Gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa undan steypubílnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 11. mars 2020 11:45 Hér má sjá þá leið sem þjófurinn fór á steypubílnum fór áður en hann var stöðvaður af lögreglu. Grafík/Hjalti Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Gríðarleg hætta skapaðist í miðbæ Reykjavíkur og á Sæbrautinni á tíunda tímanum í morgun eftir að maður, sem var undir áhrifum efna eða lyfja, stal steypubíl, fullum af steypu, af byggingasvæði við Vitastíg. Gangandi og hlaupandi vegfarendur á gangstéttum og stígum við Sæbraut átti fótum sínum fjör að launa og þá var gangandi vegfarenda kippt upp í lögreglubíl áður en steypubíllinn kom aðvífandi á mikilli ferð. „Bifreiðin var í gangi og það stökk inn í bílinn einhver maður og fór á honum í burtu niður Laugaveg, Bankastræti og Lækjargötu, þá fara lögreglumenn á eftir bifreiðinni sem sinnir stöðvunarmerkjum,“ segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir manninn hafa ekið talsvert hratt en bæði merktir og ómerktir lögreglubílar frá öllum stöðvum auk sérsveitar sinntu útkallinu og reyndu að stöðva för bílsins. „Þessum steypubíl var ekið upp á gangstétt og á gangstéttum og hjólastígum á Sæbraut austur úr og það var bara fólk sem var bæði að hlaupa og labba og átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Guðmundur. Hann segir manninn ekki hæfan til skýrslutöku þar sem hann sé líklega undir áhrifum efna eða lyfja. Hann verði því væntanlega ekki yfirheyrður fyrr en í kvöld. Guðmundur segir það mildi að enginn hafi slasast. „Sem betur fer slasaðist enginn þarna. Lögreglumaður sem var þarna á lögreglubíl ómerktum hann kippti einni konu upp sem var að labba þarna eftir Sæbrautinni inn í bílinn rétt áður en steypubíllinn kom aðvífandi að á mikilli ferð.“ En fyrir þig sem lögreglumann þá er þetta nú frekar óvenjulegt útkall? „Jú, þetta er náttúrulega stórt tæki og erfitt að stoppa það. Við erum bara með fólksbíla og gríðarleg hætta þarna á ferð.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira