Fótbolti

„Það er ekki búið að velja liðið og ef Guðjón Pétur er að horfa þá er hann orðinn brjálaður“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr þætti miðvikudagsins.
Úr þætti miðvikudagsins. vísir/S2s

Guðmundur Benediktsson og spekingar hans stilltu upp líklegu byrjunarliði hjá Breiðabliki í sumar er þeir fóru yfir stöðuna á Kópavogsliðinu í fyrsta upphitunarþættinum af fjórum fyrir Pepsi Max-deildina sem fór fram á miðvikudagskvöldið.

Blikarnir eru komnir með ansi mikla breidd í flestum stöðum vallarins og fyrir utan byrjunarliðið mátti sjá nöfn eins og fyrrum Íslandsmeistarana Arnar Svein Geirsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Andra Rafn Yeoman.

„Það er bara einn orðinn pirraður af því þú settir þetta upp svona. Guðjón Pétur; það er ekki búið að velja liðið og ef hann er að horfa á þetta þá er hann orðinn brjálaður. Bara útaf þessu,“ sagði Reynir áður en Tómas Ingi gantaðist með það að það væri síminn til Gumma.

„Mér finnst það mjög líklegt,“ sagði Reynir um að Guðjón Pétur þyrfti að verma varamannabekkinn í upphafi móts. „Óskar leggur mikið upp úr flæði í leikstöðum og þeir eru ekki með vængbakverði. Hann mun fara breitt með miðverðina og lyfta hátt og mér finnst ekki ólíklegt að Guðjón Pétur þurfi að sætta sig til að byrja með að vera með hlutverk á bekknum.“

Klippa: Pepsi Max-mörkin - Umræða um Breiðablik



Fleiri fréttir

Sjá meira


×