Maguire leið vel með að snúa aftur á völlinn | Fyrirliði Watford ekki sama sinnis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 11:00 Maguire er ángæður með að æfingar séu farnar aftur af stað. Laurence Griffiths/Getty Images Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Ensk yfirvöld hafa slakað á fjöldatakmörkunum þar í landi undanfarna daga og þýðir það að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar mega nú æfa í litlum hópum. Sky Sports ræddi við Harry Maguire um endurkomuna en hann segir að sér hafi liðið mjög vel en leikmenn voru skimaðir fyrir veirunni þegar þeir snéru aftur. Eru liðin í „fasa eitt“ og ef allt gengur að óskum geta þau hafið æfingar í stærri hópum innan tíðar. Alls greindust sex með kórónuveiruna af þeim 747 sem voru skimaðir. Ekki er endilega um að ræða leikmenn en þjálfarar og starfsfólk var einnig skimað. Leikmenn Man Utd snéru aftur á Carrington, æfingasvæði félagsins, í gær – tveimur mánuðum eftir að liðið lék síðast leik – og þó æfingin hafi ekki verið með hefðbundnu sniði þá var Maguire sáttur með að vera kominn aftur á grasið. „Þetta er fyrsti dagurinn okkar í dag en það virðist allt vera mjög öruggt og allir eru að fara eftir fyrirmælum, svo lengi sem það heldur áfram þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Maguire meðal annars. Þá segir hann að það sé mun minna af fólki á æfingavæðinu en venjulega og liðið æfi í fjögurra manna hópum með einn þjálfara. Enjoy seeing today's training pics? @HarryMaguire93 lifts the lid on #MUFC's first day back — Manchester United (@ManUtd) May 20, 2020 Troy Deeney, fyrirliði Watford, mætti ekki til æfinga í gær en hann á ungan son sem hefur glímt við öndunarörðugleika. Nigel Pearson, þjálfari liðsins, sagðist skilja ákvörðun Deeney er hann ræddi við Sky í gær. Einn leikmaður Watford greindist með kórónuveiruna á dögunum sem og tveir starfsmenn félagsins. Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og starfsmaður Sky í dag, er ekki á þeim buxunum og gagnrýndi þá leikmenn sem voru ekki reiðubúnir að mæta aftur til æfinga í gær.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00 Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu og vonast til að Gary fái meira frí eftir kórónuveiruna Jurgen Klopp, þjálfari Evrópumeistara Liverpool, segir að leikmenn hans hafi fengið að ráða hvort að þeir myndu mæta til leiks á æfingu eða vera heima vegna kórónuveirunnar. Hann myndi aldrei stofna leikmönnum í hættu. 21. maí 2020 10:00
Kante æfði ekki með Chelsea í dag af ótta við veiruna Það var enginn N’Golo Kante sjáanlegur á æfingu Chelsea í dag og Matt Law, blaðamaður á The Telegraph, segir að það eigi sér eðlilega skýringu. Hann hafi fengið frí frá æfingu dagsins og óvíst hvenær hann æfir aftur með liðinu. 20. maí 2020 20:14