Samstaða í hópnum og fundi slitið með dynjandi lófaklappi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. maí 2020 14:53 Flugfreyjur stilla saman strengi á einum af fjórum fundum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. Boðið var upp á fjóra fundi í dag svo allar flugfreyjur gætu sótt fundinn vegan samkomutakmarkana. Fulltrúi fréttastofu sem var á Hilton á öðrum tímanum þegar fundi númer tvö lauk lýsti því hvernig honum hefði lokið með dynjandi lófaklappi. Þær flugfreyjur sem fréttastofa hefur rætt við lýsa mikilli samstöðu hjá félaginu í viðræðunum við Icelandair. Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að ekki stæði til að ræða svokallað „lokatilboð“ Icelandair á fundinum í dag heldur yrði áherslan á tilboð flugfreyja til félagsins. Var vísað í svör fulltrúa samninganefndar í lokuðum hópi flugfreyja í gær. Flugfreyjur sem fréttastofa hefur rætt við segja þó að spurningum varðandi tilboð Icelandair hafi verið svarað að einhverju leyti á fundunum í dag. Samningarnir eru þó flóknir og margar spurningar sem brenna á hópnum. Þá sé ekki hægt að fullyrða nákvæmlega um annað en það sem viðkomandi flugfreyja heyrði á þeim fundi sem hún sótti. Samstöðukaka og vatn á borði samninganefndarinnar.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, tjáði fulltrúa fréttastofu eftir hádegið í dag að þótt enginn fundur væri boðaður í deilunni væri samninganefndin á fullu við vinnu sína. Síðasti fundur flugfreyja á Hilton Nordica-hótelinu hefst klukkan 16 í dag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair á sama stað í öðrum sal. Icelandair Kjaramál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þriðji fundur flugfreyja þar sem samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands fer yfir stöðu mála og svarar spurningum félagsmanna stendur nú yfir á Hilton hóteli. Boðið var upp á fjóra fundi í dag svo allar flugfreyjur gætu sótt fundinn vegan samkomutakmarkana. Fulltrúi fréttastofu sem var á Hilton á öðrum tímanum þegar fundi númer tvö lauk lýsti því hvernig honum hefði lokið með dynjandi lófaklappi. Þær flugfreyjur sem fréttastofa hefur rætt við lýsa mikilli samstöðu hjá félaginu í viðræðunum við Icelandair. Í frétt Vísis fyrr í dag kom fram að ekki stæði til að ræða svokallað „lokatilboð“ Icelandair á fundinum í dag heldur yrði áherslan á tilboð flugfreyja til félagsins. Var vísað í svör fulltrúa samninganefndar í lokuðum hópi flugfreyja í gær. Flugfreyjur sem fréttastofa hefur rætt við segja þó að spurningum varðandi tilboð Icelandair hafi verið svarað að einhverju leyti á fundunum í dag. Samningarnir eru þó flóknir og margar spurningar sem brenna á hópnum. Þá sé ekki hægt að fullyrða nákvæmlega um annað en það sem viðkomandi flugfreyja heyrði á þeim fundi sem hún sótti. Samstöðukaka og vatn á borði samninganefndarinnar.Vísir/Vilhelm Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, tjáði fulltrúa fréttastofu eftir hádegið í dag að þótt enginn fundur væri boðaður í deilunni væri samninganefndin á fullu við vinnu sína. Síðasti fundur flugfreyja á Hilton Nordica-hótelinu hefst klukkan 16 í dag. Á sama tíma hefst hluthafafundur Icelandair á sama stað í öðrum sal.
Icelandair Kjaramál Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira