Ljósmyndari Bítlanna er látinn Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2020 22:00 Astrid Kirchherr og John Lennon um árið 1960. Getty Astrid Kirchherr, þýskur ljósmyndari sem mikið myndaði Bítlana á fyrstu starfsárum þeirra, er látin, 81 árs að aldri. Myndir Kirchherr áttu mikinn þátt í að skapa og móta ímynd sveitarinnar. Kirchherr tók fyrstu myndirnar af sveitinni eftir að hún sá þá troða upp á skemmtistað í Hamborg árið 1960. Sagnfræðingurinn Mark Lewisohn, sem hefur sérhæft sig í sögu Bítlanna, greindi frá andláti hennar í gær. Lést hún í Hamborg síðastliðinn miðvikudag eftir skammvinn veikindi. Lewisohn sagði myndir Kirchherr hafa haft ómælanleg áhrif á sveitina. Danke schön, Astrid Kirchherr. Intelligent, inspirational, innovative, daring, artistic, awake, aware, beautiful, smart, loving and uplifting friend to many. Her gift to the Beatles was immeasurable. She died in Hamburg on Wednesday, a few days before turning 82. RIP. pic.twitter.com/c8UHNK1tj4— Mark Lewisohn (@marklewisohn) May 15, 2020 Kirchherr átti í ástarsambandi við Stuart Sutcliffe, upprunalegum bassaleikara sveitarinnar, og trúlofaðist honum, en Sutcliffe lést af völdum heilablæðingar árið 1962, einungis 21 árs gamall. Árið 1994 kom út kvikmynd um samband þeirra Kirchherr og Sutcliffe, Backbeat, þar sem Sheryl Lee fór með hlutverk ljósmyndarans Kirchherr. Kirchherr, sem gekk tvívegis í hjónaband á ævi sinni, hélt vinasambandi við aðra meðlimi Bítlanna og tók ljósmyndir af þeim allan sjöunda áratuginn. Auk þess að starfa sem ljósmyndari var Kirchherr stílisti og innanhússhönnuður, auk þess að reka ljósmyndaverslun í Hamborg. Andlát Þýskaland Ljósmyndun Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Astrid Kirchherr, þýskur ljósmyndari sem mikið myndaði Bítlana á fyrstu starfsárum þeirra, er látin, 81 árs að aldri. Myndir Kirchherr áttu mikinn þátt í að skapa og móta ímynd sveitarinnar. Kirchherr tók fyrstu myndirnar af sveitinni eftir að hún sá þá troða upp á skemmtistað í Hamborg árið 1960. Sagnfræðingurinn Mark Lewisohn, sem hefur sérhæft sig í sögu Bítlanna, greindi frá andláti hennar í gær. Lést hún í Hamborg síðastliðinn miðvikudag eftir skammvinn veikindi. Lewisohn sagði myndir Kirchherr hafa haft ómælanleg áhrif á sveitina. Danke schön, Astrid Kirchherr. Intelligent, inspirational, innovative, daring, artistic, awake, aware, beautiful, smart, loving and uplifting friend to many. Her gift to the Beatles was immeasurable. She died in Hamburg on Wednesday, a few days before turning 82. RIP. pic.twitter.com/c8UHNK1tj4— Mark Lewisohn (@marklewisohn) May 15, 2020 Kirchherr átti í ástarsambandi við Stuart Sutcliffe, upprunalegum bassaleikara sveitarinnar, og trúlofaðist honum, en Sutcliffe lést af völdum heilablæðingar árið 1962, einungis 21 árs gamall. Árið 1994 kom út kvikmynd um samband þeirra Kirchherr og Sutcliffe, Backbeat, þar sem Sheryl Lee fór með hlutverk ljósmyndarans Kirchherr. Kirchherr, sem gekk tvívegis í hjónaband á ævi sinni, hélt vinasambandi við aðra meðlimi Bítlanna og tók ljósmyndir af þeim allan sjöunda áratuginn. Auk þess að starfa sem ljósmyndari var Kirchherr stílisti og innanhússhönnuður, auk þess að reka ljósmyndaverslun í Hamborg.
Andlát Þýskaland Ljósmyndun Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira