Vonandi hægt að halda flest þessara móta Sindri Sverrisson skrifar 15. apríl 2020 19:00 Símamótið í Kópavogi er eitt af stærstu fótboltamótum hvers sumars hér á landi. VÍSIR/VILHELM Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Hvað verður um hin fjölmennu barnamót í fótbolta sem leikin eru víða um land á sumrin? Geta þau farið fram þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Guðni Bergsson, formaður KSÍ, var spurður út í málið í Sportinu í dag. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra mun talan 2.000 geta komið til með að vera ákveðið viðmið fyrir samkomur í sumar. Fleiri hafa safnast saman á stærstu barnamótunum í fótbolta, ekki síst ef aðstandendur iðkenda eru taldir með. „Ég veit að félögin eru að fara yfir þetta og ég held að þau ætli sér að fara yfir það með yfirvöldum hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hvernig hægt sé að breyta framkvæmdinni og vera með hana þannig að þetta sé innan ramma þessara sóttvarnaúrræða. Vonandi verður hægt að finna einhverjar útfærslur á því þannig að það verði hægt að halda flest þessara móta, þó að það verði kannski með breyttu sniði. Þetta er eitthvað sem liggur fyrir að við þurfum að finna lausn á,“ sagði Guðni. „Ef fram heldur sem horfir þá verður kannski gefinn meiri slaki í lok júní eða byrjun júlí þannig að þetta mun taka einhverjum breytingum þegar komið verður inn í sumarið, geri ég ráð fyrir. Við þurfum að sjá hvernig þetta allt saman spilast og gerum þetta allt að sjálfsögðu í góðri samvinnu við yfirvöld,“ sagði formaðurinn, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í dag - Formaður KSÍ ræðir um barnamótin Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Fótbolti Íslenski boltinn Krakkar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Sportið í dag Tengdar fréttir Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30 KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
Guðni tekur á sig launalækkun og starfshlutföll skert á skrifstofu KSÍ Gripið hefur verið til aðgerða til að lækka kostnað á skrifstofu KSÍ vegna kórónuveirufaraldursins. Formaðurinn hefur tekið á sig launalækkun og starfshlutfall starfsmanna verið skert. 15. apríl 2020 16:33
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41
KSÍ útdeilir tugum milljóna til að verja starf yngri flokka Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum í síðustu viku að flýta styrkgreiðslum til aðildarfélaga sem ætlaðar eru til að efla knattspyrnu barna og unglinga. 14. apríl 2020 19:30
KSÍ fundar með almannavörnum í vikunni: Margar sviðsmyndir á borðinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, greindi frá því í dag á 42. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar að aflétting aðgerða verða í skrefum. Klarta Bjartmartz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að sambandið muni funda með almannavörnum í vikunni um knattspyrnutímabilið 2020. 11. apríl 2020 18:00