Segist hafa átt að svara meira fyrir sig opinberlega eftir úrslitaleikinn 2018 Anton Ingi Leifsson skrifar 16. apríl 2020 07:32 Karius átti ekki sjö dagana sæla hjá Liverpool. vísir/getty Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Markvörðurinn Loris Karius, sem hefur verið á láni hjá Besiktas undanfarin tvö tímabil frá Liverpool, sér eftir því hvernig hann brást við gagnrýninni sem hann fékk eftir að hafa gert tvö afdrífarik mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Markvörðurinn gerði tvö skelfileg mistök er Liverpool tapaði gegn Real Madrid í Kiev árið 2018 en lokatölur urðu 3-1. Fyrru mistökin gerði hann þegar hann rétti Karim Benzema næstum því boltann og hann missti svo skot Gareth Bale af löngu færi í netið. Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir við þann þýska. Sumir gengu þó langt yfir strikið og fékk hann meðal annars líflátshótanir eftir leikinn en hann hefur ekki spilað leik fyrir félagið eftir leikinn afdrifaríka. Hann opnaði sig um þetta í viðtali við þýska blaðið Bild. „Trúðu mér. Ég hef lært mikið af þessu. Þegar ég lít í baksýnisspegilinn þá hefði ég átt að svara meira opinberlega fyrir mig. Ég fékk heilahristing eftir samstuð við Ramos sem takmarkaði sjón mína. Þetta var staðfest af einum færasta heilalækni í heimi,“ sagði sá þýski við Bild. „Ég var ánægður að vita hvað hafði gerst í leiknum og ég vildi ekki gera það opinbert. Þegar niðurstöðurnar koma út, þá voru margir sem komu með móðganir og illsku ummæli, sem voru oftast fyrir neðan belti. Ég notaði þetta aldrei sem afsökun en þegar fólk gerir grín að einhverjum sem meiddist illa á höfði þá skil ég ekkert.“ Loris Karius regrets how he dealt with fallout of Liverpool's 2018 Champions League final defeat following his costly errors https://t.co/6lK5UCE8yo— MailOnline Sport (@MailSport) April 15, 2020 „Leikmenn mæta miklum fjandskap á netinu. Ef þú myndir lesa öll skilaboð sem væru skrifuð um þig þá myndiru ekki sofa í tvo daga. Það er ótrúlegt hvað fólk skrifar um annað fólk undir nafnleysi og sumir eru einfaldlega rasistar.“ „Þú getur ekki skellt skuldinni á stuðningsmenn ef þeir púa á leikmann. Þú borgar þig inn og átt þinn rétt á að verða ósáttur. Leikmenn verða þola það. Þegar leikmaður fær líflátshótanir þá er farið yfir línuna. Það voru nokkrar þannig en ég tók þeim ekki alvarlega. Þetta er fólk sem skrifar ekki undir nafni og er ekki einu sinni með mynd af andlitinu þeirra á prófílnum þeirra,“ sagði Karus. Hann hefur eins og áður segir ekki spilað leik fyrir rauða herinn eftir mistökin 2018 en hann hefur verið á láni hjá Besiktas í Tyrklandi þar sem hann hefur ekki vakið mikla lukku. Óvíst er hvað verður um hann í sumar en hann er á samningi hjá Liverpool til ársins 2022. #Loris #Karius über #Bundesliga-Rückkehr, #Jürgen #Klopp und Patzer gegen #Real #Madrid https://t.co/nFjnF5Tdej— SPORT BILD (@SPORTBILD) April 15, 2020
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira