Körfubolti

Kveið fyrir því að mæta KR á fyrsta tímabilinu með Snæfell

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ingi var gestur í Sportinu í dag.
Ingi var gestur í Sportinu í dag. vísir/s2s

Ingi Þór Steinþórsson, nýráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, segist ekki vera kominn með hugann við leikina gegn uppeldisfélaginu KR næsta vetur og segir að hann hafi verið kvíðinn fyrir leikina gegn KR er hann stýrði Snæfell frá 2009 til 2018.

Ingi Þór var tilkynntur sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar fyrr í dag en hann var rekinn frá KR fyrr í mánuðinum. Hann ásamt Danielu Rodriguez og Arnari Guðjónssyni munu þjálfa Stjörnuliðið því á næstu leiktíð.

„Hausinn er ekki kominn þangað,“ sagði Ingi aðspurður hvort að hann væri eitthvað byrjaður að hugsa um leikina gegn KR á næstu leiktíð en hann var gestur Sportsins í dag.

„Þegar ég fór til Snæfells 2009 þá kveið mér rosalega fyrir að spila gegn KR. Fyrstu tveir leikirnir gegn KR þá var það mjög erfitt en svo spilaði ég einhverja sjö eða átta leiki við þá fyrsta árið og á meðan leikurinn er þetta lið sem ég þarf að vinna og komast að því hvernig ég get gert það.“

„Ég er með reynsluna í því og hef engar áhyggjur af því. Ég verð ekkert extra peppaður heldur mun ég bara undirbúa liðið sem ég vinn hjá eins vel og hægt er,“ sagði Ingi.

Klippa: Sportið í dag - Ingi Þór um hvernig það verður að þjálfa gegn KR

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×