Drífa, Ragnar Þór og Sólveig Anna; ætlið þið virkilega að una þessu? Ole Anton Bieltvedt skrifar 12. apríl 2020 10:00 Á síðustu mánuðum og misserum hafið þið lagt mikla vinnu í að semja um laun og kjör ykkar umbjóðenda. Stóðu þessi átök lengi, og þurftuð þið - að hluta til - að beita verkfallsvopninu til að knýja fram þær lausnir, sem þið stefnduð á. Ég skildi það svo, að lengi vel stóð styrinn um 30.000-40.000 krónur fyrir lægst launuðu félagsmenn Eflingar. Kostaði lausnin á því margra daga eða vikna verkfall, sem bitnaði á mörgum. Mér gengur það til með þessum skrifum, að vekja athygli ykkar á - eða minna ykkur sterklega á; ég hef tekið þetta upp við ykkur áður -, að meðan þið semjið um kaup og kjör umbjóðenda ykkar í krónunni, vitið þið í raun ekkert, hvað þið eruð að semja um, hvað út úr samningum kemur eða hvað öll ykkar viðleitni er að færa umbjóðendum ykkar, þegar upp er staðið. Þið sjáið, hvað er að gerast með gengið nú og þær verðhækkanir og þann margvíslega kostnaðarauka, sem óhjákvæmilega mun fylgja falli krónunnar á síðari hluta ársins. Mikill hluti af þeim árangri, sem náðist með harðri baráttu, mun einfaldlega ganga til baka; verða færður til baka af Seðlabanka; með vilja- og aðgerðarleysi Seðlabankastjórnar til að tryggja stöðugt gengi. Vegna aðgerðarleysis Seðlabanka til að tryggja stöðugleika krónunnar, hefur hún fallið um 16-18% síðustu vikur og par mánuði. Löng og endurtekin reynsla sýnir, að við gengislækkun krónunnar hækkar almennt verðlag í landinu um helming gengisfallsins, af því að við Íslendingar erum háðir innflutningi með verulegan hluta af okkar aðdrætti og þörfum. Þetta þýðir, að innan 3-6 mánaða má vænta þess, að almennt verðlag - vöruverð og hverskonar tengdur kostnaður, líka vísitölur t.a.m. lánskjaravísitala – muni hækka um 8-10%. Ég var áðan að tala um 30.000-40.000 krónurnar, sem Efling barðist svo hart fyrir við Reykjavíkurborg. Þar voru laun upp á 400.000 eða 500.000 í spilinu. Þessar 30.000-40.000 krónur fjúka þá, út af gengisfallinu, út í buskann. Sagan sýnir, að krónan er sennilega ótraustasti gjaldmiðill hins vestræna heims. Hún er eins og veikburða trjágrein í vindi, sem sveiflast þeim mun meir og gefur þeim mun meir eftir, sem þörfin á styrk og stöðugleika eykst. Brotnar svo á versta tíma, eins og í hruninu. Til hvers eruð þið eiginlega að semja um kaup og kjör í krónunni, án verðtryggingar hennar, þegar ykkur má vera fullvel ljóst, af margfenginni reynslu, að þið vitið þá ekkert, hvað þið eruð að semja um; hvar stendur krónan eftir viku, mánuð eða misseri? Í raun nálgast samningar um kaup og kjör í krónunni skrípaleik. Þetta er síbreytileg stærð, verðgildi hennar er síbreytilegt, og tilhneigingin er, að akkúrat, þegar þörfin á styrk og stöðugleika er mest, er hún veikust. Við þær aðstæður, sem við búum nú við, hefði mátt verja krónuna og verðgildi hennar, þar sem svo vill til - eftir góðæriskafla - að við eigum feyki gildan gjaldeyrisvarasjóð; næstum eitt þúsund milljarða. Seðlabankinn hefði því getað varið krónuna, m.a. með öflugum kaupum á henni, þegar hún var að falla, en því miður gerði hann lítið eða ekkert til þess. Með þessari vanrækslu eða aðgerðarleysi, var Seðlabanki í raun að ræna launafólk 8-10% af kaupmætti nýlega umsaminna launa. Nýr Seðlabankastjóri, sem margir bundu miklar vonir við, fullyrðir, að, þó að krónan hafi fallið, geri það ekkert til í stöðunni, því að heimsmarkaðsverð á olíu og margvíslegum öðrum varningi hafi fallið jafn mikið eða meira, vegna Kórónavírussins, og, að þetta verðfall muni bæta upp gengisfall krónu og tryggja stöðugleika verðs og vísitala. Nú er undirritaður ekki hagfræðingur, en hann hefur víðtæka reynslu af efnahagsmálum og þróun hagkerfa, víða um lönd, í hálfa öld. Fyrir honum blasir þessi sviðsmynd við: Í bili dregst öll eftirspurn og framleiðsla saman. Verðlag fellur. En, þó að heimurinn sé í hvíldarstöðu, í bili, er hann enn í ”fullu fjöri”, og, þegar létt hefur verið á hömlum og takmörkunum og lífið fer að ganga sinn vanagang, að nýju, þá hefur hlaðizt upp mikil þörf og eftirspurn, sem skapa mun eftirspurnaröldu, sem kýja mun heimsmarkaðsverð upp á sama stig, og fyrir var, jafnvel á hærra stig, þar sem ýms framleiðslufyrirtæki, sem voru í gangi fyrir, gátu ekki staðið af sér lokun og hlé; voru ekki opnuð aftur. Við slík skilyrði, sem eru afar líkleg, mun gengisfall krónu koma inn í íslenzkt verðlag, með fullum krafti, á seinni hluta ársins. Það er spurning, hvort Seðlabanki skilji þetta ekki, eða sé einfaldlega að leiða þetta hjá sér, og, þá um leið - þó óbeint sé - að grípa inn í nýgerða kjarasamninga með vafasömum og, fyrir undirrituðum, ólögmætum hætti, en skv. lögum um Seðlabanka, er það fyrsta skylda hans, að tryggja stöðugt verðlag. Drífa, Ragnar Þór og Sólveiga Anna, ætlið því virkilega að una því, að svona sé með ykkar baráttu og samninga, svo að ekki sé talað um hagsmuni umbjóðenda ykkar, farið!? Ég hygg, að Seðlabanki gæti enn keyrt upp gengið í fyrra horf, ef hann leggði sig fram. Önnur hlið og veigamikil: Ykkar baráttumál nr. 1 ætti í raun að vera, að hér verði tekin upp Evra, svo að þið getið vitað, um hvað þið eruð að semja og hvað út úr samningum kemur, í bráð ogf lengd. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum og misserum hafið þið lagt mikla vinnu í að semja um laun og kjör ykkar umbjóðenda. Stóðu þessi átök lengi, og þurftuð þið - að hluta til - að beita verkfallsvopninu til að knýja fram þær lausnir, sem þið stefnduð á. Ég skildi það svo, að lengi vel stóð styrinn um 30.000-40.000 krónur fyrir lægst launuðu félagsmenn Eflingar. Kostaði lausnin á því margra daga eða vikna verkfall, sem bitnaði á mörgum. Mér gengur það til með þessum skrifum, að vekja athygli ykkar á - eða minna ykkur sterklega á; ég hef tekið þetta upp við ykkur áður -, að meðan þið semjið um kaup og kjör umbjóðenda ykkar í krónunni, vitið þið í raun ekkert, hvað þið eruð að semja um, hvað út úr samningum kemur eða hvað öll ykkar viðleitni er að færa umbjóðendum ykkar, þegar upp er staðið. Þið sjáið, hvað er að gerast með gengið nú og þær verðhækkanir og þann margvíslega kostnaðarauka, sem óhjákvæmilega mun fylgja falli krónunnar á síðari hluta ársins. Mikill hluti af þeim árangri, sem náðist með harðri baráttu, mun einfaldlega ganga til baka; verða færður til baka af Seðlabanka; með vilja- og aðgerðarleysi Seðlabankastjórnar til að tryggja stöðugt gengi. Vegna aðgerðarleysis Seðlabanka til að tryggja stöðugleika krónunnar, hefur hún fallið um 16-18% síðustu vikur og par mánuði. Löng og endurtekin reynsla sýnir, að við gengislækkun krónunnar hækkar almennt verðlag í landinu um helming gengisfallsins, af því að við Íslendingar erum háðir innflutningi með verulegan hluta af okkar aðdrætti og þörfum. Þetta þýðir, að innan 3-6 mánaða má vænta þess, að almennt verðlag - vöruverð og hverskonar tengdur kostnaður, líka vísitölur t.a.m. lánskjaravísitala – muni hækka um 8-10%. Ég var áðan að tala um 30.000-40.000 krónurnar, sem Efling barðist svo hart fyrir við Reykjavíkurborg. Þar voru laun upp á 400.000 eða 500.000 í spilinu. Þessar 30.000-40.000 krónur fjúka þá, út af gengisfallinu, út í buskann. Sagan sýnir, að krónan er sennilega ótraustasti gjaldmiðill hins vestræna heims. Hún er eins og veikburða trjágrein í vindi, sem sveiflast þeim mun meir og gefur þeim mun meir eftir, sem þörfin á styrk og stöðugleika eykst. Brotnar svo á versta tíma, eins og í hruninu. Til hvers eruð þið eiginlega að semja um kaup og kjör í krónunni, án verðtryggingar hennar, þegar ykkur má vera fullvel ljóst, af margfenginni reynslu, að þið vitið þá ekkert, hvað þið eruð að semja um; hvar stendur krónan eftir viku, mánuð eða misseri? Í raun nálgast samningar um kaup og kjör í krónunni skrípaleik. Þetta er síbreytileg stærð, verðgildi hennar er síbreytilegt, og tilhneigingin er, að akkúrat, þegar þörfin á styrk og stöðugleika er mest, er hún veikust. Við þær aðstæður, sem við búum nú við, hefði mátt verja krónuna og verðgildi hennar, þar sem svo vill til - eftir góðæriskafla - að við eigum feyki gildan gjaldeyrisvarasjóð; næstum eitt þúsund milljarða. Seðlabankinn hefði því getað varið krónuna, m.a. með öflugum kaupum á henni, þegar hún var að falla, en því miður gerði hann lítið eða ekkert til þess. Með þessari vanrækslu eða aðgerðarleysi, var Seðlabanki í raun að ræna launafólk 8-10% af kaupmætti nýlega umsaminna launa. Nýr Seðlabankastjóri, sem margir bundu miklar vonir við, fullyrðir, að, þó að krónan hafi fallið, geri það ekkert til í stöðunni, því að heimsmarkaðsverð á olíu og margvíslegum öðrum varningi hafi fallið jafn mikið eða meira, vegna Kórónavírussins, og, að þetta verðfall muni bæta upp gengisfall krónu og tryggja stöðugleika verðs og vísitala. Nú er undirritaður ekki hagfræðingur, en hann hefur víðtæka reynslu af efnahagsmálum og þróun hagkerfa, víða um lönd, í hálfa öld. Fyrir honum blasir þessi sviðsmynd við: Í bili dregst öll eftirspurn og framleiðsla saman. Verðlag fellur. En, þó að heimurinn sé í hvíldarstöðu, í bili, er hann enn í ”fullu fjöri”, og, þegar létt hefur verið á hömlum og takmörkunum og lífið fer að ganga sinn vanagang, að nýju, þá hefur hlaðizt upp mikil þörf og eftirspurn, sem skapa mun eftirspurnaröldu, sem kýja mun heimsmarkaðsverð upp á sama stig, og fyrir var, jafnvel á hærra stig, þar sem ýms framleiðslufyrirtæki, sem voru í gangi fyrir, gátu ekki staðið af sér lokun og hlé; voru ekki opnuð aftur. Við slík skilyrði, sem eru afar líkleg, mun gengisfall krónu koma inn í íslenzkt verðlag, með fullum krafti, á seinni hluta ársins. Það er spurning, hvort Seðlabanki skilji þetta ekki, eða sé einfaldlega að leiða þetta hjá sér, og, þá um leið - þó óbeint sé - að grípa inn í nýgerða kjarasamninga með vafasömum og, fyrir undirrituðum, ólögmætum hætti, en skv. lögum um Seðlabanka, er það fyrsta skylda hans, að tryggja stöðugt verðlag. Drífa, Ragnar Þór og Sólveiga Anna, ætlið því virkilega að una því, að svona sé með ykkar baráttu og samninga, svo að ekki sé talað um hagsmuni umbjóðenda ykkar, farið!? Ég hygg, að Seðlabanki gæti enn keyrt upp gengið í fyrra horf, ef hann leggði sig fram. Önnur hlið og veigamikil: Ykkar baráttumál nr. 1 ætti í raun að vera, að hér verði tekin upp Evra, svo að þið getið vitað, um hvað þið eruð að semja og hvað út úr samningum kemur, í bráð ogf lengd. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar