Stutt samdráttarskeið en hægur bati Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2020 07:00 Landsbankinn Borgartúni. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. Atvinnuleysi verður að meðaltali um níu prósent á árinu. Spáin gerir ráð fyrir talsverðum samdrætti í útflutningi, eða upp á rúm 27 prósent. Þá er gert ráð fyrir að einkaneysla dragist saman um sjö prósent og heildarfjármunamyndun um tæp 18 prósent. Þó er bent á á móti vegi aukin samneysla og opinberar fjárfestingar, auk þess sem innflutningur muni dragast saman um tæp 23 prósent og því verði afgangur af viðskiptajöfnuði. Atvinnuleysi mest í haust Spáin gerir ráð fyrir níu prósenta atvinnuleysi að meðaltali á árinu. Mest er gert ráð fyrir að það verði í kring um 13 prósent í ágúst og september. Þá er því spáð að einkaneysla dragist saman um sjö prósent í ár en vaxi á ný um eitt og hálft til tvö prósent næstu tvö ár á eftir. Eins segir að færri utanlandsferðir Íslendinga og sparnaður sem varð til í samkomubanni gæti orðið til þess að fólk neytti í auknum mæli innlendra vara og þjónustu þegar færi gefst til. Útlit er fyrir að atvinnuleysi verði mest í kring um 13 prósent á árinu.Vísir/Hanna Kröftugur viðsnúningur á næsta ári Í spánni er reiknað með níu prósenta samdrætti í landsframleiðslu á árinu. Samdrátturinn er sagður skýrast af 27 prósenta falli í útflutningi, sjö prósenta samdrætti í einkaneyslu og 18 prósenta samdrætti í fjármunamyndun. Þá er gert ráð fyrir „nokkuð kröftugum viðsnúningi“ á næstu tveimur árum, 5 prósenta hagvexti árið 2021 og þriggja prósenta hagvexti 2022. Töluverð óvissa niður á við Á næstu þremur árum munu um 833 milljarðar króna tapast í landsframleiðslu vegna faraldurs kórónuveirunnar, ef miðað er við hver líkleg þróun landsframleiðslu var fyrir faraldurinn. Jákvæðasta sviðsmyndin gerir ráð fyrir að landsframleiðsla nái sama stigi og á síðasta ári strax á næsta ári. Samkvæmt grunnspá er hún hins vega tveimur prósentum minni í lok spátímans en hún var í fyrra. Neikvæðasta sviðsmyndin gerir hins vegar ráð fyrir að árið 2022 verði landsframleiðsla fjórum og hálfu prósenti minni en hún var á síðasta ári. „Samantekið teljum við að óvissan sé töluvert niður á við og 40% líkur séu á að efnahagsþróunin verði í takt við neikvæðari sviðsmyndina á meðan u.þ.b. 10% líkur séu á að bjartsýna sviðsmyndin gangi eftir,“ segir í spánni. Krónan helst stöðug Reiknað er með því að veiking krónunnar síðustu mánuði komi til með að vera ráðandi þáttur í þróun verðbólgu á næstu mánuðum. Krónan veiktist talsvert haustið 2019 samhliða falli WOW air, en gengið hélst nokkuð stöðugt út árið, þrátt fyrir áföll í ferðaþjónustu og loðnubrest. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs veiktist krónan um 15 prósent gagnvart evru og um 17 prósent gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að krónan veikist verulega frá núverandi gildum. Grundvallast það af jákvæðri erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins og horfum á jákvæðum viðskiptajöfnuði næstu ár. Þá er gert ráð fyrir að krónan styrkist lítillega á árunum 2021 og 2022. Að neðan má hlusta á viðtal Bítismanna við Daníel Svavarsson, forstöðumann Hagfræðideildar Landsbankans, frá í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00