Hugur í KA-mönnum en markmiðin raunhæf Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2020 21:00 Jónatan Magnússon léttur í bragði fyrir utan KA-heimilið. MYND/STÖÐ 2 „KA er stórt félag, með góða sögu, en við erum raunhæfir í öllum okkar markmiðum. Aðalmálið er að það sé gott handboltalíf á Akureyri og það er það sem við byggjum að,“ segir Jónatan Magnússon, þjálfari KA í handbolta. KA hafnaði í 10. sæti Olís-deildar karla á síðustu leiktíð en hefur síðan fengið til sín landsliðsmanninn Ólaf Gústafsson og Árna Braga Eyjólfsson úr atvinnumennsku í Danmörku, og Ragnar Snæ Njálsson frá Stjörnunni. „Við erum búnir að vera að byggja þetta upp hérna í skrefum. Það er náttúrulega frábært að fá Óla og frábært að fá Árna, en svo erum við líka að missa leikmenn líka. Við misstum Dag Gauta til dæmis suður [til Stjörnunnar] en fengum Jóa [Jóhann Geir Sævarsson frá Þór] í staðinn. En leikmennirnir sem við höfum fengið eru hugsaðir til að bæta okkur svo að við getum tekið skref, en eins og allir hafa séð er deildin að styrkjast mikið svo að ég er ánægður með fólkið í okkar stjórn sem sér til þess að við getum haldið áfram okkar vegferð við að byggja upp þetta lið, og séum samkeppnishæfir. Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem hafa komið til okkar,“ sagði Jónatan í Sportpakkanum á Stöð 2. Markmið KA er að fara að minnsta kosti í úrslitakeppni átta efstu liða Olís-deildarinnar á næstu leiktíð: „Við hugsuðum það svo sem fyrir síðustu leiktíð. Okkur fannst það rökrétt eftir að hafa árið á undan verið einu sæti frá úrslitakeppni. Síðasta tímabil var vonbrigði fyrir okkur, þó að það hafi svo sem ekki klárast. Við viljum taka skref fram á við á hverju ári. Það er mikil vinna fram undan en það er mikill hugur í fólkinu í félaginu,“ sagði Jónatan en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Jónatan um stöðu KA Olís-deild karla Handbolti KA Sportpakkinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira
„KA er stórt félag, með góða sögu, en við erum raunhæfir í öllum okkar markmiðum. Aðalmálið er að það sé gott handboltalíf á Akureyri og það er það sem við byggjum að,“ segir Jónatan Magnússon, þjálfari KA í handbolta. KA hafnaði í 10. sæti Olís-deildar karla á síðustu leiktíð en hefur síðan fengið til sín landsliðsmanninn Ólaf Gústafsson og Árna Braga Eyjólfsson úr atvinnumennsku í Danmörku, og Ragnar Snæ Njálsson frá Stjörnunni. „Við erum búnir að vera að byggja þetta upp hérna í skrefum. Það er náttúrulega frábært að fá Óla og frábært að fá Árna, en svo erum við líka að missa leikmenn líka. Við misstum Dag Gauta til dæmis suður [til Stjörnunnar] en fengum Jóa [Jóhann Geir Sævarsson frá Þór] í staðinn. En leikmennirnir sem við höfum fengið eru hugsaðir til að bæta okkur svo að við getum tekið skref, en eins og allir hafa séð er deildin að styrkjast mikið svo að ég er ánægður með fólkið í okkar stjórn sem sér til þess að við getum haldið áfram okkar vegferð við að byggja upp þetta lið, og séum samkeppnishæfir. Ég er mjög ánægður með þá leikmenn sem hafa komið til okkar,“ sagði Jónatan í Sportpakkanum á Stöð 2. Markmið KA er að fara að minnsta kosti í úrslitakeppni átta efstu liða Olís-deildarinnar á næstu leiktíð: „Við hugsuðum það svo sem fyrir síðustu leiktíð. Okkur fannst það rökrétt eftir að hafa árið á undan verið einu sæti frá úrslitakeppni. Síðasta tímabil var vonbrigði fyrir okkur, þó að það hafi svo sem ekki klárast. Við viljum taka skref fram á við á hverju ári. Það er mikil vinna fram undan en það er mikill hugur í fólkinu í félaginu,“ sagði Jónatan en nánar er rætt við hann hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Jónatan um stöðu KA
Olís-deild karla Handbolti KA Sportpakkinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Sjá meira