Ellefu þúsund hætt á hlutabótum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. maí 2020 14:14 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, á upplýsingafundi almannavarna 1. apríl 2020. Lögreglan Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. Skýringuna á þessum fjölda rekur stofnunin til þess að þau sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall vegna kórónuveirufaraldursins komu inn „af fullum þunga“ inn í atvinnuleysistölurnar í apríl. Þeim hefur hins vegar fækkað umtalsvert eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls voru 33.637 einstaklingar skráðir á hlutabætur í apríl sem samsvarar um 10,3 prósent atvinnuleysi. Atvinnuleysi í almanna bótakerfinu var 7,5 prósent í apríl og er heildaratvinnuleysi því samanlagt 17,8 prósent sem fyrr segir. Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst því úr 5,7 prósent í 7,5 prósent og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5 prósent í 10,3 prósent á milli mánaða. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að svo virðist sem mörg á hlutabótum séu aftur komin til vinnu eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls hafi 11 þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Heildarfjöldi fólks á hlutabótum sé núna um 27 þúsund. Skýringin kann einnig að vera sú að fólki sem sagt hefur verið upp er ekki lengur skráð á hlutabætur. Unnur sagði þó jafnframt að Vinnumálastofnun sjái að þegar sé farið að draga úr atvinnuleysi og að það verði að líkindum 14,8 prósent í maí. Hún sagði jafnframt gríðarlega mikilvægt að fólk sem hefur þegið hlutabætur en er komið aftur til vinnu að það skrái sig úr úrræðinu. Annars gæti fólk átt von á tvígreiðslum með tilheyrandi hausverki. Þá þurfa öll sem þiggja atvinnuleysisbætur að skrá stöðu sína fyrir 25. maí. Það megi gera á „Mínum síðum.“ Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. Skýringuna á þessum fjölda rekur stofnunin til þess að þau sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall vegna kórónuveirufaraldursins komu inn „af fullum þunga“ inn í atvinnuleysistölurnar í apríl. Þeim hefur hins vegar fækkað umtalsvert eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls voru 33.637 einstaklingar skráðir á hlutabætur í apríl sem samsvarar um 10,3 prósent atvinnuleysi. Atvinnuleysi í almanna bótakerfinu var 7,5 prósent í apríl og er heildaratvinnuleysi því samanlagt 17,8 prósent sem fyrr segir. Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst því úr 5,7 prósent í 7,5 prósent og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5 prósent í 10,3 prósent á milli mánaða. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að svo virðist sem mörg á hlutabótum séu aftur komin til vinnu eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls hafi 11 þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var. Heildarfjöldi fólks á hlutabótum sé núna um 27 þúsund. Skýringin kann einnig að vera sú að fólki sem sagt hefur verið upp er ekki lengur skráð á hlutabætur. Unnur sagði þó jafnframt að Vinnumálastofnun sjái að þegar sé farið að draga úr atvinnuleysi og að það verði að líkindum 14,8 prósent í maí. Hún sagði jafnframt gríðarlega mikilvægt að fólk sem hefur þegið hlutabætur en er komið aftur til vinnu að það skrái sig úr úrræðinu. Annars gæti fólk átt von á tvígreiðslum með tilheyrandi hausverki. Þá þurfa öll sem þiggja atvinnuleysisbætur að skrá stöðu sína fyrir 25. maí. Það megi gera á „Mínum síðum.“
Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira