Innlent

Lilja, Guð­rún og Margrét meðal gesta í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins.
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins. Vísir/Vilhelm

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun mæta í Bítið í þætti dagsins, þar sem hún mun meðal annars ræða skólastarf á landinu og stöðu fjölmiðla á tímum faraldurs kórónuveirunnar.

Þátturinn hefst á slaginu 6:50 og stendur til klukkan 10. Hægt er að fylgjast með þættinum á Bylgjunni og sömuleiðis sjónvarpsútsendingu úr útvarpsstúdíóinu hér á Vísi og á rásinni Stöð 2 Vísi í sjónvarpi.

Þeir Gulli og Heimir munu einnig spjalla við Lilju Kjalarsdóttur, framkvæmdastjóra SagaMedica, um rannsóknir Margrétar Guðnadóttur prófessor og veirufræðing á ætihvönninni og hvort hún gæti hún gæti nýst á þessum tímum.

Einnig verður rætt við Guðrúnu Hafsteinsdóttur, formann Samtala iðnaðarins, og Margréti Sanders hjá Strategíu um hvernig hægt verður að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduráðgjafi mun ræða stöðu og þátttöku feðra í uppeldi barna og hvernig mál hafa þróast á þeim vettvangi síðustu áratugina.

Þá verður einnig rætt við Eyrúnu Eggertsdóttur hjá RoRo um dúkkuna Lúllu, en hún hefur selst í bílförmum og hjálpað börnum og fjölskyldum að ná betri svefni.

Þetta og ýmislegt fleira í þætti dagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×