Sport

67 ára amma slær í gegn í hjólaskautaati í New York

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pam Tuety, eða öðru nafni Tuety Turmoil, á bara þrjú ár í það að halda upp á sjötugsafmælið sitt.
Pam Tuety, eða öðru nafni Tuety Turmoil, á bara þrjú ár í það að halda upp á sjötugsafmælið sitt. Mynd/rocderby.com

Í hjólaskautaatinu í New York þekkist hún undir nafninu Tuety Turmoil en barnabörnin sjö kalla hana bara ömmu Pam.

Pam Tuety hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í hjólaskautaati í New York.

Pam Tuety er nú 67 ára gömul en hóf að keppa í hjólaskautaati árið 2011 eða þegar hún var 58 ára.Hún er í dag oft að keppa við konur sem eru meira en 40 árum yngri en hún.

„Það var frekar fyndið hvernig ég byrjaði í þessu. Ég var alltaf að leika mér á hjólaskautum á miðvikudagskvöldum mér til gamans,“ sagði Pam Tuety í samtali við blaðamann USA Today.

„Einhver kom til mín og spurði mig hvort ég vildi prófa hjólaskautaat. Ég spurði á móti: Hvað er það? Ég ákvað samt að prófa, komst í liðið og hef ekki litið til baka eftir það,“ sagði Pam Tuety.

Pam Tuety gefur ekkert eftir þótt að hún nálgist óðfluga sjötugsafmælið. Hún er fljót og sterk á skautunum og óhrædd að láta finna fyrir sér.

„Þetta gefur mér tækifæri til að fá útrás og halda mér í þjálfun. Ég elska þetta,“ sagði Pam Tuety en það má sjá umfjöllun um hana hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×