Sport

Engin kórónuveira fannst í Kylian Mbappe og hann spilar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe fagnar marki með Paris Saint Germain.
Kylian Mbappe fagnar marki með Paris Saint Germain. Getty/ Jean Catuffe

Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe fékk góðar fréttir eftir að hafa þurft að fara í kórónuveirupróf í gærkvöldi.

Engin kórónuveira fannst í Kylian Mbappe og hann má því spila með Paris Saint Germain í Meistaradeildinni í París í kvöld.

Kylian Mbappe hafði ekkert getað æft með PSG í tvo daga vegna veikinda og menn þorðu ekki annað en að senda hann í próf enda útbreiðsla kórónuveirunnar hröð í Evrópu þessa dagana.

Kórónuprófið hans Kylian Mbappe reyndist vera neikvætt. Í ljós kom að Kylian Mbappe er „bara“ með hálsbólgu.

Kylian Mbappe er í hópnum hjá Paris Saint Germain í kvöld en liðið mætir þá þýska liðinu Borussia Dortmund.

Borussia Dortmund vann fyrri leikinn 2-1 á heimavelli sínum en leikurinn í kvöld fer fram á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain.

Paris Saint Germain þarf svo sannarlega á Kylian Mbappe að halda í leiknum í kvöld ef liðið ætlar ekki að falla enn einu sinni snemma úr keppni í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×