Brynjar leggur fram fyrirspurn um fyrirspurnir Björns Levís Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2020 15:51 Ljóst er að Björn Leví er ekki í uppáhaldi hjá Brynjari Níelssyni né öðrum Sjálfstæðismönnum ef því er að skipta. Þeir hafa nú mætt hans fjölmörgu fyrirspurnum með fyrirspurn og heitir það sennilega krókur á móti bragði. visir/vilhelm Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Brynjar Níelsson hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra sem heita má nokkuð sérstök. Því fyrirspurnin er fyrirspurn um fyrirspurnir. Brynjar vill sem sagt fá að vita hversu margar vinnustundir hafa farið í það hjá ráðuneytinu að svara fyrirspurnum frá þingflokki Pírata. Köldu hefur andað milli Pírata og Sjálfstæðismanna og sér í lagi hafa Sjálfstæðismenn látið fyrirspurnir frá Birni Leví Gunnarssyni fara í taugarnar á sér, en hann hefur ekki verið spar á spurningarnar. Brynjar ætlar nú að svara í sömu mynt. Með fyrirspurn. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar birtir mynd af fyrirspurn Brynjars og fylgir henni úr hlaði með orðunum: Tíðindi úr sandkassanum. Af þeim orðum Hönnu Katrínar má ráða að henni þyki þetta heldur barnalegt af Brynjari. Tíðindi úr samdkassanum: pic.twitter.com/ZA5hImtJSr— Hanna-Katrín (@HannaKataF) May 18, 2020 En fyrirspurn Brynjars til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins við skrifleg svör við fyrirspurnum er svohljóðandi: Hversu margir starfsmenn ráðuneytisins koma að því að undirbúa skrifleg svör við fyrirspurnum þingmanna og hver er áætlaður heildarfjöldi vinnustunda sem í það hefur farið árlega síðastliðin fimm ár? Hver er heildarkostnaður ráðuneytisins við skrifleg svör frá þingflokki Pírata á yfirstandandi löggjafarþingi og hversu margar vinnustundir starfsmanna hafa farið í að svara þeim Hvað eru fyrirspurnir til skriflegs svars frá hverjum þingmanni í þingflokki Pírata hátt hlutfall slíkra fyrirspurna til ráðherra Skriflegt svar óskast. (Uppfært 16:18.) Samkvæmt þingskjalaskrá Alþingis liggur fyrir að Brynjar hefur sent sambærilega fyrirspurn á alla ráðherra og/eða ráðuneyti.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira