Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 13:15 Óskar Hrafn (fyrir miðju) er að fara inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Mynd/Blikar.is Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Sjá meira
Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45