddur og uppalinn í Manchester. Hann fór að byggja upp þol og styrk að nýju í maí á síðasta ári. Nov 2018: Max Taylor starts chemo after being diagnosed with cancer. Nov 2019: Included in Man Utd first team squad after getting the all clear. May 2020: Signs new contract at United to stay at club for next season.What a great story pic.twitter.com/vtzF0OVDG3— talkSPORT (@talkSPORT) May 20, 2020 Taylor skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Manchester United í janúar 2018 og hann gat byrjað að æfa með liðfélögum sínum haustið 2019. Jose Mourinho hrósaði Max Taylor á sínum tíma fyrir það hvernig strákurinn tókst á við áfallið. Taylor spilaði sex sinnum með U23 liði Mancheter United í Premier League 2 á leiktíðinni og hann var líka í ungum leikmannhópi Manchester United sem fór til Astana í Kasakstan til að spila Evrópudeildarleik í nóvember á síðasta ári. „Það er fullt af fólki þarna úti sem halda, eins og ég, að fólk muni bara eftir þeim af því að þau voru með krabbamein. Fólkið hrósar manni fyrir að hafa sigrast á krabbameininu. Ég held samt að skilaboðin eigi að vera önnur og meiri. Ég vil vera meira en sá sem sigraðist á krabbameininu,“ sagði Max Taylor.
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Sjá meira