Fótbolti

Vildi skipta um leik­skipu­lag eftir jöfnunar­markið gegn Bayern en Fergu­son sagði honum að setjast

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steve McClaren og Ferguson saman fyrir miðri mynd.
Steve McClaren og Ferguson saman fyrir miðri mynd. vísir/getty

Sem betur fer hlustaði Sir Alex Ferguson ekki á ráð Steve McClaren að breyta um leikskipulag Manchester United  eftir jöfnunarmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 1999 þegar  United spilaði við Bayern Munchen - því sigurmark United kom skömmu síðar.

McClaren var aðstoðarmaður Ferguson þetta tímabilið en Þjóðverjarnir leiddu 1-0 í hálfleik með marki frá Mario Basler. United gerði allt hvað þeir gátu til þess að freista gæfunnar undir lokin, breyttu um leikskipulag og uppskáru eftir því er Teddy Sheringham jafnaði á 90. mínútu.

„Stundum,“ svaraði McClaren þegar hann var spurður út í það hvort að hann hafi gefið Ferguson einhver taktísk ráð. „Í úrslitaleiknum þá jöfnuðum við og ég sagði að við ættum að fara aftur í 4-4-2 en hann sagði: Nei, sestu Steve. Leikurinn er ekki búinn. Og hann var svo sannarlega ekki búinn,“ en United skoraði sigurmarkið Ole Gunnar Solskjær stuttu síðar.

En hvernig var samband Ferguson og McClaren?

„Hann hafði meiri reynslu en ég. Ef hann bað mig um mína skoðun þá fékk hann hana en stærstan hluta tímans var ég að læra og þurfti að læra fljótt.“

McClaren fór frá Man. United til Middlesbrough þar sem hann vann fyrsta bikar félagsins árið 2004 en frá Middlesbrough fór hann yfir í enska landsliðið. Hann var rekinn eftir að Englandi mistókst að komast á EM 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×