„Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. maí 2020 19:00 Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ísland og Bretland hafa gert með sér samkomulag um samstarf ríkjanna til næstu 10 ára. Skrefið markar þáttaskil í samskiptum ríkjanna að sögn utanríkisráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Wendy Morton, ráðherra Bretlands fyrir málefni Evrópu- og Ameríku, undirrituðu yfirlýsingu um samstarf ríkjanna til næstu tíu ára í dag. Fundur ráðherranna fór fram í gegnum fjarfundabúnað en yfirlýsingunni er ætlað að efla tvíhliða samskipti ríkjanna með sameiginlegum framtaksverkefnum. „Þá erum við að tala um miklu meira heldur en bara viðskipti, eins og kemur fram í samstarfsyfirlýsingunni, og þetta er afrakstur þess sem við höfum verið að vinna að náttúrlega lengi. Því að sýn beggja ríkja er mjög skýr, að við viljum viðhalda áfram góðu og þéttu vina- og viðskiptasambandi,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við fréttastofu. „Það er stórt skref að við séum að skrifa undir sameiginlega sýn eins og við erum að gera núna. Þetta er pólitísk yfirlýsing og meira en það, því að þarna erum við líka að ákveða að setja í ákveðin ferli hluti sem tengjast ekki bara hreinum viðskiptum og markmiðið er mjög skýrt, að það er að efla og styrkja samband ríkjanna enn frekar og það er mjög sterkt og stórt skref og afskaplega mikilvægt fyrir íslenska hagsmuni,“ segir Guðlaugur Þór. Í yfirlýsingunni er lögð megináhersla á sjö svið, það er viðskipti og fjárfestingar, sjávarútveg, rannsóknir og nýsköpun, svæðisbundna og alþjóðlega samvinnu, varnar- og öryggismál. Loftslagsbreytingar og norðurslóðir og tengsl þjóðanna tveggja. Tímaramminn þrengri vegna covid-19 Í síðustu viku fór fram fyrsti fundur aðalsamningamanna Íslands og Bretlands um framtíðarsamband ríkjanna eftir Brexit. „Okkar embættismenn hittust í síðustu viku og lögðu á drögin með framhaldið en covid hefur gert það af verkum að tímaramminn er ennþá tæpari heldur en hann var en þetta er forgangsmál hjá okkur, hefur verið og verður,“ segir Guðlaugur Þór. Framtíðarviðræður við Bretland skiptast í megindráttum í þrennt: Fríverslunarviðræður, framkvæmd útgöngusamnings Bretlands og úrlausn mála sem falla utan fríverslunarviðræðna. „Markmið okkar hefur verið að reyna að klára eins mikið og við mögulega getum á þessu ári og það hefur alltaf legið fyrir. Ef að það er eitthvað sem að stendur útaf þá munum við vera með tímasetningar til þess að klára það en við erum ennþá með það sem markmið að klára sem allra mest á þessu ári,“ segir Guðlaugur Þór.
Utanríkismál Bretland Brexit Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira