ESB hefur áhyggjur af póstkosningu í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2020 10:27 Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi. Vísir/EPA Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári. Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segist hafa áhyggjur af lögmæti og áreiðanleika forsetakosninga í Póllandi í næsta mánuði eftir að pólska þingið samþykkti að fresta ekki kosningunum vegna kórónuveirufaraldursins heldur halda póstkosningu. Hann hvetur Evrópuríki til að gera ekki grundvallarbreytingar á kosningalögum innan við ári fyrir kosningar. Ríkisstjórn Laga og réttlætis (PiS) hefur verið gagnrýnd fyrir að setja pólitíska hagsmuni sína ofar lýðheilsu í tengslum við forsetakosningarnar sem fara fram 10. maí. Með sigri í kosningunum gæti flokkurinn staðfest umdeildar breytingar á réttarkerfi Póllands sem ESB hefur sagt stangast á við gildi réttarríkisins. Andrzej Duda, sitjandi forseti og bandamaður PiS mælist nú með forskot í skoðanakönnunum. Vera Jourova, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB yfir gildum og gegnsæi, segist hafa áhyggjur af því hvort að kosningarnar í Póllandi verði frjálsar og sanngjarna, af gæði kosninganna, lögmæti þeirra og hvort þær standist stjórnarskrá. „Póstkosning er gríðarleg breyting og þetta er í fyrsta skipti sem slík aðferð er notuð og fólk er ekki vant henni,“ segir Jourova sem bendir á að ráðherraráð ESB hafi mælt með því að aðildarríkin krukki ekki í grundvallaratriðum kosningalaga á kosningaári. Hún hefur jafnframt verið gagnrýnin á breytingar PiS á réttarkerfinu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Evrópusambandið heldur því fram að lagabreytingunum sé ætlað að múlbinda dómara sem varpa fram efasemdum um tilnefningar nýrra dómara á grundvelli nýju laganna. Jourova lýsti breytingum pólsku ríkisstjórnarinnar á dómskerfinu sem „eyðileggingu“ en ekki umbótum fyrr á þessu ári.
Pólland Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar. 7. apríl 2020 11:48
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40