Af ofbeldi og samtakamætti á tímum kórónaveirunnar Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar 14. apríl 2020 13:00 Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Barnavernd Reykjavík Heimilisofbeldi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú eru fordæmalausu páskarnir liðnir. Við hlýddum Víði og Alma-nnavörnum. Ferðuðumst innanhúss með páskaeggjatrúss. Í ár var föstudagurinn langi bara eins og hver annar dagur í samkomubanni. Tölum um greind smit á sólarhring hefur farið fækkandi svo um munar. Þetta þýðir að aðgerðir yfirvalda hafa virkað. Við höfum þvegið hendur, sprittað þær. Við höfum virt 2ja metra regluna. Fólk hélt „fjartý" með fjölskyldunni um hátíðarnar í stað þess að hittast í veislum. Þjóðin fékk fyrirmæli og hlýddi. Við erum öll barnavernd Þjóðin fékk líka hvatningu sem hún tók til sín af alvarleika og ábyrgð. Fyrir páska upplýsti Barnavernd í Reykjavík um fjölda tilkynninga í marsmánuði. Þeim hefur fjölgað til muna og það sérstaklega frá börnum og nágrönnum/almennum borgurum. ● 11 tilkynningar frá börnum, en þær hafa verið á bilinu 1-3 í marsmánuði undanfarin ár. ● 60 tilkynningar frá nágrönnum/almennum borgurum, en þær hafa verið á bilinu 22-39 undanfarin ár. Það hefur verið talsverð umræða um aukið heimilisofbeldi á tímum Covid-19 faraldsins. Og það ekki að ósekju. Það eru til að mynda tvö (kven)mannslát til rannsóknar sem talin eru vera að völdum heimilisofbeldis. Það bendir margt til þess að heimilisofbeldi aukist til muna þegar fólk og fjölskyldur eru lokaðar inni heima fyrir svo dögum skipti. Margir hafa sent ákall út á almenning og hvatt til að fólk hafi samband við viðeigandi yfirvöld ef grunur á hverskonar ofbeldi er fyrir hendi. Sjálf skrifaði ég grein um áhyggjur mínar þann 30.mars sl. Í mínum huga er meginreglan sú að ef maður spyr sig hvort það eigi að tilkynna ofbeldi, þá er svarið alltaf já. Það eru engar alvarlegar afleiðingar af því að tillkynna, bara ef maður tilkynnir ekki. Náungakærleikurinn kominn til að vera Ég verð að viðurkenna að ég komst við þegar ég sá upplýsingar um aukningu í tilkynningum til Barnaverndar. Ekki það að ég fagni því að að vita til þess að það er ofbeldi gagnvart börnum þarna úti. Þvert á móti. En þetta þýðir að samtakamátturinn virkar. Saman erum við máttug og þegar á reynir stígur náungakærleikurinn fram. Ég trúi því að hann muni ekki hverfa þegar kórónuveiran lætur í lægra haldi fyrir okkur. Hann er kominn til að vera í breyttri heimsmynd. Við munum vonandi líka sjá ofbeldi sem samfélagsmein lúta í lægra haldi. Mannúðin mun sigra. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í ofbeldisvarnarnefnd og mannréttindaráði í Reykjavík.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun