Innlent

Tryggva sagt upp sem sveitar­stjóra í Reyk­hóla­hreppi

Atli Ísleifsson skrifar
Tryggvi Harðarson tók við embætti sveitarstjóra Reykhólahrepps haustið 2018.
Tryggvi Harðarson tók við embætti sveitarstjóra Reykhólahrepps haustið 2018. Vísir/Egill/reykhólahreppur

Tryggva Harðarsyni hefur verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra í Reykhólahreppi.

Bæjarins besta greindi frá þessu og segir sveitarstjórn hafa tekið ákvörðunina á fundi í gær. 

Segir blaðið frá því að örðugleikar hafi verið í samstarfinu og að sveitarstjóri hafi tvívegis fengið tiltal.

Tryggvi var ráðinn sveitarstjóri á haustmánuðum 2018, en hann hafði áður gegnt embætti sveitarstjóra Þingeyjarsveitar og Seyðisfirði. Þar áður átti hann sæti í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×