Formenn samtaka listamanna telja svínað á sínu fólki Jakob Bjarnar skrifar 15. apríl 2020 09:32 Sjö formenn stéttarfélaga listamanna hafa kallað eftir samningum sem kveða á um rétt félagsmanna til greiðslna vegna endursýninga og birtingu höfundarréttarvarins efnis. Þeir hafa sent erindi þessa efnis til Magnúsar Geirs Þórðarsonar Þjóðleikhússtjóra og Stefáns Eiríkssonar Útvarpsstjóra. „Við viljum fá að sjá þessa samninga og þá hversu stór gjöfin er sem listafólkið er að færa þjóðinni. Það er listafólkið sem er að gefa eftir launin sín,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir formaður Félags leikstjóra. Hún telur það lágmarkið. Málið er tvíþætt en samstofna og varðar sýningar sem Ríkisútvarpið ohf. hefur haft á dagskrá í samstarfi við Þjóðleikhúsið og svo streymi frá Íslensku óperunni. Sagðir slá sig til riddara á kostnað listamanna Á vef Þjóðleikhússins, þar sem greint er frá sýningu Ríkissjónvarpsins á ýmsum uppfærslum leikhússins – leikhúsveisla í stofunni í boði RÚV og Þjóðleikhússins – segir: „Ýmsir rétthafar sem eiga rétt vegna endurflutnings verkanna ásamt RÚV og Þjóðleikhúsinu hafa gefið góðfúslegt leyfi sitt fyrir flutningi nú í samkomubanni.“ En, svo virðist sem þarna sé eitthvað málum blandið. Vísir hefur rætt við nokkra forsvarsmenn félaga listamanna og ljóst má vera að þar gætir nokkurrar óánægjum með hvernig staðið er að málum. Eru uppi raddir innan vébanda listamanna sem telja að þarna séu forstjórar ríkisrekinna listastofnana, sem eru í vari með sig og sitt, að slá sig til riddara með gjöf sem er í raun listamanna – sem hins vegar eru úti á berangri nú þegar samkomubann ríkir, þeir sviptir tekjum og allar bjargir bannaðar. Þar er allt botnfrosið eins og segir í úttekt RÚV sjálfs. Kolbrún Hallldórsdóttir er formaður félags leikstjóra og hún segir vert að fá það fram, þó ekki sé meira, hversu stór gjöfin sem listamenn, ekki stofnanirnar vel að merkja eru að gefa, sé.Dagur Gunnarsson Birna Hafstein er formaður Félags leikara og hún segir það vel skiljanlegt að leikhúsin vilji koma gömlu efni út þegar ekkert nýtt er framleitt. „Og margir listamenn sem vilja gefa vinnuna sína við slíkar aðstæður. Margir hverjir, þeir eru bara þannig í laginu. Ef það kemur upp krísa í þessu samfélaga rísa listamenn alltaf upp. Alltaf. Með þeim verðmætum sem þeir skapa, reyna að hjálpa til,“ segir Birna. Flóknir staða varðandi alla samninga En málið er viðkvæmt og málið er flókið. Sumar af þeim stofnunum sem eru að streyma hafa verið í sambandi við stéttarfélögin varðandi þessi mál og fengið leyfi. Aðrar ekki. RÚV á endursýningarrétt í einhverjum tilfella. Því hafa formenn stéttarfélaga listamanna kallað eftir samningum. Og svo hafa ekki allir verið spurðir. Stór hópur listamanna kemur að hverri sýningu og samningar eru misjafnir bæði milli hópa og svo er misjafnt hvernig þeir hafa samið. Réttur þeirra til endursýninga er mismikill. Gunnar Hrafnsson er formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og hann segir blasa við að félagsmenn hans séu að fara illa út úr þessu samkomubanni, atvinnutækfærin eru farin. Listamenn séu sá hópur sem síst er aflögufær núna. Og kominn sé einhver kengur í sambandi við endursýningar og rétt listamannanna. Vildu ekki vera síldin í rjómatertunni Gunnar segir að haft hafi verið samband við tónlistarmenn og þeim tjáð að aðrir listmenn ætluðu að gefa eftir sín réttindi. „Okkur þótti erfitt að vera síldin í rjómatertunni,“ segir Gunnar. En þegar hann svo frétti að ekki hefði verið einhugur um málið með leikurum hafi hann dregið vilyrði um að gefa eftir réttindi tónlistarmanna til baka. Gunnar Hrafnsson og Birna Hafstein eru meðal þeirra formanna sem hafa komið saman og rætt stöðu félagsmanna sinna. Þau hafa sent erindi til Útvarsp- og Þjóðleikhússtjóra þar sem þau hafa kallað eftir samningum sem snúa að sýningum einsog þeim sem hafa verið í gangi nú að undanförnu. Eins og Birna Hafstein bendir á eru listamenn ávallt fremstir í flokki og allir af vilja gerðir til að rétta hjálparhönd og gefa vinnu sína í þágu góðra mála. Því er þetta mál viðkvæmt. Listamenn hafa verið að lesa sjálfir upp á samfélagsmiðlum ljóð en svo hefur Íslenska óperan verið að streyma efni á YouTube án samþykkis listamanna. FÍH hefur stefnt Íslensku óperunni vegna vanefnda á samningum við listamenn eins og Mannlíf hefur greint frá. Ómaklegt að notfæra sér góðmennsku listamanna Mikil samstaða hefur myndast milli félaga listamanna sem nú eru að skoða sín mál að teknu tilliti til réttinda listamanna. Að sögn þeirra formanna sem Vísir hefur rætt við, og þeir eru á einu máli, hafa öll félög fengið slík mál inn á borð til sín þar sem svo virðist sem verið sé að svína á réttindum listamanna. Þá verði að líta til þess að þeir sem um ræðir, listamenn margir hverjir, hafa verið sviptir lífsviðurværi sínu. Með hendur bundnar. Því ætti það að vera metnaðarmál meðal forsvarsmanna þessara stofnana að notfæra sér ekki góðmennsku þeirra heldur þvert á móti stuðla að því að þeir fái greitt fyrir sína vinnu. Leikhús Bíó og sjónvarp Höfundaréttur Íslenska óperan Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sjö formenn stéttarfélaga listamanna hafa kallað eftir samningum sem kveða á um rétt félagsmanna til greiðslna vegna endursýninga og birtingu höfundarréttarvarins efnis. Þeir hafa sent erindi þessa efnis til Magnúsar Geirs Þórðarsonar Þjóðleikhússtjóra og Stefáns Eiríkssonar Útvarpsstjóra. „Við viljum fá að sjá þessa samninga og þá hversu stór gjöfin er sem listafólkið er að færa þjóðinni. Það er listafólkið sem er að gefa eftir launin sín,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir formaður Félags leikstjóra. Hún telur það lágmarkið. Málið er tvíþætt en samstofna og varðar sýningar sem Ríkisútvarpið ohf. hefur haft á dagskrá í samstarfi við Þjóðleikhúsið og svo streymi frá Íslensku óperunni. Sagðir slá sig til riddara á kostnað listamanna Á vef Þjóðleikhússins, þar sem greint er frá sýningu Ríkissjónvarpsins á ýmsum uppfærslum leikhússins – leikhúsveisla í stofunni í boði RÚV og Þjóðleikhússins – segir: „Ýmsir rétthafar sem eiga rétt vegna endurflutnings verkanna ásamt RÚV og Þjóðleikhúsinu hafa gefið góðfúslegt leyfi sitt fyrir flutningi nú í samkomubanni.“ En, svo virðist sem þarna sé eitthvað málum blandið. Vísir hefur rætt við nokkra forsvarsmenn félaga listamanna og ljóst má vera að þar gætir nokkurrar óánægjum með hvernig staðið er að málum. Eru uppi raddir innan vébanda listamanna sem telja að þarna séu forstjórar ríkisrekinna listastofnana, sem eru í vari með sig og sitt, að slá sig til riddara með gjöf sem er í raun listamanna – sem hins vegar eru úti á berangri nú þegar samkomubann ríkir, þeir sviptir tekjum og allar bjargir bannaðar. Þar er allt botnfrosið eins og segir í úttekt RÚV sjálfs. Kolbrún Hallldórsdóttir er formaður félags leikstjóra og hún segir vert að fá það fram, þó ekki sé meira, hversu stór gjöfin sem listamenn, ekki stofnanirnar vel að merkja eru að gefa, sé.Dagur Gunnarsson Birna Hafstein er formaður Félags leikara og hún segir það vel skiljanlegt að leikhúsin vilji koma gömlu efni út þegar ekkert nýtt er framleitt. „Og margir listamenn sem vilja gefa vinnuna sína við slíkar aðstæður. Margir hverjir, þeir eru bara þannig í laginu. Ef það kemur upp krísa í þessu samfélaga rísa listamenn alltaf upp. Alltaf. Með þeim verðmætum sem þeir skapa, reyna að hjálpa til,“ segir Birna. Flóknir staða varðandi alla samninga En málið er viðkvæmt og málið er flókið. Sumar af þeim stofnunum sem eru að streyma hafa verið í sambandi við stéttarfélögin varðandi þessi mál og fengið leyfi. Aðrar ekki. RÚV á endursýningarrétt í einhverjum tilfella. Því hafa formenn stéttarfélaga listamanna kallað eftir samningum. Og svo hafa ekki allir verið spurðir. Stór hópur listamanna kemur að hverri sýningu og samningar eru misjafnir bæði milli hópa og svo er misjafnt hvernig þeir hafa samið. Réttur þeirra til endursýninga er mismikill. Gunnar Hrafnsson er formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna og hann segir blasa við að félagsmenn hans séu að fara illa út úr þessu samkomubanni, atvinnutækfærin eru farin. Listamenn séu sá hópur sem síst er aflögufær núna. Og kominn sé einhver kengur í sambandi við endursýningar og rétt listamannanna. Vildu ekki vera síldin í rjómatertunni Gunnar segir að haft hafi verið samband við tónlistarmenn og þeim tjáð að aðrir listmenn ætluðu að gefa eftir sín réttindi. „Okkur þótti erfitt að vera síldin í rjómatertunni,“ segir Gunnar. En þegar hann svo frétti að ekki hefði verið einhugur um málið með leikurum hafi hann dregið vilyrði um að gefa eftir réttindi tónlistarmanna til baka. Gunnar Hrafnsson og Birna Hafstein eru meðal þeirra formanna sem hafa komið saman og rætt stöðu félagsmanna sinna. Þau hafa sent erindi til Útvarsp- og Þjóðleikhússtjóra þar sem þau hafa kallað eftir samningum sem snúa að sýningum einsog þeim sem hafa verið í gangi nú að undanförnu. Eins og Birna Hafstein bendir á eru listamenn ávallt fremstir í flokki og allir af vilja gerðir til að rétta hjálparhönd og gefa vinnu sína í þágu góðra mála. Því er þetta mál viðkvæmt. Listamenn hafa verið að lesa sjálfir upp á samfélagsmiðlum ljóð en svo hefur Íslenska óperan verið að streyma efni á YouTube án samþykkis listamanna. FÍH hefur stefnt Íslensku óperunni vegna vanefnda á samningum við listamenn eins og Mannlíf hefur greint frá. Ómaklegt að notfæra sér góðmennsku listamanna Mikil samstaða hefur myndast milli félaga listamanna sem nú eru að skoða sín mál að teknu tilliti til réttinda listamanna. Að sögn þeirra formanna sem Vísir hefur rætt við, og þeir eru á einu máli, hafa öll félög fengið slík mál inn á borð til sín þar sem svo virðist sem verið sé að svína á réttindum listamanna. Þá verði að líta til þess að þeir sem um ræðir, listamenn margir hverjir, hafa verið sviptir lífsviðurværi sínu. Með hendur bundnar. Því ætti það að vera metnaðarmál meðal forsvarsmanna þessara stofnana að notfæra sér ekki góðmennsku þeirra heldur þvert á móti stuðla að því að þeir fái greitt fyrir sína vinnu.
Leikhús Bíó og sjónvarp Höfundaréttur Íslenska óperan Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira