Varar við að ríkari aðildarríki ESB verði látin borga brúsann Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 12:47 Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi. EPA/BODO SCHACKOW Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins. Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Friedrich Merz, fyrrverandi leiðtogi þingflokks Kristilegra demókrata í Þýskalandi, segir Evrópusambandið þurfa að gæta sín að verða ekki „millifærslusamband“ þar sem ríkari aðildarríki eru látin koma fátækari aðildarríkjunum til bjargar hvenær sem þau eru í fjárhagsvanda. Þetta sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters en hann er einnig talinn líklegur eftirmaður Angelu Merkel kanslara. Hann sagði að ESB dansaði línudans með fjárhagslega björgunarpakka sem verið er að ræða hjá sambandinu þessa dagana. Frakkland og Þýskaland lögðu til að 500 milljarða evra sjóður yrði stofnaður sem myndi veita styrki til svæða ESB sem yrðu verst úti vegna kórónuveirufaraldursins. Það samsvarar um 7.838 milljörðum íslenskra króna. Merz sagði að þegar hann, sem þingmaður í Evrópuþinginu og þýska þinginu, hefði samþykkt Efnahags- og myntbandalagið hafi hann lofað kjósendum því að það myndi ekki breytast í „Evrópska millifærslubandalagið.“ „Ég tel mig bundinn þessu loforði – einnig til að gefa andstæðingum Evrópusambandsins ekki höggfæri sem hægt er að misnota í næstu alríkiskosningum,“ sagði hann í viðtalinu sem birt var í morgun og vísaði í kosningar til kanslara sem haldnar verða á næsta ári í Þýskalandi og hann hyggst bjóða sig fram til. Frumvarpið um sjóðinn var kynnt af Angelu Merkel, Þýskalandskanslarar, og Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Þýskir flokkar á hægri-vængnum hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. Þá hafa mörg flokkssystkina Merkel lýst yfir áhyggjum vegna frumvarpsins.
Þýskaland Frakkland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41 Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13 Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. 18. maí 2020 23:41
Sögulegur samdráttur í Þýskalandi Verg landsframleiðsla í Þýskalandi dróst saman um 2,2 prósent á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þetta er mesti samdráttur á einum ársfjórðungi í landinu frá fjármálakreppunni 2009. 15. maí 2020 10:13
Þjóðverjar vilja opnun landamæra innan ESB þann 15. júní Þýsk yfirvöld hyggjast opna landamærin að Austurríki, Sviss og Frakklandi á laugardaginn 13. maí 2020 10:38