Oreo bomba fyrir páskana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. apríl 2020 20:01 Þessi eftirréttur tæki sig vel út á páskaborðinu. Mynd/Eva Laufey Kjaran Eva Laufey Kjaran Hermannsdótitr gaf lesendum hugmyndir á dögunum af uppskriftum fyrir páskana en nú er komið að eftirréttinum. Þessi Oreo súkkulaðibomba er tilvalin fyrir páskahelgina. Við gefum Evu Laufey orðið. Í fyrsta þætti af Matarboði með Evu fékk ég vinkonu mína og hæfileikabúntið Evu Ruzu til þess að elda með mér og hún gerði meðal annars þennan Oreo eftirrétt sem margir hafa spurt um og hér er uppskriftin og þessi eftirréttur er súper einfaldur og góður. Ég bætti hvítu súkkulaði saman svona fyrst það eru páskar en það má sleppa því, en hver gerir svoleiðis? Það sleppir enginn súkkulaði. Oreo ostakökueftirréttur Miðast við 4-6 manns. Hráefni • 500 ml rjómi • 600 g rjómaostur • 2 msk vanillusykur • 4 msk flórsykur • 100 g hvítt súkkulaði • 300 g Oreo kexkökur Mynd/Eva Laufey Kjaran Aðferð: 1. Þeytið rjóma og vanillusykur. Setjið rjómann til hliðar í aðra skál. 2. Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu saman við rjómaostinn. 3. Blandið rjómanum saman við með sleikju. 4. Myljið Oreo kexkökurnar í matvinnsluvél eða setjið þær í poka og myljið þær með til dæmis kökukefli. 5. Setjið eftirréttinn saman, þið getið bæði notað eina stóra skál eða nokkrar litlar. 6. Byrjið á því að setja Oreo mulning í botninn og síðan ostakökufyllingu, endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. Skreytið gjarnan með ferskum berjum til dæmis jarðarberjum. 7. Geymið eftirréttinn í kæli í lágmark þrjár klukkustundir og það er frábært að gera réttinn degi áður en þið ætlið að bera hann fram og leyfa honum að vera í kæli yfir nótt. Njótið vel. Páskar Uppskriftir Ostakökur Eva Laufey Tengdar fréttir Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur tekið saman nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. 6. apríl 2020 16:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Eva Laufey Kjaran Hermannsdótitr gaf lesendum hugmyndir á dögunum af uppskriftum fyrir páskana en nú er komið að eftirréttinum. Þessi Oreo súkkulaðibomba er tilvalin fyrir páskahelgina. Við gefum Evu Laufey orðið. Í fyrsta þætti af Matarboði með Evu fékk ég vinkonu mína og hæfileikabúntið Evu Ruzu til þess að elda með mér og hún gerði meðal annars þennan Oreo eftirrétt sem margir hafa spurt um og hér er uppskriftin og þessi eftirréttur er súper einfaldur og góður. Ég bætti hvítu súkkulaði saman svona fyrst það eru páskar en það má sleppa því, en hver gerir svoleiðis? Það sleppir enginn súkkulaði. Oreo ostakökueftirréttur Miðast við 4-6 manns. Hráefni • 500 ml rjómi • 600 g rjómaostur • 2 msk vanillusykur • 4 msk flórsykur • 100 g hvítt súkkulaði • 300 g Oreo kexkökur Mynd/Eva Laufey Kjaran Aðferð: 1. Þeytið rjóma og vanillusykur. Setjið rjómann til hliðar í aðra skál. 2. Þeytið rjómaost og flórsykur saman. Bræðið hvítt súkkulaði yfir vatnsbaði og hellið því í mjórri bunu saman við rjómaostinn. 3. Blandið rjómanum saman við með sleikju. 4. Myljið Oreo kexkökurnar í matvinnsluvél eða setjið þær í poka og myljið þær með til dæmis kökukefli. 5. Setjið eftirréttinn saman, þið getið bæði notað eina stóra skál eða nokkrar litlar. 6. Byrjið á því að setja Oreo mulning í botninn og síðan ostakökufyllingu, endurtakið leikinn þar til þið eruð komin með nokkur lög. Skreytið gjarnan með ferskum berjum til dæmis jarðarberjum. 7. Geymið eftirréttinn í kæli í lágmark þrjár klukkustundir og það er frábært að gera réttinn degi áður en þið ætlið að bera hann fram og leyfa honum að vera í kæli yfir nótt. Njótið vel.
Páskar Uppskriftir Ostakökur Eva Laufey Tengdar fréttir Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur tekið saman nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. 6. apríl 2020 16:30 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Tillögur að páskamatnum frá Evu Laufey Matgæðingurinn og þáttastjórnandinn Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur tekið saman nokkrar uppskriftir sem væri tilvalið að prófa yfir páskahelgina. 6. apríl 2020 16:30