Húsið friðlýst sem Alvar Aalto sagði hið fallegasta á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2020 13:10 Laxabakki með Sogið í bakgrunni. Myndin er af Facebook-síðu Laxabakka - Fallegasta hús á Íslandi. Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Húsið átti og reisti Ósvaldur Knudsen (1899-1975) málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru. Var það var byggt sem veiði- og frístundahús en Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Við árbakkann skammt frá húsinu eru leifar bátaskýlis með torfþekju sem nú er fallin. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur gerði á sínum tíma. „Ég fagna því að þetta fallega og sögufræga hús fái þá viðurkenningu sem því ber. Húsið hefur mikla sérstöðu en fá torfhús með burstalagi eru enn uppistandandi á suðvesturhorni landsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Dec 12, 2019 at 6:19pm PST Laxabakki er sambland af torfbæ og timburhúsi sem stendur föstum fótum í innlendri byggingarhefð en sker sig jafnframt úr sem sjálfstætt verk með sterk höfundareinkenni. Baðstofa hússins er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Færa má fyrir því rök að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 28, 2019 at 8:40am PDT Finnski arkitektinn Alvar Aalto sótti Laxabakka heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Haft var eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Í friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands kemur fram að varðveislugildi Laxabakka sé mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins, og felst það gildi þess ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 17, 2019 at 1:43pm PDT Minjastofnun Íslands mun þinglýsa friðlýsingunni og tilkynna hlutaðeigandi aðilum um hana samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Sérstök Facebook-síða er til fyrir Laxabakka þar sem meðal annars má sjá myndir frá uppbyggingu hússins síðastliðið sumar. Með því að smella á myndirnar að ofan má sjá Instagram reikning sama verkefnis með nýlegri myndum. Hús og heimili Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Bærinn Laxabakki við sunnanvert Sog í Árnessýslu skammt neðan brúarinnar við Þrastalund verður friðlýstur. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur hefur samþykkt tillögu Minjastofnunar Íslands þess efnis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Húsið átti og reisti Ósvaldur Knudsen (1899-1975) málarameistari og brautryðjandi í gerð leikinna kvikmynda og heimildamynda um íslenska náttúru. Var það var byggt sem veiði- og frístundahús en Ósvaldur hannaði og smíðaði húsið í mynd íslensks torfbæjar með tveimur misháum burstum, torfi á þaki og hlöðnum hliðarveggjum úr hraunhellum. Við árbakkann skammt frá húsinu eru leifar bátaskýlis með torfþekju sem nú er fallin. Að neðan má sjá myndina Sogið sem Ósvaldur gerði á sínum tíma. „Ég fagna því að þetta fallega og sögufræga hús fái þá viðurkenningu sem því ber. Húsið hefur mikla sérstöðu en fá torfhús með burstalagi eru enn uppistandandi á suðvesturhorni landsins,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Dec 12, 2019 at 6:19pm PST Laxabakki er sambland af torfbæ og timburhúsi sem stendur föstum fótum í innlendri byggingarhefð en sker sig jafnframt úr sem sjálfstætt verk með sterk höfundareinkenni. Baðstofa hússins er rétt smíðuð samkvæmt aldagamalli hefð. Færa má fyrir því rök að húsið sé seinasti hlekkurinn í óslitinni, ellefu hundruð ára þróunarsögu íslenska bæjarins. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 28, 2019 at 8:40am PDT Finnski arkitektinn Alvar Aalto sótti Laxabakka heim árið 1968 og er til ljósmynd af honum við húsið ásamt Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. Haft var eftir Aalto að Laxabakki væri að hans mati fegursta bygging á Íslandi. Í friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands kemur fram að varðveislugildi Laxabakka sé mikið þrátt fyrir bágborið ástand hússins, og felst það gildi þess ekki síst í samspili byggingarlistar við náttúru og umhverfi. View this post on Instagram A post shared by Laxabakki_Bauen Wohnen Denken (@laxabakki) on Jul 17, 2019 at 1:43pm PDT Minjastofnun Íslands mun þinglýsa friðlýsingunni og tilkynna hlutaðeigandi aðilum um hana samkvæmt ákvæðum laga um menningarminjar. Sérstök Facebook-síða er til fyrir Laxabakka þar sem meðal annars má sjá myndir frá uppbyggingu hússins síðastliðið sumar. Með því að smella á myndirnar að ofan má sjá Instagram reikning sama verkefnis með nýlegri myndum.
Hús og heimili Grímsnes- og Grafningshreppur Húsavernd Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira