Erlent

Flug­vél hrapaði á í­búða­hverfi í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Vél PIA var af gerðinni Airbus A-320.
Vél PIA var af gerðinni Airbus A-320. EPA

Flugvél Pakistan International Airlines hefur hrapað til jarðar á íbúðarsvæði nærri Jinnah alþjóðaflugvellinum í Karachi. Frá þessu greinir pakistanska blaðið Dawn.

Talsmaður PIA staðfestir að flugvél af gerðinni A-320 hafi hrapað og 107 hafi verið um borð - 99 farþegar og átta í áhöfn.

Vélin, sem var með flugnúmerið PK 8303, var á leiðinni frá Lahore til Karachi á að hafa átt í vandræðum með lendingarbúnaðinn þegar slysið varð. Segja sjónarvottar að tvær eða þrjár tilraunir hafi verið gerðar til að lenda áður en hún hrapaði.

Jinnah-flugvöllurinn er stærsti flugvöllur Pakistans og er að finna austur af stórborginni Karachi,

Á myndum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá mikinn reyk yfir svæðinu þar sem vélin á að hafa hrapað. Gengur hverfið sem un ræðir undir nafninu Model Colony.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×