Fótbolti

Sex stjórnarmenn Barcelona gengu á dyr

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það er hiti í Katalóníu.
Það er hiti í Katalóníu. vísir/epa

Það eru ekki allir sáttir með gang mála hjá knattspyrnuliði Barcelona. Þar á meðal sex stjórnarmenn sem sögðu sig frá sínum störfum í dag vegna stefnunnar sem félagið hefur tekið.

Félagið tilkynnti í dag að þeir Emili Rousaud og Enrique Tombas, Silvio Elias, Josep Pont, Jordi Calsamiglia og Maria Texidor séu hættir. Fyrstu tveir voru tveir af fjórum varaforsetum félagsins.

Þeir eru ekki sáttir með Josep Maria Bartomeu forseta félagsins en hann hefur verið mikið í sviðsljósinu. Þeir eru ekki sáttir með þær ákvarðanir sem hafa verið teknar hjá félaginu meðal annars eftir að kórónuveiran kom til sögunnar.

Barcelona komst í fréttirnar fyrr á árinu þar sem talið var að félagið hafi búið til notenda á samfélagsmiðlum þar sem leikmenn liðsins voru gagnrýndir. Þeir neituðu fyrir þetta en þetta er talinn ein ástæða þess að stjórnarmennirnir hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×