Lyfið sem Trump segist hafa tekið gæti aukið líkur á dauða Covid-sjúklinga Andri Eysteinsson skrifar 24. maí 2020 13:50 Lyfið Hydroxychloroquine hefur verið lofað af Bandaríkjaforseta en er lastað í nýrri rannsókn. Getty/NurPhoto Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Rannsókn bandarískra lækna á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu virðist benda til þess að líkur á andláti aukist ef lyfið er tekið. Rannsóknin hefur verið birt á vef læknisfræðitímaritsins Lancet. Rannsóknin er samantekt á gögnum frá 671 sjúkrahúsi um víða veröld og var heilsa 96.000 sjúklinga skoðuð. Í niðurstöðum kemur fram að dánarhlutfall á meðal sjúklinga sem var gefið malaríulyfið hydroxychloroquine eða chloroquine var hærra en á meðal þeirra sem ekki fengu lyfin. Guardian greinir frá. Í hópi þeirra sem fengu annað lyfið var dánarhlutfallið 1/6. Einn af hverjum fimm sjúklingum sem tóku inn chloroquine ásamt sýklalyfi lést en einn af hverjum fjórum sem tók hydroxychloroquine og sýklalyf lést vegna veirunnar. Á meðal þeirra sjúklinga sem fengu lyfin ekki var dánarhlutfallið 1/11. Þó er sá fyrirvari settur að ekki er um fullkomna rannsókn að ræða, breytur voru margar og er þar nefnt aldur, kyn, almenn heilsa og stig sýkingarinnar. Höfundar rannsóknarinnar segja þó að dauðsfallið sé enn hærra þegar búið er að gera ráð fyrir breytunum. „Þetta er fyrsta stóra rannsóknin sem sýnir fram á sönnunargögn þess efnis að chloroquine eða hydroxychloroquine meðferð gegn Covid-19 sýkingu gerir sjúklingum ekki gott,“ sagði Mandeep R. Mehra prófessor við hjartasjúkdómadeild Brigham og Women‘s spítalans í Boston. „Niðurstöður okkar gefa til kynna að notkun lyfsins gæti orðið til þess að auka líkur á alvarlegum hjartavandamálum og auknum líkum á dauða. Frekari rannsókna er þörf til að staðfesta niðurstöðurnar en þangað til mælum við gegn því að lyfið sé notað við Covid-19 sýkingum,“ sagði Mehra. Bandaríkjastjórn og þá sérstaklega forsetinn sjálfur, Donald Trump, hefur lofað virkni lyfsins gegn veirunni og viðurkenndi forsetinn það á dögunum að hann taki lyfið sjálfur inn til verndar gegn mögulegu smiti.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Segir að „sjúklega offeitur“ Trump ætti ekki að taka inn malaríulyfið Nancy Pelosi, demókrati og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst hafa áhyggjur af Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir að hann sagðist taka inn malaríulyf gegn kórónuveirunni. 19. maí 2020 12:36
Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfs sem Trump hefur tekið til varnar gegn veirunni Bandaríkjaforseti, Donald Trump, sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag að hann hafi undanfarna eina og hálfa viku tekið inn malaríulyfið Hydroxychloroquine til varnar gegn faraldri kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:25