Félag Björgólfs Thors eini lánveitandi DV og helsti bakhjarl Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2020 08:57 Björgólfur Thor Björgólfsson ásamt eiginkonu sinni, Kristínu Ólafsdóttur, kvikmyndaframleiðanda. Vísir/getty Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar sem birtist á vef eftirlitsins í gær. Samkeppniseftirlitinu var þann 16. desember í fyrra tilkynnt um kaup Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, á öllum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. Samruninn var samþykktur í mars og þá var þegar komið fram að Frjáls fjölmiðlun hefði átt í verulegum rekstrarerfiðleikum. Fengu loks upplýsingar um bakhjarlinn Samkeppniseftirlitið óskaði eftir því í desember að fá upplýsingar um stærstu lánveitendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Skráður eigandi félagsins er félagið Dalsdalur í eigu Sigurður G. Guðjónssonar lögmanns. Hann hefur hingað til ekki viljað upplýsa um hundruð milljóna lánveitingar til félagsins. Eftir athugasemdir af hálfu eftirlitsins bárust loks umbeðnar upplýsingar frá Frjálsri fjölmiðlun í janúar síðastliðnum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hafi verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017. „Ein ríkisrekin fréttastofa“ Þrjú fyrirtæki tjáðu sig um samrunann og töldu hann ekki koma til með að hafa teljandi áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem um væri að ræða, að því er fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Einn af þeim óskaði þó eftir því að Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði fyrir samrunanum að upplýst yrði um raunverulega eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Leyndin yfir því hver raunverulegur eigandi þess sé valdi öðrum fjölmiðlafyrirtækjum miklum skaða og skekki markaðsstöðu óhjákvæmilega. Eigendur Torg og Frjálsrar fjölmiðlunar gerðu jafnframt grein fyrir sjónarmiðum sínum er vörðuðu samrunann. Nauðsynlegt væri að tryggja rekstrargrundvöll innlendra fjölmiðla svo hægt verði að mæta sívaxandi samkeppni af hálfu erlendra aðila. Staða innlendra fjölmiðla væri almennt veik og ástandið í raun „algjörlega glórulaust.“ „Á sama tíma sé hlaðið undir rekstur RÚV, með mörg þúsund milljóna króna skattfjárforskoti þess á markaði, á sama tíma sem RÚV sé stjórnlaust á auglýsingamarkaði. […] Einn daginn gæti staðan verið sú, ef fram fer sem horfir að í landinu verði ein ríkisrekin fréttastofa.“ Torg er í 100% eigu HFB-77 ehf. Í því félagi á Varðberg ehf. í eigu Helga Magnússonar 82% hlutafjár en aðrir hluthafar eru Saffron í eigu Sigurðar Arngrímssonar, sem á 10% hlut, Jón Guðmann Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem á 5% hlut og Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torg, sem á 3% hlutafjár. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31 Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Félagið Novator ehf., sem er í eigu kaupsýslumannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur verið eini lánveitandi Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá árinu 2017. Þetta kemur fram í úrskurði Samkeppniseftirlitsins um samruna Torgs og Frjálsrar fjölmiðlunar sem birtist á vef eftirlitsins í gær. Samkeppniseftirlitinu var þann 16. desember í fyrra tilkynnt um kaup Torgs, sem gefur út Fréttablaðið, á öllum eignum Frjálsrar fjölmiðlunar, útgáfufélags DV. Samruninn var samþykktur í mars og þá var þegar komið fram að Frjáls fjölmiðlun hefði átt í verulegum rekstrarerfiðleikum. Fengu loks upplýsingar um bakhjarlinn Samkeppniseftirlitið óskaði eftir því í desember að fá upplýsingar um stærstu lánveitendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Skráður eigandi félagsins er félagið Dalsdalur í eigu Sigurður G. Guðjónssonar lögmanns. Hann hefur hingað til ekki viljað upplýsa um hundruð milljóna lánveitingar til félagsins. Eftir athugasemdir af hálfu eftirlitsins bárust loks umbeðnar upplýsingar frá Frjálsri fjölmiðlun í janúar síðastliðnum. Þar kom fram að félagið Novator ehf. hafi verið eini lánveitandi Dalsdals og Frjálsrar fjölmiðlunar og helsti bakhjarl fjölmiðilsins frá eigendaskiptum árið 2017. „Ein ríkisrekin fréttastofa“ Þrjú fyrirtæki tjáðu sig um samrunann og töldu hann ekki koma til með að hafa teljandi áhrif á samkeppni á þeim mörkuðum sem um væri að ræða, að því er fram kemur í úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Einn af þeim óskaði þó eftir því að Samkeppniseftirlitið setti það sem skilyrði fyrir samrunanum að upplýst yrði um raunverulega eigendur Frjálsrar fjölmiðlunar. Leyndin yfir því hver raunverulegur eigandi þess sé valdi öðrum fjölmiðlafyrirtækjum miklum skaða og skekki markaðsstöðu óhjákvæmilega. Eigendur Torg og Frjálsrar fjölmiðlunar gerðu jafnframt grein fyrir sjónarmiðum sínum er vörðuðu samrunann. Nauðsynlegt væri að tryggja rekstrargrundvöll innlendra fjölmiðla svo hægt verði að mæta sívaxandi samkeppni af hálfu erlendra aðila. Staða innlendra fjölmiðla væri almennt veik og ástandið í raun „algjörlega glórulaust.“ „Á sama tíma sé hlaðið undir rekstur RÚV, með mörg þúsund milljóna króna skattfjárforskoti þess á markaði, á sama tíma sem RÚV sé stjórnlaust á auglýsingamarkaði. […] Einn daginn gæti staðan verið sú, ef fram fer sem horfir að í landinu verði ein ríkisrekin fréttastofa.“ Torg er í 100% eigu HFB-77 ehf. Í því félagi á Varðberg ehf. í eigu Helga Magnússonar 82% hlutafjár en aðrir hluthafar eru Saffron í eigu Sigurðar Arngrímssonar, sem á 10% hlut, Jón Guðmann Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, sem á 5% hlut og Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri sölu markaðsmála og dagskrárgerðar hjá Torg, sem á 3% hlutafjár.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35 Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19 Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31 Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. 24. apríl 2020 10:35
Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. 30. mars 2020 12:19
Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta 17. mars 2020 23:31
Grænt ljós á samruna Fréttablaðsins og DV Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. 25. mars 2020 10:34