Innlent

Víðir, Erla, Kristján Jóhanns og Geir Ólafs í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Bítið á Bylgjunni
Bítið á Bylgjunni

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er meðal gesta í Bítinu í dag. Víðir ræddi páskana framundan og hvaða skilaboð yfirvöld beina til almennings á þessum tímum.

Klippa: Bítið - Víðir Reynisson

Þátturinn hefst á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni klukkan 6:50 og stendur til klukkan 9. Þátturinn heldur svo áfram á Bylgjunni til klukkan 10. Horfa má á eldri þætti og klippur á sjónvarpsvef Vísis.

Klippa: Bítið - Þegar Gissur prófaði sýndarveruleikagleraugu

Þeir Heimir og Gulli rifjuðu upp gamla stund með Gissuri Sigurðssyni fréttamanni þar sem hann var tekinn upp prófandi sýndargleraugu, en Gissur lést á dögunum.

Klippa: Bítið - Helgi Jóhannesson

Helgi Jóhannesson lögfræðingur mætti til að ræða reynslu sína af Covid-19 þar sem hann lýsti því hvað líkaminn er lengi að taka við sér eftir smit.

Klippa: Bítið - Erla Rafnsdóttir

Rætt verður við Erlu Rafnsdóttur sem býr til Bretlandi, en hefur safnað þúsundum undirskrifta þar sem skorað er á stjórnvöld að koma almennilega til móts við hjúkrunarfræðinga í kjaradeilu þeirra.

Klippa: Bítið - Tómas Guðbjartsson

Tómas Guðbjartsson skurðlæknir mætti og ræddi þá staðreynd að sumum læknum þykir Covid-19 minna talsvert á háfjallaveiki og svo tengsl útbreiðslu kórónuveirunnar við sýklalyfjaónæmi.

Klippa: Bítið - Birgir Ómarsson

Birgir Ómarsson, grafískur hönnuður, mætti svo og spjallaði um framleiðslu á bolum og öðrum varningi þar sem finna má Covid-19 tengd slagorð á borð við „hlýðum Víði“.

Klippa: Bítið - Karl Örvarsson og Kári Stefánsson

Í lokin mætti Karl Örvarsson eftirherma  og lék á als oddi sem og með Kára Stefánssyni, og Geir Ólafs tók svo lagið.

Klippa: Bítið - Geir Ólafs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×